Einstakt tækifæri! Axel Helgason skrifar 18. maí 2017 07:00 Vinna við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftlagsmálum ríkisstjórnarinnar var kynnt með samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu. Þar kennir ýmissa grasa en fátt sem tönn á festir um hvers sé að vænta. Hvað sjávarútveginn varðar var nefnt að möguleikarnir felast í orkuskiptum og tæknilausnum við veiðar. Það hefur lengi verið ljóst að veiðar smábáta eru umhverfisvænni en veiðar stærri skipa og margar skýrslur sem staðreyna það. Sú nýjasta á þeim vettvangi er frá árinu 2014, unnin af MATÍS og ber heitið „Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod, loins“. Þar kemur meðal annars fram hversu sláandi munurinn er á togveiðum og línuveiðum smábáta. Sótspor togveiða er um það bil þrefalt meira en við veiðar á smábátum. Því ætti það ekki að vefjast fyrir höfundum að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda, þegar hún verður birt, að mikil áhersla verði lögð á að efla smábátaútgerð og veita þeim útgerðum sem hana stunda ívilnanir vegna umhverfissjónarmiða. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d. við álagningu aðflutningsgjalda á bílum þar sem beint hlutfall er á milli gjalda og útblásturs CO2. Á einfaldan hátt mætti byrja á því að við aukningu á útgefnu aflamarki í þorski eins og stefnir vonandi í, verði sú aukning eingöngu færð í krókaaflamark og strandveiðar, sem og til þeirra sem veiða með kyrrstæðum veiðarfærum – línu, handfærum, netum og hugsanlega síðar gildrum. Einnig væri hægt að nýta álagningu veiðigjalda sem hvata til smábátaútgerðar.Orkusparnaður En hvers er að vænta frá þeim ráðherrum sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna? Í febrúar síðastliðnum, á öðrum fundi Landssambands smábátaeigenda með sjávarútvegsráðherra, voru kynntar kröfur LS um sanngjarna hlutdeild smábáta í veiðiheimildum á makríl. Krafan er að smábátum verði úthlutað 16 prósentum í stað fjögurra prósenta. Ein af fjölmörgum röksemdum fyrir kröfunni fjallar um orkusparnað við veiðar á makríl með handfæri. Tekið var raunverulegt dæmi frá síðustu vertíð af smábát sem veiddi 310 tonn af makríl og brenndi við það 2.600 lítrum af dísilolíu á rúmum sex vikum, eða tæplega níu lítrum á tonnið. Á vinnsluskipi við veiðar á sama magni af makríl, brennir það 42.000 lítrum af dísilolíu, eða um 135 lítrum á tonnið. Það er fimmtán sinnum meira en það sem smábáturinn brennir. Og hvað gerir þetta í magni ef þessi munur er uppfærður á 16 prósent af heimildunum eða um 26.000 tonn? Smábátar myndu brenna 235 þúsund lítrum af dísilolíu til að ná þessu magni en vinnsluskipið 3,5 milljónum lítra. Þetta gerir mismun upp á tæpar 3,3 milljónir lítra, sem samsvarar árs eyðslu rúmlega 3.100 dísilbíla sem brenna 7 lítrum pr/100km og aka 15.000 km á ári, CO2 magnið er um 10 þúsund tonn. Ráðherra hafnaði þessari kröfu og setti nú í apríl reglugerð sem fyrst var sett á af Sigurði Inga Jóhannssyni árið 2015 þegar hann var gerður afturreka með lög um kvótasetningu makríls með undirskriftum rúmlega 50 þúsund Íslendinga. Reynslan af þessari reglugerð er subbuleg og leitt að ráðherra hafi ekki meiri metnað að standa betur að útdeilingu auðlinda þjóðarinnar. Engin veiðiskylda er á neinum heimildum og á síðustu vertíð voru 37 þúsund tonn af makríl framseld frá þeim sem fengu upp í hendur þessi gæði. Í ár er ráðherra að úthluta rúmlega 30.000 tonnum af makríl til skipa sem ekki nýttu eitt kíló af sínum heimildum á síðustu vertíð, heldur leigðu þær allar frá sér á 26 kr. kílóið, samtals á rúmar 700 milljónir króna. Flokkur skipa án vinnslu fékk í fyrra úthlutað 7.900 tonnum af makríl sem dreifðust á 77 skip. 75 þeirra veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals 7.850 tonn. Í flokki vinnsluskipa var úthlutað um 28.000 tonnum á 23 skip. Sautján af þeim veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals um 19.000 tonn. Nú bíða smábátaeigendur spenntir eftir því hvort orðum fylgja efndir, því hér hefur ráðherra einstakt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að verða við kröfum LS um aukna hlutdeild smábáta í makríl og minnka í leiðinni útblástur sem samsvarar akstri þúsunda dísilbíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Vinna við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftlagsmálum ríkisstjórnarinnar var kynnt með samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu. Þar kennir ýmissa grasa en fátt sem tönn á festir um hvers sé að vænta. Hvað sjávarútveginn varðar var nefnt að möguleikarnir felast í orkuskiptum og tæknilausnum við veiðar. Það hefur lengi verið ljóst að veiðar smábáta eru umhverfisvænni en veiðar stærri skipa og margar skýrslur sem staðreyna það. Sú nýjasta á þeim vettvangi er frá árinu 2014, unnin af MATÍS og ber heitið „Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod, loins“. Þar kemur meðal annars fram hversu sláandi munurinn er á togveiðum og línuveiðum smábáta. Sótspor togveiða er um það bil þrefalt meira en við veiðar á smábátum. Því ætti það ekki að vefjast fyrir höfundum að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda, þegar hún verður birt, að mikil áhersla verði lögð á að efla smábátaútgerð og veita þeim útgerðum sem hana stunda ívilnanir vegna umhverfissjónarmiða. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d. við álagningu aðflutningsgjalda á bílum þar sem beint hlutfall er á milli gjalda og útblásturs CO2. Á einfaldan hátt mætti byrja á því að við aukningu á útgefnu aflamarki í þorski eins og stefnir vonandi í, verði sú aukning eingöngu færð í krókaaflamark og strandveiðar, sem og til þeirra sem veiða með kyrrstæðum veiðarfærum – línu, handfærum, netum og hugsanlega síðar gildrum. Einnig væri hægt að nýta álagningu veiðigjalda sem hvata til smábátaútgerðar.Orkusparnaður En hvers er að vænta frá þeim ráðherrum sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna? Í febrúar síðastliðnum, á öðrum fundi Landssambands smábátaeigenda með sjávarútvegsráðherra, voru kynntar kröfur LS um sanngjarna hlutdeild smábáta í veiðiheimildum á makríl. Krafan er að smábátum verði úthlutað 16 prósentum í stað fjögurra prósenta. Ein af fjölmörgum röksemdum fyrir kröfunni fjallar um orkusparnað við veiðar á makríl með handfæri. Tekið var raunverulegt dæmi frá síðustu vertíð af smábát sem veiddi 310 tonn af makríl og brenndi við það 2.600 lítrum af dísilolíu á rúmum sex vikum, eða tæplega níu lítrum á tonnið. Á vinnsluskipi við veiðar á sama magni af makríl, brennir það 42.000 lítrum af dísilolíu, eða um 135 lítrum á tonnið. Það er fimmtán sinnum meira en það sem smábáturinn brennir. Og hvað gerir þetta í magni ef þessi munur er uppfærður á 16 prósent af heimildunum eða um 26.000 tonn? Smábátar myndu brenna 235 þúsund lítrum af dísilolíu til að ná þessu magni en vinnsluskipið 3,5 milljónum lítra. Þetta gerir mismun upp á tæpar 3,3 milljónir lítra, sem samsvarar árs eyðslu rúmlega 3.100 dísilbíla sem brenna 7 lítrum pr/100km og aka 15.000 km á ári, CO2 magnið er um 10 þúsund tonn. Ráðherra hafnaði þessari kröfu og setti nú í apríl reglugerð sem fyrst var sett á af Sigurði Inga Jóhannssyni árið 2015 þegar hann var gerður afturreka með lög um kvótasetningu makríls með undirskriftum rúmlega 50 þúsund Íslendinga. Reynslan af þessari reglugerð er subbuleg og leitt að ráðherra hafi ekki meiri metnað að standa betur að útdeilingu auðlinda þjóðarinnar. Engin veiðiskylda er á neinum heimildum og á síðustu vertíð voru 37 þúsund tonn af makríl framseld frá þeim sem fengu upp í hendur þessi gæði. Í ár er ráðherra að úthluta rúmlega 30.000 tonnum af makríl til skipa sem ekki nýttu eitt kíló af sínum heimildum á síðustu vertíð, heldur leigðu þær allar frá sér á 26 kr. kílóið, samtals á rúmar 700 milljónir króna. Flokkur skipa án vinnslu fékk í fyrra úthlutað 7.900 tonnum af makríl sem dreifðust á 77 skip. 75 þeirra veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals 7.850 tonn. Í flokki vinnsluskipa var úthlutað um 28.000 tonnum á 23 skip. Sautján af þeim veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals um 19.000 tonn. Nú bíða smábátaeigendur spenntir eftir því hvort orðum fylgja efndir, því hér hefur ráðherra einstakt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að verða við kröfum LS um aukna hlutdeild smábáta í makríl og minnka í leiðinni útblástur sem samsvarar akstri þúsunda dísilbíla.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun