Hvers vegna eru stjórnendur kirkjugarðanna að hugsa um að loka líkhúsinu í Fossvogi? Þórsteinn Ragnarsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Rekstur kirkjugarða er grundvallaður á lögum nr. 36 frá 1993. Þar eru lögbundin verkefni kirkjugarða talin upp og einnig þau verkefni sem kirkjugarðar mega annast en eru ekki lagaskylda. Þar er gerð grein fyrir aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum og einnig skyldum og rétti sveitarfélaga. Í 39. gr. laganna segir: „Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs. Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.“ Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Samkomulagið byggði á gjaldalíkani sem var tæki til að nálgast raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs. Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til líkbrennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomulaginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald. Fyrstu þrjú árin var að mestu unnið í samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók annar veruleiki við. Góður skilningur var innan málaflokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðuneytisins að skerða einingarverðið allar götur fá árinu 2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum „hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hefur nýlega látið gera og knúið á um úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, fyrst árið 2011 en þá var ráðinn sérfræðingur frá Capacent til að fara yfir útreikninga fjármálaráðuneytisins, síðan var núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðinn til að gera úttekt og hann skilaði skýrslu vorið 2013 og þar á eftir var ráðherraskipuð nefnd sett á laggirnar til að fara yfir fjármálin og hún skilaði niðurstöðum í skýrslu vorið 2016. Allar þessar úttektir voru samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafnóðum verið kynntur þessi veruleiki og ítrekað hefur verið bent á eftirfarandi tvö atriði sem innanríkisráðuneytið (nú dómsmálaráðuneyti) þurfi að beita sér fyrir:1 Fullgera frumvarp frá 2006 um breytingu á lögum um kirkjugarða og leggja það fyrir þingið. Kirkjugarðaráð hefur nýlega farið yfir frumvarpið og lagt það fyrir ráðuneytið. Breytingar sem kirkjugarðaráð leggur til snúast um heimild fyrir kirkjugarða til að taka gjald í líkhúsi og athafnarýmum og losna undan að greiða prestum þóknun fyrir þjónustu við útfarir.2 Fara yfir samkomulag ríkisins og kirkjugarðaráðs frá 2005 með sérstöku tilliti til þess að endurstilla einingaverð og tíunda lögbundin verkefni kirkjugarða og skýra nánar í hvaða lögbundnu verkefni framlag ríkisins til kirkjugarða á að renna.Getum ekki beðið lengur Nú er svo komið að við sem erum í forsvari fyrir þennan málaflokk á Íslandi getum ekki beðið lengur. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert undanfarin mörg ár. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa verið reknir með tapi mörg síðustu ár þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna, mjög takmarkaða endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Hvað er þá til ráða? Meðal stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru ekki lögbundin, er rekstur líkhússins í Fossvogi og athafnarýma þar (Fossvogskirkja, kapella og bænhús). Á aðalfundi KGRP 4. maí nk. verður tekin ákvörðun um hvort stjórnin telji að ekki verði lengur fært að annast þessa ólögbundnu þætti í starfsemi KGRP og þurfi því að segja þjónustunni upp til að geta betur sinnt lögbundnum verkefnum við sífellt minnkandi framlag ríkisins til málaflokksins. Framkvæmdastjórn og forstjóri telja að rúmlega hálfs árs uppsögn á rekstri líkhússins nægi sem frestur fyrir stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja þann nauðsynlega rekstur á öðrum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur kirkjugarða er grundvallaður á lögum nr. 36 frá 1993. Þar eru lögbundin verkefni kirkjugarða talin upp og einnig þau verkefni sem kirkjugarðar mega annast en eru ekki lagaskylda. Þar er gerð grein fyrir aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum og einnig skyldum og rétti sveitarfélaga. Í 39. gr. laganna segir: „Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs. Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.“ Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Samkomulagið byggði á gjaldalíkani sem var tæki til að nálgast raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs. Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til líkbrennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomulaginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald. Fyrstu þrjú árin var að mestu unnið í samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók annar veruleiki við. Góður skilningur var innan málaflokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðuneytisins að skerða einingarverðið allar götur fá árinu 2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum „hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hefur nýlega látið gera og knúið á um úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, fyrst árið 2011 en þá var ráðinn sérfræðingur frá Capacent til að fara yfir útreikninga fjármálaráðuneytisins, síðan var núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðinn til að gera úttekt og hann skilaði skýrslu vorið 2013 og þar á eftir var ráðherraskipuð nefnd sett á laggirnar til að fara yfir fjármálin og hún skilaði niðurstöðum í skýrslu vorið 2016. Allar þessar úttektir voru samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafnóðum verið kynntur þessi veruleiki og ítrekað hefur verið bent á eftirfarandi tvö atriði sem innanríkisráðuneytið (nú dómsmálaráðuneyti) þurfi að beita sér fyrir:1 Fullgera frumvarp frá 2006 um breytingu á lögum um kirkjugarða og leggja það fyrir þingið. Kirkjugarðaráð hefur nýlega farið yfir frumvarpið og lagt það fyrir ráðuneytið. Breytingar sem kirkjugarðaráð leggur til snúast um heimild fyrir kirkjugarða til að taka gjald í líkhúsi og athafnarýmum og losna undan að greiða prestum þóknun fyrir þjónustu við útfarir.2 Fara yfir samkomulag ríkisins og kirkjugarðaráðs frá 2005 með sérstöku tilliti til þess að endurstilla einingaverð og tíunda lögbundin verkefni kirkjugarða og skýra nánar í hvaða lögbundnu verkefni framlag ríkisins til kirkjugarða á að renna.Getum ekki beðið lengur Nú er svo komið að við sem erum í forsvari fyrir þennan málaflokk á Íslandi getum ekki beðið lengur. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert undanfarin mörg ár. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa verið reknir með tapi mörg síðustu ár þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna, mjög takmarkaða endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Hvað er þá til ráða? Meðal stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru ekki lögbundin, er rekstur líkhússins í Fossvogi og athafnarýma þar (Fossvogskirkja, kapella og bænhús). Á aðalfundi KGRP 4. maí nk. verður tekin ákvörðun um hvort stjórnin telji að ekki verði lengur fært að annast þessa ólögbundnu þætti í starfsemi KGRP og þurfi því að segja þjónustunni upp til að geta betur sinnt lögbundnum verkefnum við sífellt minnkandi framlag ríkisins til málaflokksins. Framkvæmdastjórn og forstjóri telja að rúmlega hálfs árs uppsögn á rekstri líkhússins nægi sem frestur fyrir stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja þann nauðsynlega rekstur á öðrum vettvangi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar