Skýri tuttugu milljóna bónus í Framtakssjóði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. júní 2017 07:00 Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands Gildi – lífeyrissjóður óskar skýringa frá stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) á tuttugu milljóna króna bónusgreiðslu sem Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri FSÍ, fékk frá sjóðnum í fyrra. Gildi var ókunnugt um umrædda greiðslu, að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis. Gildi er þriðji stærsti hluthafi Framtakssjóðsins með 16,5 prósenta hlut. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna stærsta hluthafa Framtakssjóðsins með 19,9 prósenta hlut, segist ekki þekkja efni samnings FSÍ við Herdísi. Hún hafi fyrst frétt af greiðslunni í fjölmiðlum. Stjórn lífeyrissjóðsins komi saman í vikunni og þar beri málið örugglega á góma. Eins og greint var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku var greiðslan til Herdísar hluti af uppgjöri á samningi sem Framtakssjóðurinn gerði við hana árið 2013. Á þeim tíma sat enginn frá lífeyrissjóðunum í stjórn FSÍ. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ sagði Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ. Markmiðið hefði verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum.Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðsÞess má geta að greiðslan sem Herdís fékk hefði ekki verið heimil samkvæmt lögum sem gilda um kaupaukagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samkvæmt þeim mega kaupaukar ekki vera hærri en 25 prósent af árslaunum starfsmanns. Framtakssjóðurinn er hins vegar ekki fjármálafyrirtæki í skilningi laganna. Samkvæmt ársreikningi Framtakssjóðsins fékk Herdís 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78 prósent, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Til samanburðar námu árslaun Árna hjá Gildi um 28 milljónum og þá fékk Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR stærsta lífeyrissjóðs landsins, samtals 26 milljónir í laun á árinu 2016. Herdís var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá 2010. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán lífeyrissjóða auk Landsbankans og tryggingafélagsins VÍS. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. 14. júní 2017 07:30 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Gildi – lífeyrissjóður óskar skýringa frá stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) á tuttugu milljóna króna bónusgreiðslu sem Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri FSÍ, fékk frá sjóðnum í fyrra. Gildi var ókunnugt um umrædda greiðslu, að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Gildis. Gildi er þriðji stærsti hluthafi Framtakssjóðsins með 16,5 prósenta hlut. Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna stærsta hluthafa Framtakssjóðsins með 19,9 prósenta hlut, segist ekki þekkja efni samnings FSÍ við Herdísi. Hún hafi fyrst frétt af greiðslunni í fjölmiðlum. Stjórn lífeyrissjóðsins komi saman í vikunni og þar beri málið örugglega á góma. Eins og greint var frá í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku var greiðslan til Herdísar hluti af uppgjöri á samningi sem Framtakssjóðurinn gerði við hana árið 2013. Á þeim tíma sat enginn frá lífeyrissjóðunum í stjórn FSÍ. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ sagði Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ. Markmiðið hefði verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum.Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis – lífeyrissjóðsÞess má geta að greiðslan sem Herdís fékk hefði ekki verið heimil samkvæmt lögum sem gilda um kaupaukagreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. Samkvæmt þeim mega kaupaukar ekki vera hærri en 25 prósent af árslaunum starfsmanns. Framtakssjóðurinn er hins vegar ekki fjármálafyrirtæki í skilningi laganna. Samkvæmt ársreikningi Framtakssjóðsins fékk Herdís 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78 prósent, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Til samanburðar námu árslaun Árna hjá Gildi um 28 milljónum og þá fékk Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR stærsta lífeyrissjóðs landsins, samtals 26 milljónir í laun á árinu 2016. Herdís var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá 2010. Framtakssjóðurinn er í eigu sextán lífeyrissjóða auk Landsbankans og tryggingafélagsins VÍS. Ekki náðist í Herdísi við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. 14. júní 2017 07:30 Mest lesið Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. 14. júní 2017 07:30