Hættulegur afleikur í uppsiglingu Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar 10. maí 2017 07:00 Fyrirhugaðri yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla hefur verið harðlega mótmælt, bæði af kennurum og nemendum. Hagsmunir þeirra verða þó látnir liggja á milli hluta í þessari grein. Hér verður heldur ekki fjallað um þá staðreynd að kennarar höfðu ekki hugmynd um að verið væri að vinna að þessari yfirtöku fyrr en fréttir af henni láku í fjölmiðla 4. maí, þó að kapp sé lagt á að hún eigi sér formlega stað 1. júní næstkomandi. Allt er þetta með ólíkindum en verst af öllu er þó að við blasir viðvarandi stefnuleysi og fúsk í menntamálum sem er þjóðinni dýrkeypt.Markmið breytinga Enginn vafi leikur á því að sameining stofnana á borð við skóla kann að vera skynsamlegur kostur. Allir hljóta að vera sammála um að það ber að fara vel með fé í skólakerfinu sem og annars staðar. Því er óskiljanlegt að ekki liggi fyrir skýr stefna þar sem allir framhaldsskólar landsins eru undir svo að unnt sé að ræða á faglegan hátt hvernig bregðast megi við fækkun nemenda – fækkun sem reyndar er svo tímabundin að innan 5-7 ára verður full þörf fyrir öll nemendarými og meira til. Þetta eru helstu rökin og jafnvel þau einu sem kynnt hafa verið fyrir yfirtökunni og verða þau að teljast furðu lítilvæg í ljósi þeirrar grundvallarbreytingar sem hér er um að ræða. Aðrir sameiningarkostir virðast mun augljósari. Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Tækniskólinn eru nefnilega ólíkar stofnanir, ekki síst vegna þess að FÁ er ríkisskóli en TS er einkarekinn skóli í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Með yfirtökunni er þannig verið að einkavæða einn af stærstu framhaldsskólum landsins án þess að um það hafi átt að fara fram nokkur umræða.Úrlausnarefni í skólakerfinu Löngu er tímabært að hefja samræðu um menntamál upp fyrir reiknilíkön sem rúma aðeins krónur og aura og búa ekki yfir neinum dálkum þar sem pláss er fyrir fólk. Mun brýnni úrlausnarefni liggja fyrir. Reglulega berast fréttir af vandræðalegri stöðu íslenska menntakerfisins í alþjóðlegu samhengi og hafa aðrir fjallað ítarlega um það. Við sjónum okkar allra sem starfað höfum lengi við kennslu blasir gjörbreytt staða á öllum skólastigum sem birtist ekki síst í vanlíðan ungs fólks, þunglyndi og kvíða. Við þessu er reynt að bregðast í skólunum án mikils skilnings frá yfirvöldum menntamála. Í FÁ hefur verið byggð upp skólamenning sem felst í því að mismuna ekki nemendum heldur bjóða alla velkomna og reyna að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur. Slík menning er hins vegar einskis metin í kerfi sem byggir á því að koma öllum eins hratt og auðið er í gegn. Það fé sem sparast með nýlegri styttingu framhaldsskólans í þrjú ár skilar sér ekki til eflingar skólastarfs eins og til stóð. Önnur sjónarmið en þau sem varða menntamál ráða för. Höfnum markaðsvæðingu menntunar sem er enn ein birtingarmynd vaxandi mismununar í íslensku samfélagi. Stöndum vörð um mannauð skólanna og nýtum hann til góðra verka. Handahófsákvarðanir eru hættulegar og afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar fyrir stóra hópa fólks, jafnvel samfélagið allt. Ræðum heildarmynd menntamála og verum óhrædd við að leyfa ólíkum sjónarmiðum að takast á. Leggjum fram rök og leyfum umræðu. Annað sæmir ekki í lýðræðisþjóðfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðri yfirtöku Tækniskólans á Fjölbrautaskólanum við Ármúla hefur verið harðlega mótmælt, bæði af kennurum og nemendum. Hagsmunir þeirra verða þó látnir liggja á milli hluta í þessari grein. Hér verður heldur ekki fjallað um þá staðreynd að kennarar höfðu ekki hugmynd um að verið væri að vinna að þessari yfirtöku fyrr en fréttir af henni láku í fjölmiðla 4. maí, þó að kapp sé lagt á að hún eigi sér formlega stað 1. júní næstkomandi. Allt er þetta með ólíkindum en verst af öllu er þó að við blasir viðvarandi stefnuleysi og fúsk í menntamálum sem er þjóðinni dýrkeypt.Markmið breytinga Enginn vafi leikur á því að sameining stofnana á borð við skóla kann að vera skynsamlegur kostur. Allir hljóta að vera sammála um að það ber að fara vel með fé í skólakerfinu sem og annars staðar. Því er óskiljanlegt að ekki liggi fyrir skýr stefna þar sem allir framhaldsskólar landsins eru undir svo að unnt sé að ræða á faglegan hátt hvernig bregðast megi við fækkun nemenda – fækkun sem reyndar er svo tímabundin að innan 5-7 ára verður full þörf fyrir öll nemendarými og meira til. Þetta eru helstu rökin og jafnvel þau einu sem kynnt hafa verið fyrir yfirtökunni og verða þau að teljast furðu lítilvæg í ljósi þeirrar grundvallarbreytingar sem hér er um að ræða. Aðrir sameiningarkostir virðast mun augljósari. Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Tækniskólinn eru nefnilega ólíkar stofnanir, ekki síst vegna þess að FÁ er ríkisskóli en TS er einkarekinn skóli í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Með yfirtökunni er þannig verið að einkavæða einn af stærstu framhaldsskólum landsins án þess að um það hafi átt að fara fram nokkur umræða.Úrlausnarefni í skólakerfinu Löngu er tímabært að hefja samræðu um menntamál upp fyrir reiknilíkön sem rúma aðeins krónur og aura og búa ekki yfir neinum dálkum þar sem pláss er fyrir fólk. Mun brýnni úrlausnarefni liggja fyrir. Reglulega berast fréttir af vandræðalegri stöðu íslenska menntakerfisins í alþjóðlegu samhengi og hafa aðrir fjallað ítarlega um það. Við sjónum okkar allra sem starfað höfum lengi við kennslu blasir gjörbreytt staða á öllum skólastigum sem birtist ekki síst í vanlíðan ungs fólks, þunglyndi og kvíða. Við þessu er reynt að bregðast í skólunum án mikils skilnings frá yfirvöldum menntamála. Í FÁ hefur verið byggð upp skólamenning sem felst í því að mismuna ekki nemendum heldur bjóða alla velkomna og reyna að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur. Slík menning er hins vegar einskis metin í kerfi sem byggir á því að koma öllum eins hratt og auðið er í gegn. Það fé sem sparast með nýlegri styttingu framhaldsskólans í þrjú ár skilar sér ekki til eflingar skólastarfs eins og til stóð. Önnur sjónarmið en þau sem varða menntamál ráða för. Höfnum markaðsvæðingu menntunar sem er enn ein birtingarmynd vaxandi mismununar í íslensku samfélagi. Stöndum vörð um mannauð skólanna og nýtum hann til góðra verka. Handahófsákvarðanir eru hættulegar og afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar fyrir stóra hópa fólks, jafnvel samfélagið allt. Ræðum heildarmynd menntamála og verum óhrædd við að leyfa ólíkum sjónarmiðum að takast á. Leggjum fram rök og leyfum umræðu. Annað sæmir ekki í lýðræðisþjóðfélagi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar