Óskað eftir sjónarmiðum almennings vegna samruna Fjarskipta og 365 miðla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 10:35 Höfuðstöðvar 365 miðla hf. í Skaftahlíð. Vísir/Anton Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja vegna fyrirhugaðs samruna Fjarskipta hf. (Vodafone) og 365 miðla hf. Eftirlitið rannsakar nú samkeppnisleg áhrif samrunans. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að „[þ]ar sem um er að ræða samruna sem geti varðað almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja í þágu rannsóknarinnar.“ Hefur eftirlitið birt samrunatilkynningu málsins svo allir hafi kost á því að kynna sér samrunann. Tilkynningin er birt á vefsíðu eftirlitsins og er hún birt án trúnaðarupplýsinga.Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirrituðu samninginn í mars síðastliðnum.Vísir/VilhelmEftirlitið hefur einnig sent beiðni um umsögn og upplýsingar til fyrirtækja á þeim mörkuðum sem Fjarskipti og 365 miðlar starfa á. Þá hefur eftirlitið einnig óskað umsagnar frá opinberum stofnunum sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og fjarskipti. Óskar Samkeppniseftirlitið að sjónarmið og gögn frá almenningi, fyrirtækjum og opinberum stofnunum berist eigi síðar en 26. maí en nálgast má eyðublöð á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.Kaup Fjarskipta á á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru undirrituð í mars síðastliðnum.Frá og með 28. apríl byrjuðu frestir Samkeppniseftirlitsins til að rannsaka samrunann að líða eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst eftirlitinu. Frá þeim degi hefur Samkeppniseftirlitið 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07 Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56
Vodafone vill kaupa ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 Fjarskipti hf. og 365 miðlar hf. hafa undirritað samkomulag um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup á eignum og rekstri ljósvakamiðla og fjarskiptaþjónustu 365 miðla hf. 31. ágúst 2016 09:07
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent