Mér segir svo hugur að … Gunnar Jóhannesson skrifar 15. maí 2017 11:15 ... „Þú getur ekki verið ástfangin af stúlku nema í hinum lægsta dýrslega skilningi ef þú veist (og ert meðvitaður um) að öll hennar fegurð, bæði persónuleiki hennar og eðli, er ekkert annað en tímabundin og tilviljanakend afleiðing af árekstri atóma; og að hrifningin sem þú upplifir er í raun lítið annað en sálfræðileg viðbrögð sem eru skilyrt af því hvernig genin þín haga sér. Þú getur ekki haft raunverulega gleði af tónlist ef þú veist og hefur í huga að gildi hennar er hrein ranghugmynd, og að þú hrífst af henni eingöngu vegna þess að taugakerfi þitt er á órökréttan hátt skilyrt til þess.“ C.S. Lewis er ævinlega viðeigandi og íhugunarverður. Margir hafa tilhneygingu til að útskýra allt sem snertir Guð og trú með tilvísun til þróunar, og þar með til blinds efnislegs ferlis þegar allt kemur til alls. Þannig staðhæfir hinn þekkti guðleysingi Daniel Dennet að ástæðan fyrir því að við hrífumst af og metum það sem við gerum – allt frá sykri til fólks, peninga og tónlistar, kærleika og trúarbragða, – er einfaldlega þróun. Þar á bak við, og algerlega óháð því sem hrifning okkar beinist að, eru ástæður þróunar, sjálfstæðar og engu bundnar, og ákvarðaðar af náttúruvali. Það þykir mér heldur fátækleg og ömurleg sýn á manninn og eðli hans. Með öðrum orðum er trú, eða sá eiginleiki sem gerir okkur kleift að trúa á Guð, byggður inn í okkur. Hugsun, vilji eða ásetningur hefur ekkert þar að segja. Ástæðan, segja fræðingarnir, er að trú tengdist með beinum eða óbeinum hætti eiginleikum sem gerðu forfeðrum okkar lífsbaráttuna léttari og líklegri til árangurs. Og þess vegna finnst mörgum rök fyrir tilvist Guðs áhugaverð og heillandi enn þann dag í dag. En þau eru bara það – rök! Þau benda ekki til neins sem er raunverulegt. Trú (eins og allt annað) er bara taugaboð í heilanum á okkur, og algjörlega handan okkar stjórn. Hér er rétt að staldra við og spyrja hvort eitthvað sé ekki bogið við þetta? Er ekki mótsögn hér á ferð? Það sýnist mér. Guðleysinginn og þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins viðurkennir að sem afleiðing náttúruvals getum við ekki verið viss um að skynjum okkar og skilningur séu að öllu leyti áreiðanleg. Að standa vörð um sannar skoðanir sé jú alls ekki það sem þróun „lætur sig varða“, heldur hegðun sem er aðlagandi og til þess fallin að auka líkurnar á afkomu okkar. Undir það taka margir. Eins og náttúrúhyggjusinninn P. Churchland útskýrir „er meginverkefni heilans að koma hverjum líkamshluta svo fyrir að lífveran lifi af … Sannleikurinn, hvað sem hann annars er, hefur engu hlutverki að gegna“. Það má velta vöngum yfir því hvort Dawkins, Curchland, og skoðanasystkin þeirra geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta hefur – þ.e.a.s. að þróun sjái okkur eingöngu fyrir vitsmunum sem gera okkur hæfari í að komast af, en ekki vitsmunum sem gefa okkur sanna og áreiðanlega mynd af heiminum í kringum okkur. Í því samhengi eru ummæli Thomas Nagel, sem er þekktur guðleysingi og heimspekingur, afar lýsandi og áhugaverð. Nagel bendir á að til þess að vera viss um það sem heilinn segir okkur að sé raunverulegt verðum við að fylgja röklegum reglum – og ekki bara vegna þess að við séum líffræðilega skilyrt til þess, heldur vegna þess að þær séu sannar og áreiðanlegar. En af því að rökleg lögmál hafa ekkert með afkomu okkar að gera séu þau vita merkingarlaus ef við göngum út frá þeirri útskýringu á lífinu og tilverunni sem þróunarsaga guðleysisins og náttúruhyggjunnar bjóði uppá. Þess vegna höfum við enga ástæðu til að treysta á skynsemi okkar sem uppsprettu þekkingar. Í stuttu máli segja fræðingarnir að ef okkur þykir vit í að trúa á Guð sé það ekki vegna þess að hann er raunverulega til heldur vegna þess að sú sannfæring eða trú hefur frá því í fyrndinni hjálpað manninum að komast af. Þess vegna sé hún byggð inn í okkur! En hljótum við ekki þá að spyrja okkur spurningar sem ætti að blasa við öllum: En ef við getum ekki treyst á að vit okkar og skilningur, sem sjá okkur fyrir skoðunum okkar og trú, segi okkur sannleikann um Guð, hvers vegna skyldum við treysta því að þau segi okkur sannleikann um eitthvað yfirleitt, þar á meðal um guðleysi, nátturuhyggju og blinda þróun? Af hverju í ósköpunum ættu ein taugaboð að vera réttari eða sannari en önnur!? Ef vitsmunir okkar miðla einungis því sem þurfum að vita til að komast af, en ekki því sem raunverulega er satt, hvers vegna skyldum við treysta þeim? Í þessu er vandi guðleysisins og náttúruhyggjunnar meðal annars fólginn. – Og það er ekki litill vandi. Sjálfur Charles Darwin áttaði sig að því: „Sá efi sækir stöðugt á mig hvort sú sannfæring sem býr í huga mannsins – sem þróast hefur frá huga lægri dýra – er einhvers virði eða yfirleitt áreiðanleg. Mundi nokkur maður treysta á sannfæringu apans, ef einhverja sannfæringu er yfirleitt að finna í huga hans.“ Það er góð og gild spurning. Það virðist ekki ýkja skynsamlegt að gangast við þeirri kenningu að allt sé afleiðing náttúruvals og blinds efnislegs ferlis án merkingar og tilgangs. Ef það væri satt gætum við með engu móti treyst því sem sem hugur okkar og skilningur segja okkur að sé satt – og þar á meðal er jú það sem hugur okkar segir um sjálft guðleysið og náttúruhyggjuna. Og hugsaðu þér hvaða þýðingu það hefði ef það væri satt. Hvað þá með siðferði, kærleika, fegurð, réttlæti, og raunar hvað sem er. Allt sem „hugur okkar og hjarta“ segja okkur í þeim efnum (ef svo má að orði komast) er þá ekkert annað en afleiðing af efnafræðilegu ferli í heilanum á okkur til þess gert að viðhalda erfðaefni okkar. Þegar við tjáum einhverjum ást okkar, eða reiðumst yfir óréttlæti og ofbeldi, finnum til sektarkenndar, þá liggja ekki neinar raunverulegar tilfinningar þar að baki sem endurspegla „mig“. Það er ekki raunverulegt þegar allt kemur til alls. En ef það er satt, ef það er það eina sem er raunverulegt, þá gildir það vitanlega líka um það sem heili guðleysingjans og náttúrhyggjumannins miðlar honum um eðli veruleikans. Ekki satt! Ef röksemdarfærsla náttúruhyggjumannsins sannar eitthvað, þá sannar hún eiginlega allt of mikið. Ef við getum ekki treyst á vitsmuni okkar varðandi eitt hvers vegna skyldum við treysta á þá þegar kemur að öðru? Og ef Guð er ekki til – ef náttúruhyggjan er sönn – hvers vegna ættum að treysta á þá yfirleitt? En við gerum það, ekki satt!? Við treystum á þá. Og það gefur okkar góða ástæðu til að ætla að Guð sé til. Og af hverju ættum við þá ekki að taka röksemdarfærslur fyrir tilvist Guðs alvarlega? Af hverju ættum við ekki að líta á þær sem mikilvægar vísbendingar um eðli tilverunnar og það sem liggur handan hennar? Alheimurinn sem blasir við okkur, og við erum hluti af, er nefnilega ekki þess eðlis sem vænta má ef Guð er ekki til. Nei, þvert á móti. Við blasir alheimur sem hefur ekki alltaf verið til og á sér því upphaf og orsök handan hins efnislega og tímanlega, og býr þar að auki yfir öllum þeim mörgu og ótrúlega ströngu skilyrðum og óskiljanlega þröngu (og ólíklegu) lögmálsgildum sem verða að vera fyrir hendi til að líf geti komið fram og þrifist. Við mannfólkið búum ennfremur yfir meðvitund og skynsemi sem gerir okkur kleift að ígrunda eðli tilverunnar og stað okkar í henni. Við þráum og sækjumst eftir kærleika, fegurð og réttlæti sem ekkert í þessum heimi eða þessu lífi virðist geta uppfyllt. Við getum greint á milli góðs og ills, rétt og rangs. Við upplifum með áþreifanlegum og óneitanlegum hætti að lífið hefur siðferðilega vídd, að sumt er gott og rétt og annað illt og rangt í hlutlægum skilningi. Við höfum djúpstæða tilfinningu fyrir því að við og heimurinn erum á margan hátt ófullkomin og þörfnumst betrunar. Við höfum einnig djúpstæða þörf fyrir að upplifa að á bak við líf okkar sé að finna merkingu og tilgang. Það er ekki alheimurinn eða veruleikinn sem guðleysið og náttúruhyggjan lýsir! Slíkur veruleiki hljómar ekki eins og tilviljanakennd afleiðing efnis sem lýtur blindum nátturlögmálum án markmiðs og tilgangs. Þvert á móti hljómar það eins og eitthvað „utan“ alheimsins sé að láta vita af sér. Hvers vegna ekki að taka það alvarlega?! Hvað segir hugur þinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
... „Þú getur ekki verið ástfangin af stúlku nema í hinum lægsta dýrslega skilningi ef þú veist (og ert meðvitaður um) að öll hennar fegurð, bæði persónuleiki hennar og eðli, er ekkert annað en tímabundin og tilviljanakend afleiðing af árekstri atóma; og að hrifningin sem þú upplifir er í raun lítið annað en sálfræðileg viðbrögð sem eru skilyrt af því hvernig genin þín haga sér. Þú getur ekki haft raunverulega gleði af tónlist ef þú veist og hefur í huga að gildi hennar er hrein ranghugmynd, og að þú hrífst af henni eingöngu vegna þess að taugakerfi þitt er á órökréttan hátt skilyrt til þess.“ C.S. Lewis er ævinlega viðeigandi og íhugunarverður. Margir hafa tilhneygingu til að útskýra allt sem snertir Guð og trú með tilvísun til þróunar, og þar með til blinds efnislegs ferlis þegar allt kemur til alls. Þannig staðhæfir hinn þekkti guðleysingi Daniel Dennet að ástæðan fyrir því að við hrífumst af og metum það sem við gerum – allt frá sykri til fólks, peninga og tónlistar, kærleika og trúarbragða, – er einfaldlega þróun. Þar á bak við, og algerlega óháð því sem hrifning okkar beinist að, eru ástæður þróunar, sjálfstæðar og engu bundnar, og ákvarðaðar af náttúruvali. Það þykir mér heldur fátækleg og ömurleg sýn á manninn og eðli hans. Með öðrum orðum er trú, eða sá eiginleiki sem gerir okkur kleift að trúa á Guð, byggður inn í okkur. Hugsun, vilji eða ásetningur hefur ekkert þar að segja. Ástæðan, segja fræðingarnir, er að trú tengdist með beinum eða óbeinum hætti eiginleikum sem gerðu forfeðrum okkar lífsbaráttuna léttari og líklegri til árangurs. Og þess vegna finnst mörgum rök fyrir tilvist Guðs áhugaverð og heillandi enn þann dag í dag. En þau eru bara það – rök! Þau benda ekki til neins sem er raunverulegt. Trú (eins og allt annað) er bara taugaboð í heilanum á okkur, og algjörlega handan okkar stjórn. Hér er rétt að staldra við og spyrja hvort eitthvað sé ekki bogið við þetta? Er ekki mótsögn hér á ferð? Það sýnist mér. Guðleysinginn og þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins viðurkennir að sem afleiðing náttúruvals getum við ekki verið viss um að skynjum okkar og skilningur séu að öllu leyti áreiðanleg. Að standa vörð um sannar skoðanir sé jú alls ekki það sem þróun „lætur sig varða“, heldur hegðun sem er aðlagandi og til þess fallin að auka líkurnar á afkomu okkar. Undir það taka margir. Eins og náttúrúhyggjusinninn P. Churchland útskýrir „er meginverkefni heilans að koma hverjum líkamshluta svo fyrir að lífveran lifi af … Sannleikurinn, hvað sem hann annars er, hefur engu hlutverki að gegna“. Það má velta vöngum yfir því hvort Dawkins, Curchland, og skoðanasystkin þeirra geri sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þetta hefur – þ.e.a.s. að þróun sjái okkur eingöngu fyrir vitsmunum sem gera okkur hæfari í að komast af, en ekki vitsmunum sem gefa okkur sanna og áreiðanlega mynd af heiminum í kringum okkur. Í því samhengi eru ummæli Thomas Nagel, sem er þekktur guðleysingi og heimspekingur, afar lýsandi og áhugaverð. Nagel bendir á að til þess að vera viss um það sem heilinn segir okkur að sé raunverulegt verðum við að fylgja röklegum reglum – og ekki bara vegna þess að við séum líffræðilega skilyrt til þess, heldur vegna þess að þær séu sannar og áreiðanlegar. En af því að rökleg lögmál hafa ekkert með afkomu okkar að gera séu þau vita merkingarlaus ef við göngum út frá þeirri útskýringu á lífinu og tilverunni sem þróunarsaga guðleysisins og náttúruhyggjunnar bjóði uppá. Þess vegna höfum við enga ástæðu til að treysta á skynsemi okkar sem uppsprettu þekkingar. Í stuttu máli segja fræðingarnir að ef okkur þykir vit í að trúa á Guð sé það ekki vegna þess að hann er raunverulega til heldur vegna þess að sú sannfæring eða trú hefur frá því í fyrndinni hjálpað manninum að komast af. Þess vegna sé hún byggð inn í okkur! En hljótum við ekki þá að spyrja okkur spurningar sem ætti að blasa við öllum: En ef við getum ekki treyst á að vit okkar og skilningur, sem sjá okkur fyrir skoðunum okkar og trú, segi okkur sannleikann um Guð, hvers vegna skyldum við treysta því að þau segi okkur sannleikann um eitthvað yfirleitt, þar á meðal um guðleysi, nátturuhyggju og blinda þróun? Af hverju í ósköpunum ættu ein taugaboð að vera réttari eða sannari en önnur!? Ef vitsmunir okkar miðla einungis því sem þurfum að vita til að komast af, en ekki því sem raunverulega er satt, hvers vegna skyldum við treysta þeim? Í þessu er vandi guðleysisins og náttúruhyggjunnar meðal annars fólginn. – Og það er ekki litill vandi. Sjálfur Charles Darwin áttaði sig að því: „Sá efi sækir stöðugt á mig hvort sú sannfæring sem býr í huga mannsins – sem þróast hefur frá huga lægri dýra – er einhvers virði eða yfirleitt áreiðanleg. Mundi nokkur maður treysta á sannfæringu apans, ef einhverja sannfæringu er yfirleitt að finna í huga hans.“ Það er góð og gild spurning. Það virðist ekki ýkja skynsamlegt að gangast við þeirri kenningu að allt sé afleiðing náttúruvals og blinds efnislegs ferlis án merkingar og tilgangs. Ef það væri satt gætum við með engu móti treyst því sem sem hugur okkar og skilningur segja okkur að sé satt – og þar á meðal er jú það sem hugur okkar segir um sjálft guðleysið og náttúruhyggjuna. Og hugsaðu þér hvaða þýðingu það hefði ef það væri satt. Hvað þá með siðferði, kærleika, fegurð, réttlæti, og raunar hvað sem er. Allt sem „hugur okkar og hjarta“ segja okkur í þeim efnum (ef svo má að orði komast) er þá ekkert annað en afleiðing af efnafræðilegu ferli í heilanum á okkur til þess gert að viðhalda erfðaefni okkar. Þegar við tjáum einhverjum ást okkar, eða reiðumst yfir óréttlæti og ofbeldi, finnum til sektarkenndar, þá liggja ekki neinar raunverulegar tilfinningar þar að baki sem endurspegla „mig“. Það er ekki raunverulegt þegar allt kemur til alls. En ef það er satt, ef það er það eina sem er raunverulegt, þá gildir það vitanlega líka um það sem heili guðleysingjans og náttúrhyggjumannins miðlar honum um eðli veruleikans. Ekki satt! Ef röksemdarfærsla náttúruhyggjumannsins sannar eitthvað, þá sannar hún eiginlega allt of mikið. Ef við getum ekki treyst á vitsmuni okkar varðandi eitt hvers vegna skyldum við treysta á þá þegar kemur að öðru? Og ef Guð er ekki til – ef náttúruhyggjan er sönn – hvers vegna ættum að treysta á þá yfirleitt? En við gerum það, ekki satt!? Við treystum á þá. Og það gefur okkar góða ástæðu til að ætla að Guð sé til. Og af hverju ættum við þá ekki að taka röksemdarfærslur fyrir tilvist Guðs alvarlega? Af hverju ættum við ekki að líta á þær sem mikilvægar vísbendingar um eðli tilverunnar og það sem liggur handan hennar? Alheimurinn sem blasir við okkur, og við erum hluti af, er nefnilega ekki þess eðlis sem vænta má ef Guð er ekki til. Nei, þvert á móti. Við blasir alheimur sem hefur ekki alltaf verið til og á sér því upphaf og orsök handan hins efnislega og tímanlega, og býr þar að auki yfir öllum þeim mörgu og ótrúlega ströngu skilyrðum og óskiljanlega þröngu (og ólíklegu) lögmálsgildum sem verða að vera fyrir hendi til að líf geti komið fram og þrifist. Við mannfólkið búum ennfremur yfir meðvitund og skynsemi sem gerir okkur kleift að ígrunda eðli tilverunnar og stað okkar í henni. Við þráum og sækjumst eftir kærleika, fegurð og réttlæti sem ekkert í þessum heimi eða þessu lífi virðist geta uppfyllt. Við getum greint á milli góðs og ills, rétt og rangs. Við upplifum með áþreifanlegum og óneitanlegum hætti að lífið hefur siðferðilega vídd, að sumt er gott og rétt og annað illt og rangt í hlutlægum skilningi. Við höfum djúpstæða tilfinningu fyrir því að við og heimurinn erum á margan hátt ófullkomin og þörfnumst betrunar. Við höfum einnig djúpstæða þörf fyrir að upplifa að á bak við líf okkar sé að finna merkingu og tilgang. Það er ekki alheimurinn eða veruleikinn sem guðleysið og náttúruhyggjan lýsir! Slíkur veruleiki hljómar ekki eins og tilviljanakennd afleiðing efnis sem lýtur blindum nátturlögmálum án markmiðs og tilgangs. Þvert á móti hljómar það eins og eitthvað „utan“ alheimsins sé að láta vita af sér. Hvers vegna ekki að taka það alvarlega?! Hvað segir hugur þinn?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar