Lewis Hamilton vann á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2017 13:41 Lewis Hamilton var fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni. Hamilton var örlítið hægari af stað. Kimi Raikkonen og Max Verstappen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Verstappen komst inn á þjónustusvæðið til að hætta keppni en Raikkonen stöðvaði bílinn utan brautar með fjöðrunina hægra megin að framan mölbrotna. Heimsmeistarakeppni ökumanna er orðinn afar spennandi. Munurinn á Hamilton og Vettel er sex stig. Liðsfélagar beggja duttu út. Vettel setti í botn strax í byrjun og myndaði sér gott forskot. Eftir þrjá hringi var hann kominn með rúmlega tveggja sekúndna forskot. Alonso sem átti eina bestu tímatöku ferilsins í gær ræsti sjöundi. Hann lenti í samstuði við Felipe Massa á Williams í fyrstu beygju og tapaði fjórum sætum við það að fara yfir mölina. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 14. hring og tók aftur mjúk dekk undir. Hamilton var á meðan að setja hraðasta hring keppninnar. Vettel svaraði svo á sínum fyrsta hring á nýjum dekkjum. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 21. hring og fékk hörðu dekkin undir. Hamilton kom út á brautina aftur um átta sekúndum á eftir Vettel sem hafði ekið afar vel á nýju dekkjunum þá 7 hringi sem hann hafði á meðan Hamilton var á slitnum dekkjum.Fernando Alonso átti ekki góðan dag í dag eftir magnaða tímatöku í gær.Vísir/GettyValtteri Bottas átt eftir að taka þjónustuhlé og Vettel var búinn að ná honum. Hamilton nálgaðist óðfluga á meðan Vettel tapaði tíma fyrir aftan Bottas. Vettel komst svo fram úr Bottas á dramatískan hátt á 25. hring og gat þá reynt að aka aðeins hraðar til að mynda bil á milli sín og Hamilton. Vettel átti eftir að taka undir meðal-hörðu dekkin. Stafræni öryggisbíllinn var virkjaður á 35. hring þegar Stoffel Vandoorne á McLaren keyrði á Massa í fyrstu beygju. Vandoorne virtist hreinlega ekki sjá Massa. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 37. hring og fékk mjúku dekkin undir, hann ætlaði að nýta sér stafræða öryggisbílinn en hann var óvirkjaður meðan Hamilton var að aka inn á svæðið. Vettel svaraði á næsta hring og fékk meðal-hörðu dekkin undir. Þegar Vettel kom út á brautina aftur voru þeir jafnir í gegnum fyrstu beygju og skullu saman. Baráttan um forystuna var rosaleg. Eldur fór að loga í Mercedes bíl Bottas á 40. hring og Bottas var þar með úr leik. Við það færðist Daniel Ricciardo á Red Bull upp í þriðja sætið. Hamilton tók fram úr Vettel á ráskaflanum á 43. hring. Hamilton var hins vegar á mjúkum dekkjum og þau endast ekki eins lengi og meðal-hörðu dekkin sem voru undir hjá Vettel. Vettel hóf að sækja á Hamilton undir lok 59. hrings. Bilið var þá 3,5 sekúndur og Vettel var fljótur að saxa á forskot Hamilton. Vettel reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Hamilton kom fyrstur í mark. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. Vettel stal forystunni strax í ræsingunni. Hamilton var örlítið hægari af stað. Kimi Raikkonen og Max Verstappen lentu í samstuði í fyrstu beygju. Verstappen komst inn á þjónustusvæðið til að hætta keppni en Raikkonen stöðvaði bílinn utan brautar með fjöðrunina hægra megin að framan mölbrotna. Heimsmeistarakeppni ökumanna er orðinn afar spennandi. Munurinn á Hamilton og Vettel er sex stig. Liðsfélagar beggja duttu út. Vettel setti í botn strax í byrjun og myndaði sér gott forskot. Eftir þrjá hringi var hann kominn með rúmlega tveggja sekúndna forskot. Alonso sem átti eina bestu tímatöku ferilsins í gær ræsti sjöundi. Hann lenti í samstuði við Felipe Massa á Williams í fyrstu beygju og tapaði fjórum sætum við það að fara yfir mölina. Vettel kom inn á þjónustusvæðið á 14. hring og tók aftur mjúk dekk undir. Hamilton var á meðan að setja hraðasta hring keppninnar. Vettel svaraði svo á sínum fyrsta hring á nýjum dekkjum. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 21. hring og fékk hörðu dekkin undir. Hamilton kom út á brautina aftur um átta sekúndum á eftir Vettel sem hafði ekið afar vel á nýju dekkjunum þá 7 hringi sem hann hafði á meðan Hamilton var á slitnum dekkjum.Fernando Alonso átti ekki góðan dag í dag eftir magnaða tímatöku í gær.Vísir/GettyValtteri Bottas átt eftir að taka þjónustuhlé og Vettel var búinn að ná honum. Hamilton nálgaðist óðfluga á meðan Vettel tapaði tíma fyrir aftan Bottas. Vettel komst svo fram úr Bottas á dramatískan hátt á 25. hring og gat þá reynt að aka aðeins hraðar til að mynda bil á milli sín og Hamilton. Vettel átti eftir að taka undir meðal-hörðu dekkin. Stafræni öryggisbíllinn var virkjaður á 35. hring þegar Stoffel Vandoorne á McLaren keyrði á Massa í fyrstu beygju. Vandoorne virtist hreinlega ekki sjá Massa. Hamilton kom inn á þjónustusvæðið á 37. hring og fékk mjúku dekkin undir, hann ætlaði að nýta sér stafræða öryggisbílinn en hann var óvirkjaður meðan Hamilton var að aka inn á svæðið. Vettel svaraði á næsta hring og fékk meðal-hörðu dekkin undir. Þegar Vettel kom út á brautina aftur voru þeir jafnir í gegnum fyrstu beygju og skullu saman. Baráttan um forystuna var rosaleg. Eldur fór að loga í Mercedes bíl Bottas á 40. hring og Bottas var þar með úr leik. Við það færðist Daniel Ricciardo á Red Bull upp í þriðja sætið. Hamilton tók fram úr Vettel á ráskaflanum á 43. hring. Hamilton var hins vegar á mjúkum dekkjum og þau endast ekki eins lengi og meðal-hörðu dekkin sem voru undir hjá Vettel. Vettel hóf að sækja á Hamilton undir lok 59. hrings. Bilið var þá 3,5 sekúndur og Vettel var fljótur að saxa á forskot Hamilton. Vettel reyndi hvað hann gat en allt kom fyrir ekki. Hamilton kom fyrstur í mark.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. 13. maí 2017 12:54
Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti