Handbolti

Aron Rafn ekki með gegn Makedóníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Rafn er meiddur á hné.
Aron Rafn er meiddur á hné. vísir/epa
Aron Rafn Eðvarðsson verður ekki með íslenska handboltalandsliðinu í leikjunum mikilvægu gegn Makedóníu í undankeppni EM á fimmtudaginn og sunnudaginn.

Aron meiddist á hné í leik með Bietigheim í þýsku B-deildinni á laugardaginn og eftir myndatöku og ítarlega læknisskoðun í morgun var ákveðið að senda markvörðinn til Íslands til frekari meðferðar.

Það kemur því í hlut Björgvins Páls Gústavssonar og Stephens Nielsen að verja mark Íslands í leikjunum gegn Makedóníu.

Stephen var kallaður inn í landsliðshópinn og kom til móts við hann í Þýskalandi í gær. Leikirnir við Makedóníu verða fyrstu keppnisleikir Stephens fyrir íslenska landsliðið.

Fyrri leikurinn gegn Makedóníu er í Skopje á fimmtudaginn og sá seinni í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Geir: Frábært að fá Aron aftur í liðið

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari gerði aðeins eina breytingu á leikmannahópi sínum frá HM og hópnum sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar.

Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari býst við því að Makedónía muni ekki spila sama handbolta í næsta mánuði og það gerði á HM í janúar. Nýr þjálfari hefur tekið við liðinu og íslenska liðið verður að ná hagstæðum úrslitum.

Aron snýr aftur í landsliðið

Nú upp úr hádegi tilkynnti Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×