Sjálfbær nýting íslenska þorskstofnsins Kristján Þórarinsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Vel heppnuð endurreisn íslenska þorskstofnsins er, að mínu mati, langmikilvægasti árangur á sviði sjálfbærni sem náðst hefur í stjórn fiskveiða á Íslandsmiðum. Þar sem sjávarútvegur er mikilvæg stoð efnahagslífs okkar áttum við engan annan kost en að takast á við tvíþættan vanda ofveiði og óhagkvæmni af fullri alvöru. Þetta var gert með því að innleiða markvissa fiskveiðistjórnun með nauðsynlegri festu við ákvörðun leyfilegs heildarafla ásamt eftirfylgni með aflaskráningu og eftirliti. Þannig var kerfi aflakvóta við stjórn fiskveiða komið á í áföngum á níunda áratug síðustu aldar og það síðan þróað í átt til virkari stjórnunar heildarafla og aukins sveigjanleika með framsali á tíunda áratugnum og síðar. Í kjölfar ráðgjafar frá árinu 1992 um alvarlega stöðu þorskstofnsins var dregið verulega úr veiðiálaginu. Um miðjan tíunda áratuginn voru Íslendingar síðan meðal leiðandi þjóða í þróun langtíma aflareglna í fiskveiðum. Aflareglum er ætlað að tryggja að veiðiálag sé hóflegt og nýtingin sjálfbær. Mikilvægt markmið með minnkun veiðiálags á þorskinn var að gera stofninum mögulegt að vaxa og ná fyrri stærð, en stór veiðistofn gerir veiðar hagkvæmari og stór og fjölbreyttur hrygningarstofn er talinn hafa meiri möguleika á að geta af sér stærri nýliðunarárganga. Árið 2007 var veiðihlutfall þorsks samkvæmt aflareglu lækkað úr 25% í 20% af viðmiðunarstofni fiska fjögurra ára og eldri. Eftir stutt aðlögunarskeið var þessi stefna fest í sessi um mitt árið 2009 þegar íslensk stjórnvöld staðfestu á ný formlega aflareglu um stjórn veiðanna til lengri tíma. Nýtingarstefna þessi miðar að vernd og sjálfbærri nýtingu þorskstofnsins, byggt á bestu fáanlegri vísindaráðgjöf, í samræmi við alþjóðasamninga og alþjóðleg viðmið. Það er afar sannfærandi að nýtingarstefnan skuli hafa haldið í kjölfarið í gegnum fjármálakreppuna og þannig lagt sitt af mörkum til efnahagsbatans. Með hóflegu veiðiálagi undanfarin ár hafa þorskárgangar hver af öðrum lifað lengur og tekið út meiri vöxt og þannig gefið meiri afla og lagt meira til hrygningarstofnsins en ella. Úr því takmarkaða efni sem felst í tiltölulega litlum árgöngum hefur hrygningarstofninn, sem eðli málsins samkvæmt er samsettur af eldri fiski, tvöfaldast að stærð á undanförnum áratug. Stærri stofni fylgir aukinn afli á sóknareiningu (t.d. fleiri tonn á hvern togtíma), sem skilar sér í aukinni hagkvæmni veiðanna. Jafnframt leiðir stærri stofn til minni áhættu af veiðum, sem aftur stuðlar að sjálfbærri nýtingu. Á nýliðnum árum hafa stjórnvöld sett aflareglur um veiðar þriggja tegunda botnfiska—ýsu, ufsa og gullkarfa—til viðbótar við þorskinn. Þessar veiðar hafa síðan fengið vottun eftir alþjóðlegum sjálfbærnikröfum samkvæmt fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða, sem gerir kröfu um formlega nýtingarstefnu (aflareglu) stjórnvalda byggt á svokallaðri varúðarleið. Sömu veiðar, auk annarra, hafa einnig hlotið vottun samkvæmt MSC-staðli. Ábyrg, sjálfbær og hagkvæm nýting fiskistofna er nauðsynleg undirstaða öflugs sjávarútvegs. Mikilvægt er að nýting fiskistofna á Íslandsmiðum byggi ávallt á þessum grunni.Höfundur er stofnvistfræðingur SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Vel heppnuð endurreisn íslenska þorskstofnsins er, að mínu mati, langmikilvægasti árangur á sviði sjálfbærni sem náðst hefur í stjórn fiskveiða á Íslandsmiðum. Þar sem sjávarútvegur er mikilvæg stoð efnahagslífs okkar áttum við engan annan kost en að takast á við tvíþættan vanda ofveiði og óhagkvæmni af fullri alvöru. Þetta var gert með því að innleiða markvissa fiskveiðistjórnun með nauðsynlegri festu við ákvörðun leyfilegs heildarafla ásamt eftirfylgni með aflaskráningu og eftirliti. Þannig var kerfi aflakvóta við stjórn fiskveiða komið á í áföngum á níunda áratug síðustu aldar og það síðan þróað í átt til virkari stjórnunar heildarafla og aukins sveigjanleika með framsali á tíunda áratugnum og síðar. Í kjölfar ráðgjafar frá árinu 1992 um alvarlega stöðu þorskstofnsins var dregið verulega úr veiðiálaginu. Um miðjan tíunda áratuginn voru Íslendingar síðan meðal leiðandi þjóða í þróun langtíma aflareglna í fiskveiðum. Aflareglum er ætlað að tryggja að veiðiálag sé hóflegt og nýtingin sjálfbær. Mikilvægt markmið með minnkun veiðiálags á þorskinn var að gera stofninum mögulegt að vaxa og ná fyrri stærð, en stór veiðistofn gerir veiðar hagkvæmari og stór og fjölbreyttur hrygningarstofn er talinn hafa meiri möguleika á að geta af sér stærri nýliðunarárganga. Árið 2007 var veiðihlutfall þorsks samkvæmt aflareglu lækkað úr 25% í 20% af viðmiðunarstofni fiska fjögurra ára og eldri. Eftir stutt aðlögunarskeið var þessi stefna fest í sessi um mitt árið 2009 þegar íslensk stjórnvöld staðfestu á ný formlega aflareglu um stjórn veiðanna til lengri tíma. Nýtingarstefna þessi miðar að vernd og sjálfbærri nýtingu þorskstofnsins, byggt á bestu fáanlegri vísindaráðgjöf, í samræmi við alþjóðasamninga og alþjóðleg viðmið. Það er afar sannfærandi að nýtingarstefnan skuli hafa haldið í kjölfarið í gegnum fjármálakreppuna og þannig lagt sitt af mörkum til efnahagsbatans. Með hóflegu veiðiálagi undanfarin ár hafa þorskárgangar hver af öðrum lifað lengur og tekið út meiri vöxt og þannig gefið meiri afla og lagt meira til hrygningarstofnsins en ella. Úr því takmarkaða efni sem felst í tiltölulega litlum árgöngum hefur hrygningarstofninn, sem eðli málsins samkvæmt er samsettur af eldri fiski, tvöfaldast að stærð á undanförnum áratug. Stærri stofni fylgir aukinn afli á sóknareiningu (t.d. fleiri tonn á hvern togtíma), sem skilar sér í aukinni hagkvæmni veiðanna. Jafnframt leiðir stærri stofn til minni áhættu af veiðum, sem aftur stuðlar að sjálfbærri nýtingu. Á nýliðnum árum hafa stjórnvöld sett aflareglur um veiðar þriggja tegunda botnfiska—ýsu, ufsa og gullkarfa—til viðbótar við þorskinn. Þessar veiðar hafa síðan fengið vottun eftir alþjóðlegum sjálfbærnikröfum samkvæmt fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða, sem gerir kröfu um formlega nýtingarstefnu (aflareglu) stjórnvalda byggt á svokallaðri varúðarleið. Sömu veiðar, auk annarra, hafa einnig hlotið vottun samkvæmt MSC-staðli. Ábyrg, sjálfbær og hagkvæm nýting fiskistofna er nauðsynleg undirstaða öflugs sjávarútvegs. Mikilvægt er að nýting fiskistofna á Íslandsmiðum byggi ávallt á þessum grunni.Höfundur er stofnvistfræðingur SFS.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar