Einstakt tækifæri! Axel Helgason skrifar 18. maí 2017 07:00 Vinna við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftlagsmálum ríkisstjórnarinnar var kynnt með samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu. Þar kennir ýmissa grasa en fátt sem tönn á festir um hvers sé að vænta. Hvað sjávarútveginn varðar var nefnt að möguleikarnir felast í orkuskiptum og tæknilausnum við veiðar. Það hefur lengi verið ljóst að veiðar smábáta eru umhverfisvænni en veiðar stærri skipa og margar skýrslur sem staðreyna það. Sú nýjasta á þeim vettvangi er frá árinu 2014, unnin af MATÍS og ber heitið „Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod, loins“. Þar kemur meðal annars fram hversu sláandi munurinn er á togveiðum og línuveiðum smábáta. Sótspor togveiða er um það bil þrefalt meira en við veiðar á smábátum. Því ætti það ekki að vefjast fyrir höfundum að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda, þegar hún verður birt, að mikil áhersla verði lögð á að efla smábátaútgerð og veita þeim útgerðum sem hana stunda ívilnanir vegna umhverfissjónarmiða. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d. við álagningu aðflutningsgjalda á bílum þar sem beint hlutfall er á milli gjalda og útblásturs CO2. Á einfaldan hátt mætti byrja á því að við aukningu á útgefnu aflamarki í þorski eins og stefnir vonandi í, verði sú aukning eingöngu færð í krókaaflamark og strandveiðar, sem og til þeirra sem veiða með kyrrstæðum veiðarfærum – línu, handfærum, netum og hugsanlega síðar gildrum. Einnig væri hægt að nýta álagningu veiðigjalda sem hvata til smábátaútgerðar.Orkusparnaður En hvers er að vænta frá þeim ráðherrum sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna? Í febrúar síðastliðnum, á öðrum fundi Landssambands smábátaeigenda með sjávarútvegsráðherra, voru kynntar kröfur LS um sanngjarna hlutdeild smábáta í veiðiheimildum á makríl. Krafan er að smábátum verði úthlutað 16 prósentum í stað fjögurra prósenta. Ein af fjölmörgum röksemdum fyrir kröfunni fjallar um orkusparnað við veiðar á makríl með handfæri. Tekið var raunverulegt dæmi frá síðustu vertíð af smábát sem veiddi 310 tonn af makríl og brenndi við það 2.600 lítrum af dísilolíu á rúmum sex vikum, eða tæplega níu lítrum á tonnið. Á vinnsluskipi við veiðar á sama magni af makríl, brennir það 42.000 lítrum af dísilolíu, eða um 135 lítrum á tonnið. Það er fimmtán sinnum meira en það sem smábáturinn brennir. Og hvað gerir þetta í magni ef þessi munur er uppfærður á 16 prósent af heimildunum eða um 26.000 tonn? Smábátar myndu brenna 235 þúsund lítrum af dísilolíu til að ná þessu magni en vinnsluskipið 3,5 milljónum lítra. Þetta gerir mismun upp á tæpar 3,3 milljónir lítra, sem samsvarar árs eyðslu rúmlega 3.100 dísilbíla sem brenna 7 lítrum pr/100km og aka 15.000 km á ári, CO2 magnið er um 10 þúsund tonn. Ráðherra hafnaði þessari kröfu og setti nú í apríl reglugerð sem fyrst var sett á af Sigurði Inga Jóhannssyni árið 2015 þegar hann var gerður afturreka með lög um kvótasetningu makríls með undirskriftum rúmlega 50 þúsund Íslendinga. Reynslan af þessari reglugerð er subbuleg og leitt að ráðherra hafi ekki meiri metnað að standa betur að útdeilingu auðlinda þjóðarinnar. Engin veiðiskylda er á neinum heimildum og á síðustu vertíð voru 37 þúsund tonn af makríl framseld frá þeim sem fengu upp í hendur þessi gæði. Í ár er ráðherra að úthluta rúmlega 30.000 tonnum af makríl til skipa sem ekki nýttu eitt kíló af sínum heimildum á síðustu vertíð, heldur leigðu þær allar frá sér á 26 kr. kílóið, samtals á rúmar 700 milljónir króna. Flokkur skipa án vinnslu fékk í fyrra úthlutað 7.900 tonnum af makríl sem dreifðust á 77 skip. 75 þeirra veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals 7.850 tonn. Í flokki vinnsluskipa var úthlutað um 28.000 tonnum á 23 skip. Sautján af þeim veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals um 19.000 tonn. Nú bíða smábátaeigendur spenntir eftir því hvort orðum fylgja efndir, því hér hefur ráðherra einstakt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að verða við kröfum LS um aukna hlutdeild smábáta í makríl og minnka í leiðinni útblástur sem samsvarar akstri þúsunda dísilbíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Vinna við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar í loftlagsmálum ríkisstjórnarinnar var kynnt með samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrir stuttu. Þar kennir ýmissa grasa en fátt sem tönn á festir um hvers sé að vænta. Hvað sjávarútveginn varðar var nefnt að möguleikarnir felast í orkuskiptum og tæknilausnum við veiðar. Það hefur lengi verið ljóst að veiðar smábáta eru umhverfisvænni en veiðar stærri skipa og margar skýrslur sem staðreyna það. Sú nýjasta á þeim vettvangi er frá árinu 2014, unnin af MATÍS og ber heitið „Life Cycle Assessment on fresh Icelandic cod, loins“. Þar kemur meðal annars fram hversu sláandi munurinn er á togveiðum og línuveiðum smábáta. Sótspor togveiða er um það bil þrefalt meira en við veiðar á smábátum. Því ætti það ekki að vefjast fyrir höfundum að nýrri aðgerðaáætlun stjórnvalda, þegar hún verður birt, að mikil áhersla verði lögð á að efla smábátaútgerð og veita þeim útgerðum sem hana stunda ívilnanir vegna umhverfissjónarmiða. Fordæmi eru fyrir slíku, t.d. við álagningu aðflutningsgjalda á bílum þar sem beint hlutfall er á milli gjalda og útblásturs CO2. Á einfaldan hátt mætti byrja á því að við aukningu á útgefnu aflamarki í þorski eins og stefnir vonandi í, verði sú aukning eingöngu færð í krókaaflamark og strandveiðar, sem og til þeirra sem veiða með kyrrstæðum veiðarfærum – línu, handfærum, netum og hugsanlega síðar gildrum. Einnig væri hægt að nýta álagningu veiðigjalda sem hvata til smábátaútgerðar.Orkusparnaður En hvers er að vænta frá þeim ráðherrum sem skrifuðu undir viljayfirlýsinguna? Í febrúar síðastliðnum, á öðrum fundi Landssambands smábátaeigenda með sjávarútvegsráðherra, voru kynntar kröfur LS um sanngjarna hlutdeild smábáta í veiðiheimildum á makríl. Krafan er að smábátum verði úthlutað 16 prósentum í stað fjögurra prósenta. Ein af fjölmörgum röksemdum fyrir kröfunni fjallar um orkusparnað við veiðar á makríl með handfæri. Tekið var raunverulegt dæmi frá síðustu vertíð af smábát sem veiddi 310 tonn af makríl og brenndi við það 2.600 lítrum af dísilolíu á rúmum sex vikum, eða tæplega níu lítrum á tonnið. Á vinnsluskipi við veiðar á sama magni af makríl, brennir það 42.000 lítrum af dísilolíu, eða um 135 lítrum á tonnið. Það er fimmtán sinnum meira en það sem smábáturinn brennir. Og hvað gerir þetta í magni ef þessi munur er uppfærður á 16 prósent af heimildunum eða um 26.000 tonn? Smábátar myndu brenna 235 þúsund lítrum af dísilolíu til að ná þessu magni en vinnsluskipið 3,5 milljónum lítra. Þetta gerir mismun upp á tæpar 3,3 milljónir lítra, sem samsvarar árs eyðslu rúmlega 3.100 dísilbíla sem brenna 7 lítrum pr/100km og aka 15.000 km á ári, CO2 magnið er um 10 þúsund tonn. Ráðherra hafnaði þessari kröfu og setti nú í apríl reglugerð sem fyrst var sett á af Sigurði Inga Jóhannssyni árið 2015 þegar hann var gerður afturreka með lög um kvótasetningu makríls með undirskriftum rúmlega 50 þúsund Íslendinga. Reynslan af þessari reglugerð er subbuleg og leitt að ráðherra hafi ekki meiri metnað að standa betur að útdeilingu auðlinda þjóðarinnar. Engin veiðiskylda er á neinum heimildum og á síðustu vertíð voru 37 þúsund tonn af makríl framseld frá þeim sem fengu upp í hendur þessi gæði. Í ár er ráðherra að úthluta rúmlega 30.000 tonnum af makríl til skipa sem ekki nýttu eitt kíló af sínum heimildum á síðustu vertíð, heldur leigðu þær allar frá sér á 26 kr. kílóið, samtals á rúmar 700 milljónir króna. Flokkur skipa án vinnslu fékk í fyrra úthlutað 7.900 tonnum af makríl sem dreifðust á 77 skip. 75 þeirra veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals 7.850 tonn. Í flokki vinnsluskipa var úthlutað um 28.000 tonnum á 23 skip. Sautján af þeim veiddu ekki neitt heldur leigðu frá sér heimildirnar, samtals um 19.000 tonn. Nú bíða smábátaeigendur spenntir eftir því hvort orðum fylgja efndir, því hér hefur ráðherra einstakt tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi með því að verða við kröfum LS um aukna hlutdeild smábáta í makríl og minnka í leiðinni útblástur sem samsvarar akstri þúsunda dísilbíla.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar