Af hverju sérstök félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni? Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir og Hrefna Þórarinsdóttir skrifar 17. maí 2017 10:05 Í dag er alþjóðadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Á Íslandi er rík tilhneiging til að tala um hvað við stöndum okkur vel og séum frábær. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi með mesta jafnréttið. En njótum við öll sömu mannréttinda í raun? Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 kemur fram að þótt lífskjör séu að batna út um allan heim séu alltaf ákveðnir hópar sem verða eftir í þeirri þróun. Gerð er rík krafa til þess að unnið sé að jafnrétti með því að skoða sérstaka stöðu jaðarsettra hópa og hlusta á reynsluheim þeirra. Ísland býður að mörgu leyti upp á gott samfélag fyrir hinsegin einstaklinga og hafa náðst mikilvægir lagalegir sigrar síðustu áratugi. Þrátt fyrir það höfum við dregist aftur úr í evrópskum samanburði á Regnbogakortinu þar sem farið er yfir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks. Í dag er Ísland aðeins í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland. Til samanburðar var Ísland í 10. sæti á Regnbogakortinu árið 2013 og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Evrópustofnunar um grundvallarmannréttindi (FRA) kemur fram að flest börn sem skera sig úr varðandi kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni verða fyrir fordómum og einelti í skólum. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan hinsegin nemenda á Íslandi bera að sama brunni. Hinsegin börn og ungmenni búa við lakari lýðheilsu og verða fyrir mun meira einelti en önnur börn. Tíðni þunglyndis og kvíða er mun hærri og hinsegin ungmenni margfalt líklegri en aðrir jafnaldrar til að gera sjálfsvígstilraunir. Með samstarfssamningi við Frístundamiðstöðina Tjörnina árið 2016 náðu Samtökin ’78 að skapa hinseginvæna félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára ungmenni. Miðstöðin er opin eitt kvöld í viku í húsnæði Samtakanna. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að fjöldi hinsegin ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem mætir reglulega hefur þrefaldast. Ungmenni úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og á stór-höfuðborgarsvæðinu sækja í starfið og er mikil ánægja með það. Í upphafi árs var gerður samstarfssamningur sem gefur starfsfólki annarra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar kost á að sækja sér skipulagt reynslunám í hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S‘78. Þar fær starfsfólkið að kynnast því hvernig hægt er að skapa hinseginvænt umhverfi sem það getur svo tileinkað sér og yfirfært yfir á sína starfsstaði. Hinseginvænu félagsmiðstöðinni var komið á laggirnar með tímabundnum styrkjum frá Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu sem báðir renna sitt skeið nú í vor. Við óskum eftir áframhaldandi fjármagni til að starfrækja hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S’78 svo hægt er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin ungmennum í skóla og frístundastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur gegn hómó-, bi- og transfóbíu. Á Íslandi er rík tilhneiging til að tala um hvað við stöndum okkur vel og séum frábær. Við erum hamingjusamasta þjóð í heimi með mesta jafnréttið. En njótum við öll sömu mannréttinda í raun? Í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2016 kemur fram að þótt lífskjör séu að batna út um allan heim séu alltaf ákveðnir hópar sem verða eftir í þeirri þróun. Gerð er rík krafa til þess að unnið sé að jafnrétti með því að skoða sérstaka stöðu jaðarsettra hópa og hlusta á reynsluheim þeirra. Ísland býður að mörgu leyti upp á gott samfélag fyrir hinsegin einstaklinga og hafa náðst mikilvægir lagalegir sigrar síðustu áratugi. Þrátt fyrir það höfum við dregist aftur úr í evrópskum samanburði á Regnbogakortinu þar sem farið er yfir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks. Í dag er Ísland aðeins í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland. Til samanburðar var Ísland í 10. sæti á Regnbogakortinu árið 2013 og hafði þá hækkað um eitt sæti milli ára og kom fast á hæla Danmerkur. Samkvæmt nýlegri rannsókn Evrópustofnunar um grundvallarmannréttindi (FRA) kemur fram að flest börn sem skera sig úr varðandi kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkenni verða fyrir fordómum og einelti í skólum. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á líðan hinsegin nemenda á Íslandi bera að sama brunni. Hinsegin börn og ungmenni búa við lakari lýðheilsu og verða fyrir mun meira einelti en önnur börn. Tíðni þunglyndis og kvíða er mun hærri og hinsegin ungmenni margfalt líklegri en aðrir jafnaldrar til að gera sjálfsvígstilraunir. Með samstarfssamningi við Frístundamiðstöðina Tjörnina árið 2016 náðu Samtökin ’78 að skapa hinseginvæna félagsmiðstöð fyrir 13-17 ára ungmenni. Miðstöðin er opin eitt kvöld í viku í húsnæði Samtakanna. Þetta fyrirkomulag hefur orðið til þess að fjöldi hinsegin ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem mætir reglulega hefur þrefaldast. Ungmenni úr öllum félagsmiðstöðvum í Reykjavík og á stór-höfuðborgarsvæðinu sækja í starfið og er mikil ánægja með það. Í upphafi árs var gerður samstarfssamningur sem gefur starfsfólki annarra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar kost á að sækja sér skipulagt reynslunám í hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S‘78. Þar fær starfsfólkið að kynnast því hvernig hægt er að skapa hinseginvænt umhverfi sem það getur svo tileinkað sér og yfirfært yfir á sína starfsstaði. Hinseginvænu félagsmiðstöðinni var komið á laggirnar með tímabundnum styrkjum frá Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu sem báðir renna sitt skeið nú í vor. Við óskum eftir áframhaldandi fjármagni til að starfrækja hinsegin félagsmiðstöð Ungliða S’78 svo hægt er að vinna markvisst að því að bæta lýðheilsu hinsegin ungmenna og vinna gegn fordómum, mismunun og einelti sem beinist gegn hinsegin ungmennum í skóla og frístundastarfi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar