Er fasteignabóla á Íslandi? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Lítið framboð á húsnæði, sérstaklega á minni eignum, hefur verið lengi í umræðunni. Of lítið hefur verið byggt af íbúðum á liðnum árum til að anna þörf markaðarins og þær sem hafa verið byggðar eru margar í dýrari kantinum. Fyrstu kaupendum fer fjölgandi ásamt auknu innfluttu vinnuafli og ferðamönnum sem hefur allt leitt til aukinnar eftirspurnar umfram það sem gera mátti ráð fyrir. Væntingar hafa því verið undirliggjandi um hækkandi verð. Við sem störfum á fasteigna markaði urðum áþreifanlega vör við ákveðin kaflaskil eftir birtingu greiningarskýrslu Arion banka nú í lok janúar, þar sem spáð var 30 prósenta hækkun á næstu þremur árum. Sálfræði markaðarins tók völdin enda eðlilegt að seljendur vilji fá sem hæst verð fyrir sína eign. Sú umræða um fasteignamarkaðinn sem fylgdi í kjölfarið gerði það að verkum að seljendur kipptu að sér höndum og í framboðsþurrð reiknaðist hækkunin inn í fasteignaverð mun hraðar en ella. Smærri íbúðir seldust strax á yfirverði og þeir sem voru í stækkunarhugleiðingum flýttu sér að kaupa. Sú hækkun hefur þó aðeins fjarað út, markaðurinn er nú að róast og hefur leitað í meira jafnvægi. Það bendir til þess að væntingar séu nú um hóflegar hækkanir. Einnig berast fréttir af fleiri byggingarlóðum, nú síðast í Úlfarsárdal, þó þær eignir komi augljóslega ekki alveg á næstunni inn á markaðinn. Sálfræði fasteignamarkaðar byggist á væntingum um verð, framboð, aðgengi og kjör lánsfjármagns. Greiningaraðilar verða að gæta að því með hvaða hætti þeir setja fram álit sitt. Þeir hafa mótandi áhrif á væntingar fólks sem getur leitt til offjárfestingar og vandamála ef spárnar ganga ekki eftir. Framsetning niðurstaðna verður að vera ábyrg og ekki tekin úr samhengi við áhættuna sem fylgir því að kaupa fasteign dýru verði. Eðli eignabóla er að þær eru drifnar af óraunhæfum væntingum. Efnahagsástand er gott í dag, vextir lágir og aðgengi að lánsfé gott. Í ljósi strangara greiðslumats verður að ætla að undirliggjandi geta fólks til að greiða af fasteignalánum sé betri nú en fyrir hrun og því ólíklegt að um bólumyndun sé að ræða þrátt fyrir hækkandi verð.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Lítið framboð á húsnæði, sérstaklega á minni eignum, hefur verið lengi í umræðunni. Of lítið hefur verið byggt af íbúðum á liðnum árum til að anna þörf markaðarins og þær sem hafa verið byggðar eru margar í dýrari kantinum. Fyrstu kaupendum fer fjölgandi ásamt auknu innfluttu vinnuafli og ferðamönnum sem hefur allt leitt til aukinnar eftirspurnar umfram það sem gera mátti ráð fyrir. Væntingar hafa því verið undirliggjandi um hækkandi verð. Við sem störfum á fasteigna markaði urðum áþreifanlega vör við ákveðin kaflaskil eftir birtingu greiningarskýrslu Arion banka nú í lok janúar, þar sem spáð var 30 prósenta hækkun á næstu þremur árum. Sálfræði markaðarins tók völdin enda eðlilegt að seljendur vilji fá sem hæst verð fyrir sína eign. Sú umræða um fasteignamarkaðinn sem fylgdi í kjölfarið gerði það að verkum að seljendur kipptu að sér höndum og í framboðsþurrð reiknaðist hækkunin inn í fasteignaverð mun hraðar en ella. Smærri íbúðir seldust strax á yfirverði og þeir sem voru í stækkunarhugleiðingum flýttu sér að kaupa. Sú hækkun hefur þó aðeins fjarað út, markaðurinn er nú að róast og hefur leitað í meira jafnvægi. Það bendir til þess að væntingar séu nú um hóflegar hækkanir. Einnig berast fréttir af fleiri byggingarlóðum, nú síðast í Úlfarsárdal, þó þær eignir komi augljóslega ekki alveg á næstunni inn á markaðinn. Sálfræði fasteignamarkaðar byggist á væntingum um verð, framboð, aðgengi og kjör lánsfjármagns. Greiningaraðilar verða að gæta að því með hvaða hætti þeir setja fram álit sitt. Þeir hafa mótandi áhrif á væntingar fólks sem getur leitt til offjárfestingar og vandamála ef spárnar ganga ekki eftir. Framsetning niðurstaðna verður að vera ábyrg og ekki tekin úr samhengi við áhættuna sem fylgir því að kaupa fasteign dýru verði. Eðli eignabóla er að þær eru drifnar af óraunhæfum væntingum. Efnahagsástand er gott í dag, vextir lágir og aðgengi að lánsfé gott. Í ljósi strangara greiðslumats verður að ætla að undirliggjandi geta fólks til að greiða af fasteignalánum sé betri nú en fyrir hrun og því ólíklegt að um bólumyndun sé að ræða þrátt fyrir hækkandi verð.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar