Ísland aðili að 100 ríkja samningi um baráttu gegn skattaundanskotum Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:45 Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira