Skýri tuttugu milljóna bónus í Framtakssjóði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. júní 2017 07:00 Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands Gildi – lífeyrissjóður óskar skýringa frá stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) á tuttugu milljóna króna bónusgreiðslu sem Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri FSÍ, fékk frá sjóðnum í fyrra. Gildi var ókunnugt um umrædda greiðslu, að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis. Gildi er þriðji stærsti hluthafi Framtakssjóðsins með 16,5 prósenta hlut. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna stærsta hluthafa Framtakssjóðsins með 19,9 prósenta hlut, segist ekki þekkja efni samnings FSÍ við Herdísi. Hún hafi fyrst frétt af greiðslunni í fjölmiðlum. Stjórn lífeyrissjóðsins komi saman í vikunni og þar beri málið örugglega á góma. Eins og greint var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku var greiðslan til Herdísar hluti af uppgjöri á samningi sem Framtakssjóðurinn gerði við hana árið 2013. Á þeim tíma sat enginn frá lífeyrissjóðunum í stjórn FSÍ. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ sagði Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ. Markmiðið hefði verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum.Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðsÞess má geta að greiðslan sem Herdís fékk hefði ekki verið heimil samkvæmt lögum sem gilda um kaupaukagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samkvæmt þeim mega kaupaukar ekki vera hærri en 25 prósent af árslaunum starfsmanns. Framtakssjóðurinn er hins vegar ekki fjármálafyrirtæki í skilningi laganna. Samkvæmt ársreikningi Framtakssjóðsins fékk Herdís 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78 prósent, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Til samanburðar námu árslaun Árna hjá Gildi um 28 milljónum og þá fékk Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR stærsta lífeyrissjóðs landsins, samtals 26 milljónir í laun á árinu 2016. Herdís var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá 2010. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán lífeyrissjóða auk Landsbankans og tryggingafélagsins VÍS. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. 14. júní 2017 07:30 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Gildi – lífeyrissjóður óskar skýringa frá stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) á tuttugu milljóna króna bónusgreiðslu sem Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri FSÍ, fékk frá sjóðnum í fyrra. Gildi var ókunnugt um umrædda greiðslu, að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis. Gildi er þriðji stærsti hluthafi Framtakssjóðsins með 16,5 prósenta hlut. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna stærsta hluthafa Framtakssjóðsins með 19,9 prósenta hlut, segist ekki þekkja efni samnings FSÍ við Herdísi. Hún hafi fyrst frétt af greiðslunni í fjölmiðlum. Stjórn lífeyrissjóðsins komi saman í vikunni og þar beri málið örugglega á góma. Eins og greint var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku var greiðslan til Herdísar hluti af uppgjöri á samningi sem Framtakssjóðurinn gerði við hana árið 2013. Á þeim tíma sat enginn frá lífeyrissjóðunum í stjórn FSÍ. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ sagði Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ. Markmiðið hefði verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum.Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðsÞess má geta að greiðslan sem Herdís fékk hefði ekki verið heimil samkvæmt lögum sem gilda um kaupaukagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samkvæmt þeim mega kaupaukar ekki vera hærri en 25 prósent af árslaunum starfsmanns. Framtakssjóðurinn er hins vegar ekki fjármálafyrirtæki í skilningi laganna. Samkvæmt ársreikningi Framtakssjóðsins fékk Herdís 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78 prósent, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Til samanburðar námu árslaun Árna hjá Gildi um 28 milljónum og þá fékk Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR stærsta lífeyrissjóðs landsins, samtals 26 milljónir í laun á árinu 2016. Herdís var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá 2010. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán lífeyrissjóða auk Landsbankans og tryggingafélagsins VÍS. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. 14. júní 2017 07:30 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. 14. júní 2017 07:30