Bekkir án aðgreiningar í stað skóla án aðgreiningar Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 31. maí 2017 07:00 Undirritaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið sem bar nafnið: Hvað skýrir lélegan árangur íslenskra grunnskólanema? Í greininni kom fram að á Íslandi er fjöldi nema 9,5 á hvern kennara samanborið við 13 nema á hvern kennara í OECD-löndum. Þá var þessum spurningum varpað fram: Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, lesskilningi, stærðfræði og raungreinum, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri? Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenska skólakerfisins rangar? Ég ályktaði að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfði mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“, þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði.Skóli aðgreiningar Framkvæmd stefnu um „skóla án aðgreiningar“ hefur þróast upp í andhverfu sína; skóla aðgreiningar. Fjárveitingarlíkön grunnskólanna verðlauna skólastjórnendur með viðbótarfjárveitingum fyrir að greina sem flesta nema með sérþarfir, sem hefur leitt til þess að sjötti hver nemandi í grunnskólum á Íslandi er greindur með sérþarfir. Þetta er mun hærra hlutfall en í öðrum Evrópulöndum. Þá eru þessir nemar aðgreindir frá öðrum nemum í bekknum með því að þeim fylgja stuðningsfulltrúar og sérkennarar inn í bekkina eða þeir eru teknir út úr tímum til sérkennslu. Skýrari getur aðgreiningin ekki orðið.Bekkir án aðgreiningar Þeir sem hafa horft á sjónvarpsþætti frá BBC um lífið á jörðinni vita að það er í eðli afkvæma allra spendýra að hreyfa sig mikið og leika sér. Það er ekki sjúkdómur að hafa mikla hreyfiþörf. Það er ekki til marks um heimsku að geta ekki setið kyrr í skólastofu í marga tíma á dag. Í stað þess að sjúkdómsgera (of)virkni og aðgreina virk börn frá öðrum þarf að mynda bekki sem hæfa þessum börnum. Bekki þar sem hlutur hreyfingar og verklegrar kennslu er meiri en í öðrum bekkjum. Hreyfinguna má skipuleggja í samvinnu við íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og sundlaugar. Nýta má handavinnu og tónlist (ásláttarhljóðfæri) til þess að brjóta upp námið. Þá þarf að samþætta kennslu í lestri og stærðfræði áhugasviðum nemendanna. Mikilvægt er að sá sem leiðir slíka bekki tryggi að það sé ekki síður skemmtilegt að vera í bekk með virku börnunum en þeim rólegri. Laugardaginn 1. apríl birtist í Fréttatímanum afar áhugavert viðtal við Hlín Magnúsdóttur, sérkennara í Norðlingaskóla, um það hvernig hún leiðir skemmtilegt starf í bekk fyrir nemendur sem greindir hafa verið með ADHD. Það ætti að skipuleggja við hvern grunnskóla sérbekki með sérþarfir nemenda í huga eða nýta heppilegan bekk í nærliggjandi skóla í hverfinu. Skólarnir þurfa að hluta að vera sérhæfðir. Í stað þess að aðgreina einstaka nemendur með sérþarfir frá öðrum nemendum í sama bekk þarf að mynda bekki þar sem allir nemendur bekkjarins geta lært sér til gagns samtímis án aðgreiningar. Þannig myndast samheldni í bekknum og nemendum líður vel. Mikill meirihluti nema getur lært sér til gagns í bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Minnihluti barna getur ekki lagað sig að kennsluaðferðum og bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Veita verður þessum börnum tækifæri til þess að vera í bekk við hæfi, hvort sem sá bekkur er skipulagður í heimaskóla, öðrum skóla í viðkomandi hverfi eða öðrum bæjarhluta samanber Klettaskóla, sem er sérskóli en þó með sérbekk við Árbæjarskóla.Höfundur er eðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið sem bar nafnið: Hvað skýrir lélegan árangur íslenskra grunnskólanema? Í greininni kom fram að á Íslandi er fjöldi nema 9,5 á hvern kennara samanborið við 13 nema á hvern kennara í OECD-löndum. Þá var þessum spurningum varpað fram: Hvað getur skýrt að enskir nemar ná betri árangri en íslenskir í öllum þáttum PISA-könnunar, lesskilningi, stærðfræði og raungreinum, þó að tilkostnaðurinn sé helmingi lægri? Eru enskir nemar greindari en íslenskir nemendur, eru enskir kennarar betri og duglegri en íslenskir kennarar eða eru áherslur og skipulag íslenska skólakerfisins rangar? Ég ályktaði að vandinn liggi m.a. í áherslum og skipulagi íslenska skólakerfisins, áherslum í kennaranámi og áherslum og skipulagi skólanna. Áherslan hefur verið á „skóla án aðgreiningar“ þar sem nemendur með mjög mismunandi þarfir, getu og áhugasvið hafa verið settir saman í einn bekk í sama skóla. Leyfði mér að leggja til aðra áherslu, „skóli við hæfi hvers nema“, þar sem leitast er við að koma hverjum nema fyrir í bekk sem hæfir hans þörfum, getu og áhugasviði.Skóli aðgreiningar Framkvæmd stefnu um „skóla án aðgreiningar“ hefur þróast upp í andhverfu sína; skóla aðgreiningar. Fjárveitingarlíkön grunnskólanna verðlauna skólastjórnendur með viðbótarfjárveitingum fyrir að greina sem flesta nema með sérþarfir, sem hefur leitt til þess að sjötti hver nemandi í grunnskólum á Íslandi er greindur með sérþarfir. Þetta er mun hærra hlutfall en í öðrum Evrópulöndum. Þá eru þessir nemar aðgreindir frá öðrum nemum í bekknum með því að þeim fylgja stuðningsfulltrúar og sérkennarar inn í bekkina eða þeir eru teknir út úr tímum til sérkennslu. Skýrari getur aðgreiningin ekki orðið.Bekkir án aðgreiningar Þeir sem hafa horft á sjónvarpsþætti frá BBC um lífið á jörðinni vita að það er í eðli afkvæma allra spendýra að hreyfa sig mikið og leika sér. Það er ekki sjúkdómur að hafa mikla hreyfiþörf. Það er ekki til marks um heimsku að geta ekki setið kyrr í skólastofu í marga tíma á dag. Í stað þess að sjúkdómsgera (of)virkni og aðgreina virk börn frá öðrum þarf að mynda bekki sem hæfa þessum börnum. Bekki þar sem hlutur hreyfingar og verklegrar kennslu er meiri en í öðrum bekkjum. Hreyfinguna má skipuleggja í samvinnu við íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og sundlaugar. Nýta má handavinnu og tónlist (ásláttarhljóðfæri) til þess að brjóta upp námið. Þá þarf að samþætta kennslu í lestri og stærðfræði áhugasviðum nemendanna. Mikilvægt er að sá sem leiðir slíka bekki tryggi að það sé ekki síður skemmtilegt að vera í bekk með virku börnunum en þeim rólegri. Laugardaginn 1. apríl birtist í Fréttatímanum afar áhugavert viðtal við Hlín Magnúsdóttur, sérkennara í Norðlingaskóla, um það hvernig hún leiðir skemmtilegt starf í bekk fyrir nemendur sem greindir hafa verið með ADHD. Það ætti að skipuleggja við hvern grunnskóla sérbekki með sérþarfir nemenda í huga eða nýta heppilegan bekk í nærliggjandi skóla í hverfinu. Skólarnir þurfa að hluta að vera sérhæfðir. Í stað þess að aðgreina einstaka nemendur með sérþarfir frá öðrum nemendum í sama bekk þarf að mynda bekki þar sem allir nemendur bekkjarins geta lært sér til gagns samtímis án aðgreiningar. Þannig myndast samheldni í bekknum og nemendum líður vel. Mikill meirihluti nema getur lært sér til gagns í bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Minnihluti barna getur ekki lagað sig að kennsluaðferðum og bekk sem hæfir „meðalbarninu“. Veita verður þessum börnum tækifæri til þess að vera í bekk við hæfi, hvort sem sá bekkur er skipulagður í heimaskóla, öðrum skóla í viðkomandi hverfi eða öðrum bæjarhluta samanber Klettaskóla, sem er sérskóli en þó með sérbekk við Árbæjarskóla.Höfundur er eðlisfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar