Að pissa í skóinn sinn Logi Einarsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undanbrögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð. Síðasta haust voru framhaldsskólarnir plataðir til að sættast á styttingu úr fjórum árum í þrjú undir því yfirskini að það ætti að styrkja fjárhagsgrunn þeirra. Fyrrverandi menntamálaráðherra sór að við þetta yrði staðið en nýr ráðherra hefur nokkrum mánuðum síðar gengið hraustlega á bak orða forvera síns. Í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar sagði um styttingu framhaldsskólans: „Áætlunin gerir ráð fyrir að allur sá sparnaður sem muni falla vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhaldsskólastigið enn frekar.“ Í nýrri fjármálaáætlun sem bíður samþykktar þingsins er öllu snúið á haus: „Eins og í fyrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að umtalsverður sparnaður komi fram í framhaldsskólakerfinu vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú og sá sparnaður endurspeglast í lægri framlögum til málefnasviðsins.“ Sem sagt, á nokkrum mánuðum hafa fyrirheitin verið svikin. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar (bls. 265) er sérstaklega tekið fram að langvarandi aðhald í fjárheimildum framhaldsskóla hafi sett mark sitt á starfsemi og rekstrarstöðu þeirra. Undirfjármögnun hafi bitnað á gæðum kennslu og námsframboði. Hvorki hafi verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu né endurnýja búnað og kennslutæki. Eftir slíka klausu mætti gera ráð fyrir að í kjölfarið fylgdu upplýsingar um stórauknar fjárheimildir sem gerðu skólunum kleift að bæta stöðuna svo um munaði, en svo er ekki, þvert á móti. Áætlað er að yfir 600 milljónir hverfi út úr framhaldsskólakerfinu til ársins 2022, á gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Nær væri að spýta hraustlega í, að minnsta kosti standa við gefin loforð. Það þarf að búa íslenskt samfélag undir stórkostlegar breytingar í atvinnuháttum, samfara tæknibyltingu sjálfvæðingar, tölvu og gervigreindar, sem er framundan. Þar mun aukin og bætt menntun landsmanna leika algjört lykilhlutverk.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undanbrögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð. Síðasta haust voru framhaldsskólarnir plataðir til að sættast á styttingu úr fjórum árum í þrjú undir því yfirskini að það ætti að styrkja fjárhagsgrunn þeirra. Fyrrverandi menntamálaráðherra sór að við þetta yrði staðið en nýr ráðherra hefur nokkrum mánuðum síðar gengið hraustlega á bak orða forvera síns. Í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar sagði um styttingu framhaldsskólans: „Áætlunin gerir ráð fyrir að allur sá sparnaður sem muni falla vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhaldsskólastigið enn frekar.“ Í nýrri fjármálaáætlun sem bíður samþykktar þingsins er öllu snúið á haus: „Eins og í fyrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að umtalsverður sparnaður komi fram í framhaldsskólakerfinu vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú og sá sparnaður endurspeglast í lægri framlögum til málefnasviðsins.“ Sem sagt, á nokkrum mánuðum hafa fyrirheitin verið svikin. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar (bls. 265) er sérstaklega tekið fram að langvarandi aðhald í fjárheimildum framhaldsskóla hafi sett mark sitt á starfsemi og rekstrarstöðu þeirra. Undirfjármögnun hafi bitnað á gæðum kennslu og námsframboði. Hvorki hafi verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu né endurnýja búnað og kennslutæki. Eftir slíka klausu mætti gera ráð fyrir að í kjölfarið fylgdu upplýsingar um stórauknar fjárheimildir sem gerðu skólunum kleift að bæta stöðuna svo um munaði, en svo er ekki, þvert á móti. Áætlað er að yfir 600 milljónir hverfi út úr framhaldsskólakerfinu til ársins 2022, á gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Nær væri að spýta hraustlega í, að minnsta kosti standa við gefin loforð. Það þarf að búa íslenskt samfélag undir stórkostlegar breytingar í atvinnuháttum, samfara tæknibyltingu sjálfvæðingar, tölvu og gervigreindar, sem er framundan. Þar mun aukin og bætt menntun landsmanna leika algjört lykilhlutverk.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun