Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2017 23:00 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir liðið ekkert vera á leiðinni út úr Formúlu 1 og að Eddie Jordan hafi kannski djammað aðeins of hart í Mónakó. Vísir/Getty Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins í Formúlu 1 og nú sérfræðingur Channel 4 í Formúlu 1 hleypti orðrómnum af stað. Hann sagði í samtali við þýska fjölmiðla að Mercedes myndi hverfa aftur til hlutverks vélaframleiðanda eftir tímabilið 2018.Eddie Jordan í Mónakó. Spurningin er hvort hann hafi eitthvað fyrir sér um útgöngu Mercedes.Vísir/GettyJordan segir að hann myndi gera það ef hann stjórnaði Mercedes. Hann segist hafa viðrað skoðun sína við Dieter Zetsche, yfirmann Daimler sem er eignarhaldsfélagið sem rekur Mercedes-Benz. Að sögn Jordan hafnaði Zetsche ekki hugmyndum hans. Wolff hefur hins vegar sagt hugmyndir Jordan byggðar á sandi. Wolff benti á að liðið hefur samið um viðveru sína í Formúlu 1 út árið 2020. „Þessar sögusagnir eru ekki byggðar á staðreyndum og sýna ekkert meira en skaðlegar ágiskanir eins manns,“ sagði Wolff. „Mónakó er staður þar sem fólki finnst gaman að djamma, svo virðist sem einhver hafi gert aðeins of mikið af því,“ sagði Wolff einnig og vísar til orðrómsins en Jordan segist hafa talað við Zetsche í Mónakó. „Mercedes er samningsbundið til þátttöku í Formúlu 1 út árið 2020 og stendur eins og er í viðræðum við nýja eigendur um næstu skref eftir að því tímabili lýkur,“ bætti Wolff við. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins í Formúlu 1 og nú sérfræðingur Channel 4 í Formúlu 1 hleypti orðrómnum af stað. Hann sagði í samtali við þýska fjölmiðla að Mercedes myndi hverfa aftur til hlutverks vélaframleiðanda eftir tímabilið 2018.Eddie Jordan í Mónakó. Spurningin er hvort hann hafi eitthvað fyrir sér um útgöngu Mercedes.Vísir/GettyJordan segir að hann myndi gera það ef hann stjórnaði Mercedes. Hann segist hafa viðrað skoðun sína við Dieter Zetsche, yfirmann Daimler sem er eignarhaldsfélagið sem rekur Mercedes-Benz. Að sögn Jordan hafnaði Zetsche ekki hugmyndum hans. Wolff hefur hins vegar sagt hugmyndir Jordan byggðar á sandi. Wolff benti á að liðið hefur samið um viðveru sína í Formúlu 1 út árið 2020. „Þessar sögusagnir eru ekki byggðar á staðreyndum og sýna ekkert meira en skaðlegar ágiskanir eins manns,“ sagði Wolff. „Mónakó er staður þar sem fólki finnst gaman að djamma, svo virðist sem einhver hafi gert aðeins of mikið af því,“ sagði Wolff einnig og vísar til orðrómsins en Jordan segist hafa talað við Zetsche í Mónakó. „Mercedes er samningsbundið til þátttöku í Formúlu 1 út árið 2020 og stendur eins og er í viðræðum við nýja eigendur um næstu skref eftir að því tímabili lýkur,“ bætti Wolff við.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00
Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00