Sakaðir um kúgun: „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2017 10:21 Forstjóri Haga segir að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir viðlíka kúgunum og Hagar eru sakaðir um skuli snúa sér til Samkeppniseftirlitsins milliliðalaust. Vísir Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, vísa því algjörlega á bug að íslenskir framleiðendur hafi fengið skilaboð frá Högum um að ef þeir hyggist selja vörur sínar í nýrri verslun Costco í Kauptúni verði þeim kippt úr hillum Bónuss og Hagkaupa.Viðskiptablaðið fullyrðir þetta í dag eftir nafnlausum heimildarmönnum sem segja eigendur rótgróinna fyrirtækja vera uggandi yfir stöðunni sem nú er uppi á íslenskum smásölumarkaði. Í frétt VB er greint frá því að Hagar hafi tekið því fálega þegar Costco bauð íslenskum matvælaframleiðanda að selja vörur sínar í versluninni. Eftir að boð Costco spurðist út hafi fyrirtækinu borist símtal frá Högum þar sem forsvarsmönnum þess var tjáð að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga.Sjá einnig: Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í CostcoLögbrot, ósannindi og rógurFinnur segir þetta fjarri sannleikanum. „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur. Ef einhver framleiðandi, matvælaframleiðandi á Íslandi, telur sig hafa orðið fyrir einhverju svona í okkar samskiptum þá á hann bara að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins milliliðalaust,“ segir Finnur í samtali við Vísi. „Það er fráleitt að samskipti okkar við birgja séu með þessum hætti. Ég er eiginlega orðlaus.“Röðin við Costco um klukkan 10 í morgun. Tíu dagar eru liðnir frá opnun verslunarinnar.Vísir/KTDGæti hafa verið einhver misskilingur í samskiptum Haga við íslenska framleiðendur? „Það er enginn misskilningur í þessari frétt. Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur,“ segir Finnur. „Þetta er lögbrot sem er verið að saka okkur um. Ef einhver telur sig hafa orðið fyrir þessu þá er einföld leið að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins.“Selja það sem selst Guðmundur hjá Bónus segir í samtali við Vísi að verslanir sínar muni aldrei, og hafi aldrei, tekið vörur úr sölu sem hafi selst vel - þó svo að þær séu einnig seldar hjá keppinautum keðjunnar. Því sé fjarri sannleikanum að til standi að kippa vörum sem seldar séu í Costco úr hillum Bónuss. Rótgróin fyrirtæki eru að sama skapi sögð í VB í öngum sínum yfir því að Costco skuli selja vörur sem fáist víða á Íslandi, þar með taldar matvörur, undir kostnaðarverði. Það geti bandaríski smásölurisinn gert því hann sé ekki í markaðsráðandi stöðu á Íslandi. Einn forsvarsmanna íslenskrar verslunar sagði í samtali við VB að Costco væri augljóslega að gera þetta til þess að fá neytendur inn í verslunina og kaupa vörur eða vörumerki, sem ekki væru fáanlegar í öðrum verslunum hérlendis. Álagningin á þær vörur væri auðvitað nokkur. Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31. maí 2017 20:42 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, vísa því algjörlega á bug að íslenskir framleiðendur hafi fengið skilaboð frá Högum um að ef þeir hyggist selja vörur sínar í nýrri verslun Costco í Kauptúni verði þeim kippt úr hillum Bónuss og Hagkaupa.Viðskiptablaðið fullyrðir þetta í dag eftir nafnlausum heimildarmönnum sem segja eigendur rótgróinna fyrirtækja vera uggandi yfir stöðunni sem nú er uppi á íslenskum smásölumarkaði. Í frétt VB er greint frá því að Hagar hafi tekið því fálega þegar Costco bauð íslenskum matvælaframleiðanda að selja vörur sínar í versluninni. Eftir að boð Costco spurðist út hafi fyrirtækinu borist símtal frá Högum þar sem forsvarsmönnum þess var tjáð að ef vörurnar yrðu seldar í Costco myndu þær ekki verða seldar í verslunum Haga.Sjá einnig: Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í CostcoLögbrot, ósannindi og rógurFinnur segir þetta fjarri sannleikanum. „Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur. Ef einhver framleiðandi, matvælaframleiðandi á Íslandi, telur sig hafa orðið fyrir einhverju svona í okkar samskiptum þá á hann bara að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins milliliðalaust,“ segir Finnur í samtali við Vísi. „Það er fráleitt að samskipti okkar við birgja séu með þessum hætti. Ég er eiginlega orðlaus.“Röðin við Costco um klukkan 10 í morgun. Tíu dagar eru liðnir frá opnun verslunarinnar.Vísir/KTDGæti hafa verið einhver misskilingur í samskiptum Haga við íslenska framleiðendur? „Það er enginn misskilningur í þessari frétt. Þetta eru hrein ósannindi og grófur rógur,“ segir Finnur. „Þetta er lögbrot sem er verið að saka okkur um. Ef einhver telur sig hafa orðið fyrir þessu þá er einföld leið að snúa sér til Samkeppniseftirlitsins.“Selja það sem selst Guðmundur hjá Bónus segir í samtali við Vísi að verslanir sínar muni aldrei, og hafi aldrei, tekið vörur úr sölu sem hafi selst vel - þó svo að þær séu einnig seldar hjá keppinautum keðjunnar. Því sé fjarri sannleikanum að til standi að kippa vörum sem seldar séu í Costco úr hillum Bónuss. Rótgróin fyrirtæki eru að sama skapi sögð í VB í öngum sínum yfir því að Costco skuli selja vörur sem fáist víða á Íslandi, þar með taldar matvörur, undir kostnaðarverði. Það geti bandaríski smásölurisinn gert því hann sé ekki í markaðsráðandi stöðu á Íslandi. Einn forsvarsmanna íslenskrar verslunar sagði í samtali við VB að Costco væri augljóslega að gera þetta til þess að fá neytendur inn í verslunina og kaupa vörur eða vörumerki, sem ekki væru fáanlegar í öðrum verslunum hérlendis. Álagningin á þær vörur væri auðvitað nokkur.
Costco Tengdar fréttir Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56 Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54 Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31. maí 2017 20:42 Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. 29. maí 2017 10:56
Segir verðsamanburð við Costco verða að vera á málefnalegum grunni Formaður Samtaka verslunar og þjónustu vonast til þess að með tilkomu verslunarrisans verði umræðan um verð og verslun á Íslandi betri og málefnalegri. 28. maí 2017 12:54
Finnst ómálefnalegt að tala um okur og glæpamenn í tengslum við verðlag í Costco Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar komu Costco hingað til lands og þar með aukinni samkeppni en kallar eftir málefnalegri umræðu um verð og verðlag í íslenskum verslunum. 31. maí 2017 20:42
Framkvæmdastjóri IKEA: „Menn hafa farið fram með truntuskap og okri mjög lengi“ Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, spáir því að Costco muni opna aðra búð hér á landi innan þriggja til fjögurra ára og þá í norðurhluta höfuðborgarsvæðisins, nálægt Grafarvogi eða Mosfellsbæ. Þórarinn kveðst hafa haft miklar væntingar til Costco og að verslunin myndi breyta módelinu í verslun hér. 29. maí 2017 18:26