Bekkir án aðgreiningar í stað skóla án aðgreiningar Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Undirritaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið sem bar nafnið: Hvað skýrir lélegan árangur íslenskra grunnskólanema? Í greininni kom fram að á Íslandi er fjöldi nema 9,5 á hvern kennara samanborið við 13 nema á hvern kennara í OECD-löndum. Þá var þessum spurningum varpað fram: Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, lesskilningi, stærðfræði og raungreinum, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri? Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenska skólakerfisins rangar? Ég ályktaði að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfði mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“, þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði.Skóli aðgreiningar Framkvæmd stefnu um „skóla án aðgreiningar“ hefur þróast upp í andhverfu sína; skóla aðgreiningar. Fjárveitingarlíkön grunnskólanna verðlauna skólastjórnendur með viðbótarfjárveitingum fyrir að greina sem flesta nema með sérþarfir, sem hefur leitt til þess að sjötti hver nemandi í grunnskólum á Íslandi er greindur með sérþarfir. Þetta er mun hærra hlutfall en í öðrum Evrópulöndum. Þá eru þessir nemar aðgreindir frá öðrum nemum í bekknum með því að þeim fylgja stuðningsfulltrúar og sérkennarar inn í bekkina eða þeir eru teknir út úr tímum til sérkennslu. Skýrari getur aðgreiningin ekki orðið.Bekkir án aðgreiningar Þeir sem hafa horft á sjónvarpsþætti frá BBC um lífið á jörðinni vita að það er í eðli afkvæma allra spendýra að hreyfa sig mikið og leika sér. Það er ekki sjúkdómur að hafa mikla hreyfiþörf. Það er ekki til marks um heimsku að geta ekki setið kyrr í skólastofu í marga tíma á dag. Í stað þess að sjúkdómsgera (of)virkni og aðgreina virk börn frá öðrum þarf að mynda bekki sem hæfa þessum börnum. Bekki þar sem hlutur hreyfingar og verklegrar kennslu er meiri en í öðrum bekkjum. Hreyfinguna má skipuleggja í samvinnu við íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og sundlaugar. Nýta má handavinnu og tónlist (ásláttarhljóðfæri) til þess að brjóta upp námið. Þá þarf að samþætta kennslu í lestri og stærðfræði áhugasviðum nemendanna. Mikilvægt er að sá sem leiðir slíka bekki tryggi að það sé ekki síður skemmtilegt að vera í bekk með virku börnunum en þeim rólegri. Laugardaginn 1. apríl birtist í Fréttatímanum afar áhugavert viðtal við Hlín Magnúsdóttur, sérkennara í Norðlingaskóla, um það hvernig hún leiðir skemmtilegt starf í bekk fyrir nemendur sem greindir hafa verið með ADHD. Það ætti að skipuleggja við hvern grunnskóla sérbekki með sérþarfir nemenda í huga eða nýta heppilegan bekk í nærliggjandi skóla í hverfinu. Skólarnir þurfa að hluta að vera sérhæfðir. Í stað þess að aðgreina einstaka nemendur með sérþarfir frá öðrum nemendum í sama bekk þarf að mynda bekki þar sem allir nemendur bekkjarins geta lært sér til gagns samtímis án aðgreiningar. Þannig myndast samheldni í bekknum og nemendum líður vel. Mikill meirihluti nema getur lært sér til gagns í bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Minnihluti barna getur ekki lagað sig að kennsluaðferðum og bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Veita verður þessum börnum tækifæri til þess að vera í bekk við hæfi, hvort sem sá bekkur er skipulagður í heimaskóla, öðrum skóla í viðkomandi hverfi eða öðrum bæjarhluta samanber Klettaskóla, sem er sérskóli en þó með sérbekk við Árbæjarskóla.Höfundur er eðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið sem bar nafnið: Hvað skýrir lélegan árangur íslenskra grunnskólanema? Í greininni kom fram að á Íslandi er fjöldi nema 9,5 á hvern kennara samanborið við 13 nema á hvern kennara í OECD-löndum. Þá var þessum spurningum varpað fram: Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, lesskilningi, stærðfræði og raungreinum, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri? Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenska skólakerfisins rangar? Ég ályktaði að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfði mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“, þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði.Skóli aðgreiningar Framkvæmd stefnu um „skóla án aðgreiningar“ hefur þróast upp í andhverfu sína; skóla aðgreiningar. Fjárveitingarlíkön grunnskólanna verðlauna skólastjórnendur með viðbótarfjárveitingum fyrir að greina sem flesta nema með sérþarfir, sem hefur leitt til þess að sjötti hver nemandi í grunnskólum á Íslandi er greindur með sérþarfir. Þetta er mun hærra hlutfall en í öðrum Evrópulöndum. Þá eru þessir nemar aðgreindir frá öðrum nemum í bekknum með því að þeim fylgja stuðningsfulltrúar og sérkennarar inn í bekkina eða þeir eru teknir út úr tímum til sérkennslu. Skýrari getur aðgreiningin ekki orðið.Bekkir án aðgreiningar Þeir sem hafa horft á sjónvarpsþætti frá BBC um lífið á jörðinni vita að það er í eðli afkvæma allra spendýra að hreyfa sig mikið og leika sér. Það er ekki sjúkdómur að hafa mikla hreyfiþörf. Það er ekki til marks um heimsku að geta ekki setið kyrr í skólastofu í marga tíma á dag. Í stað þess að sjúkdómsgera (of)virkni og aðgreina virk börn frá öðrum þarf að mynda bekki sem hæfa þessum börnum. Bekki þar sem hlutur hreyfingar og verklegrar kennslu er meiri en í öðrum bekkjum. Hreyfinguna má skipuleggja í samvinnu við íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og sundlaugar. Nýta má handavinnu og tónlist (ásláttarhljóðfæri) til þess að brjóta upp námið. Þá þarf að samþætta kennslu í lestri og stærðfræði áhugasviðum nemendanna. Mikilvægt er að sá sem leiðir slíka bekki tryggi að það sé ekki síður skemmtilegt að vera í bekk með virku börnunum en þeim rólegri. Laugardaginn 1. apríl birtist í Fréttatímanum afar áhugavert viðtal við Hlín Magnúsdóttur, sérkennara í Norðlingaskóla, um það hvernig hún leiðir skemmtilegt starf í bekk fyrir nemendur sem greindir hafa verið með ADHD. Það ætti að skipuleggja við hvern grunnskóla sérbekki með sérþarfir nemenda í huga eða nýta heppilegan bekk í nærliggjandi skóla í hverfinu. Skólarnir þurfa að hluta að vera sérhæfðir. Í stað þess að aðgreina einstaka nemendur með sérþarfir frá öðrum nemendum í sama bekk þarf að mynda bekki þar sem allir nemendur bekkjarins geta lært sér til gagns samtímis án aðgreiningar. Þannig myndast samheldni í bekknum og nemendum líður vel. Mikill meirihluti nema getur lært sér til gagns í bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Minnihluti barna getur ekki lagað sig að kennsluaðferðum og bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Veita verður þessum börnum tækifæri til þess að vera í bekk við hæfi, hvort sem sá bekkur er skipulagður í heimaskóla, öðrum skóla í viðkomandi hverfi eða öðrum bæjarhluta samanber Klettaskóla, sem er sérskóli en þó með sérbekk við Árbæjarskóla.Höfundur er eðlisfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar