Olía á eld ójöfnuðar Óli Halldórsson skrifar 2. júní 2017 07:00 Það er áhugavert að gægjast inn um glugga Alþingis nú við lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún er meginafrakstur þessa þingvetrar, hvernig sem á það er litið. Hún virðist í einfaldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri, lágmarksfé í uppbyggingu innviða og því að létta skattbyrði af þeim efnaðari. Þessari stefnu er svo ætlað að keyra áfram nútímalegt og blómlegt samfélag, byggt á nýsköpun og grænum atvinnuháttum (í anda atvinnustefnu Vinstri grænna frá því fyrir um áratug). En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Nýsköpun kemur ekki upp úr engu. Sprotar fæðast ekki í fjársveltu menntakerfi. Ferðaþjónusta þrífst illa á holóttum malarvegum, einfasa rafmagni og ótraustu netsambandi. Þessir breyttu atvinnuhættir og sá veruleiki sem við stöndum frammi fyrir útheimtir einfaldlega verulega öflugri innviði og sterkari samrekstur. Það er bleikur fíll í þessu líka. Það er engin alvöru peningastefna til að jarðtengja fjármálaáætlunina. Engin sátt um það hvernig skuli ná stjórn á ofrisi krónunnar. Það er svo komið að við Íslendingar erum orðin vön því að hugsa og reka okkur sjálf eins og Vogunarsjóðir. Þeir þrífast líka á áhættu og óvissu. Kjarni vandans birtist svo þegar þessir stóru gallar fjármálaáætlunarinnar leggjast allir saman á eitt; það myndast olía á eld ójöfnuðar. Óstöðugleiki og veik samneysla eykur ójöfnuð. Og það er ójöfnuðurinn sem er mesta áhyggjuefni stjórnmálanna um allan heim. Með breikkandi bilinu fjölgar reiðum á öðrum endanum og firrtum á hinum endanum. Verst af öllu er svo að á endanum geta jaðrarnir náð saman, þannig að réttlát reiði þeirra sem of lítið hafa umbreytist í byr í segl þeirra firrtu. Og þá geta myndast kjöraðstæður til að rækta pólitísk skrímsli í skápum, sem hafa alltof víða verið að láta á sér kræla í alþjóðlegum stjórnmálum. Það vill held ég ekkert okkar fara þangað. En við verðum þá að taka beygjuna þegar kemur að næstu gatnamótum. Höfundur er varaþingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að gægjast inn um glugga Alþingis nú við lok þingsins og rýna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún er meginafrakstur þessa þingvetrar, hvernig sem á það er litið. Hún virðist í einfaldri mynd ganga út á þrennt: samdrátt í ríkisrekstri, lágmarksfé í uppbyggingu innviða og því að létta skattbyrði af þeim efnaðari. Þessari stefnu er svo ætlað að keyra áfram nútímalegt og blómlegt samfélag, byggt á nýsköpun og grænum atvinnuháttum (í anda atvinnustefnu Vinstri grænna frá því fyrir um áratug). En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Nýsköpun kemur ekki upp úr engu. Sprotar fæðast ekki í fjársveltu menntakerfi. Ferðaþjónusta þrífst illa á holóttum malarvegum, einfasa rafmagni og ótraustu netsambandi. Þessir breyttu atvinnuhættir og sá veruleiki sem við stöndum frammi fyrir útheimtir einfaldlega verulega öflugri innviði og sterkari samrekstur. Það er bleikur fíll í þessu líka. Það er engin alvöru peningastefna til að jarðtengja fjármálaáætlunina. Engin sátt um það hvernig skuli ná stjórn á ofrisi krónunnar. Það er svo komið að við Íslendingar erum orðin vön því að hugsa og reka okkur sjálf eins og Vogunarsjóðir. Þeir þrífast líka á áhættu og óvissu. Kjarni vandans birtist svo þegar þessir stóru gallar fjármálaáætlunarinnar leggjast allir saman á eitt; það myndast olía á eld ójöfnuðar. Óstöðugleiki og veik samneysla eykur ójöfnuð. Og það er ójöfnuðurinn sem er mesta áhyggjuefni stjórnmálanna um allan heim. Með breikkandi bilinu fjölgar reiðum á öðrum endanum og firrtum á hinum endanum. Verst af öllu er svo að á endanum geta jaðrarnir náð saman, þannig að réttlát reiði þeirra sem of lítið hafa umbreytist í byr í segl þeirra firrtu. Og þá geta myndast kjöraðstæður til að rækta pólitísk skrímsli í skápum, sem hafa alltof víða verið að láta á sér kræla í alþjóðlegum stjórnmálum. Það vill held ég ekkert okkar fara þangað. En við verðum þá að taka beygjuna þegar kemur að næstu gatnamótum. Höfundur er varaþingmaður VG.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar