Akureyrarbær virkur þátttakandi í norðurslóðasamstarfi Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 15. maí 2017 11:15 Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur mikil vinna við að efla Akureyrarbæ sem miðstöð norðurslóða á Íslandi skilað bænum sérstöðu í málaflokki sem verður æ fyrirferðarmeiri í alþjóðastjórnmálum. Raunar er það svo að Akureyrarbær myndi vilja leggja miklu meira af mörkum í málefnum norðurslóða enda gríðarlegt hagsmunamál fyrir bæinn að þessi mál séu á dagskrá. Nýverið barst Akureyrarbæ formlegt boð frá CNARC kínversk-norrænu heimskautarannsóknarmiðstöðinni um að fulltrúar bæjarins tækju þátt í hringborðsumræðum á ráðstefnu á vegum miðstöðvarinnar í Dalian í Kína nú í maí. Bæjarráð tók jákvætt í erindið og telur mikilvægt að fulltrúar Akureyrarbæjar taki þátt í norðurslóðasamstarfi til að viðhalda sterkri stöðu bæjarins á því sviði. Í framhaldi af afgreiðslu bæjarráðs barst Akureyrarbæ formlegt boð frá Heimskautastofnun Kína og frá bæjarstjórn Lingang þar sem stofnunin er með sínar höfuðstöðvar um að bæjarstjórinn á Akureyri verði einn af aðalræðumönnum í hringborði ráðstefnunnar sem fjallar m.a. um samskipti Kína og Norðurlanda um siglingaleiðina um norðuríshafið. Fulltrúum frá íslensku utanríkisþjónustunni, íslenskum fyrirtækjum á sviði fraktsiglinga og norðurslóðamála á Íslandi er einnig boðið til ráðstefnunnar og munu margir þeirra mæta. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands, mun verða einn af aðalgestum ráðstefnunnar. Ástæða boðsins til Akureyrarbæjar er m.a. hið mikilvæga hlutverk sem Akureyri hefur sem miðstöð norðurslóða á Íslandi og vegna mikilvægra samskipta Akureyrarbæjar við Heimskautastofnun Kína um norðurslóðamál. Heimskautastofnun Kína leiðir m.a. rannsóknarverkefnið á Kárhóli í Reykjadal og var í forsvari fyrir komu Sædrekans til Akureyrar árið 2012. Þá hafa samskipti Akureyrarbæjar og stofnana þess við Kína verið nokkur á undaförnum árum og hafa fjölmennar sendinefndir Kínverja heimsótt Akureyri og er skemmst að minnast komu ráðherra úr ríkisstjórn landsins til Akureyrar síðastliðið haust. Í boðsbréfunum til bæjarstjórans á Akureyri og bæjarstjórnar var Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Hafnarsamlagi Norðurlands, Norðurorku og Háskólanum á Akureyri einnig boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna og í heimsókn til Dalian og Lingang. Í Lingang, sem er borgarhluti í Sjanghai, hefur Heimskautastofnunin höfuðstöðvar sínar sem og Háskólinn í Sjanghai þar sem fram fer mjög öflugt nám í sjávarútvegsfræðum. Akureyrarbær hefur ákveðið að þiggja boðið og verður sendinefnd Akureyrarbæjar skipuð bæjarstjóra og aðstoðarmanni, einum fulltrúa meiri- og minnihluta í bæjarstjórn, fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og framkvæmdastjóra, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands, einum fulltrúa meiri- og minnihluta Akureyrarbæjar í stjórn Norðurorku ásamt framkvæmdastjóra og rektor Háskólans á Akureyri alls tólf einstaklingum frá fimm aðilum. Heildarkostnaður ferðarinnar er um kr. 2.2 milljónir eða um kr. 200 þús á hvern einstakling. Einnig verða með í för fulltrúi frá RANNÍS og Arctic Portal. Stofnanir eins og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Hafnarsamlag Norðurlands, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri fá tækifæri til að miðla sinni þekkingu á þeim sviðum sem tengjast norðurslóðum. Alþjóðasamstarf sem þetta styrkir einnig þessar stofnanirnar og þar með atvinnulíf í Eyjafirði. Mikilvægt er að Akureyrarbær styðji við sínar lykilstofnanir í norðurslóðasamstarfi sem og nýti þau tækifæri sem bjóðast til að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins í þessum efnum á framfæri. Við verðum að sinna því hlutverki vel ef bærinn ætlar að vera þátttakandi í alþjóðlegu norðurslóðasamstarfi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun