Herdís fékk 20 milljóna aukagreiðslu frá Framtakssjóði Íslands Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. júní 2017 07:30 Herdís fékk greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, fékk tuttugu milljóna króna aukagreiðslu frá sjóðnum í fyrra vegna starfa sinna þar síðustu fjögur ár. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður sjóðsins, segir í samtali við Markaðinn að um sé að ræða uppgjör á samningi við Herdísi sem gerður var árið 2013. „Það var gerður samningur við hana árið 2013 um að ef hún yrði áfram starfandi hjá sjóðnum árið 2016, þá kæmi til þessarar aukagreiðslu sem yrði gerð upp 2016,“ nefnir hann. Markmiðið hafi verið að hvetja hana til þess að starfa áfram hjá sjóðnum. Fram kemur í ársreikningi Framtakssjóðsins að Herdís hafi fengið greiddar 48,5 milljónir króna í laun og hlunnindi í fyrra. Hækkaði greiðslan um 78%, eða sem nemur umræddri aukagreiðslu, á milli ára. Laun starfsmanna Framtakssjóðsins, sem eru fjórir talsins, hækkuðu um 13,5% á milli ára og námu tæpum 135 milljónum króna í fyrra. Laun stjórnarmanna sjóðsins lækkuðu hins vegar um 0,8% á milli ára og voru 13,2 milljónir króna árið 2016. Herdís Dröfn var ráðin framkvæmdastjóri sjóðsins í mars árið 2014 en áður hafði hún starfað þar sem fjárfestingastjóri frá árinu 2010. Hún er auk þess stjórnarformaður Icelandic Group og situr í stjórn Invent Farma. Eins og kunnugt er sagði hún sig úr stjórn tryggingafélagsins VÍS fyrr á árinu eftir að í ljós kom að hún hafði ekki stuðning meirihluta nýrrar stjórnar til að gegna áfram formennsku í félaginu. Áður hafði hún gegnt starfi stjórnarformanns VÍS frá því í nóvember árið 2015. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum VÍS, var kjörin stjórnarformaður í hennar stað, en mikil átök hafa sett mark sitt á störf stjórnarinnar á undanförnum misserum. Samþykkt var á aðalfundi Framtakssjóðsins í síðasta mánuði að greiða sjö milljarða króna arð til hluthafa, sem eru að langstærstum hluta lífeyrissjóðir auk Landsbankans og VÍS. Að auki var samþykkt að lækka hlutafé sjóðsins um 3,2 milljarða. Alls verða því greiddir 102 milljarðar króna til hluthafanna. Útgreiðslurnar skýrast aðallega af sölu á dótturfélögum Invent Farma sem og Icelandic Group, sem er nú stærsta fjárfesting sjóðsins, í fyrra. Eftir þessar útgreiðslur hefur Framtakssjóðurinn greitt alls 69,1 milljarð króna til hluthafa frá upphafi en kallað inn 43,3 milljarða króna. Hagnaður Framtakssjóðsins nam rúmum 6,9 milljörðum króna í fyrra. Samkvæmt efnahagsreikningi nema heildareignir sjóðsins um 13,9 millj- örðum króna og var bókfært eigið fé í lok árs 2016 einnig 13,9 milljarðar. Sjóðurinn innleysti í fyrra hluta af fjárfestingum sínum í Icelandic Group, Promens og Invent Farma í formi sölu hlutabréfa til félaganna sjálfra og einnig í formi lækkunar hlutafjár í Icelandic. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira