Viðskipti innlent

Hagar hrynja í Kauphöllinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/ANTON BRINK
Gengi hlutabréfa í Högum hefur hríðfallið í Kauphöllinni í dag. Bréfin hafa lækkað um 5,2% það sem af er degi í 492 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfanna er nú 49 en um vika er síðan það var 55,2.

Það er rauður dagur í Kauphöllinni í dag og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 1,58% í morgun. Skeljungur, Marel og Icelandair hafa öll lækkað um rúmlega 2% í dag og þorri félaga hefur lækkað í kringum 1%. Bréf í Össuri eru þau einu sem hafa hækkað í dag, alls um 4,44% í 10 milljón króna viðskiptum.

Sjá einnig: Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni

Þróun á gengi bréfa í Högum síðastliðinn mánuð.Keldan
Hagar eru það félag sem hafa lækkað langsamlega mest í dag eða um 5,2% sem fyrr segir.

Skýring lækkunarinnar kann að vera forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, sem byggir á tölum frá Meniga, þess efnis að velta Costco fyrstu vikuna eftir opnun hafi verið meiri en í öllum 32 verslunum Bónuss samanlagt.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var veltan í Costco 32 prósent af heildarveltunni á dagvörumarkaði á fyrstu dögum eftir opnun en markaðshlutdeild Bónuss var 28 prósent.

Sjá einnig: Velta Costco meiri en Bónuss



Þá var fullyrt Viðskiptablaðinu í gær að Hagar hefðu sent íslenskum framleiðendum skilaboð um að ef þeir hygðust selja vörur sínar í Costco yrðu þær teknar úr hillum Bónuss og Hagkaupa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Vísi í gær þessar fullyrðingar vera rógburð sem og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.


Tengdar fréttir

Velta Costco meiri en Bónuss

Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×