Hvers vegna eru stjórnendur kirkjugarðanna að hugsa um að loka líkhúsinu í Fossvogi? Þórsteinn Ragnarsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Rekstur kirkjugarða er grundvallaður á lögum nr. 36 frá 1993. Þar eru lögbundin verkefni kirkjugarða talin upp og einnig þau verkefni sem kirkjugarðar mega annast en eru ekki lagaskylda. Þar er gerð grein fyrir aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum og einnig skyldum og rétti sveitarfélaga. Í 39. gr. laganna segir: „Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs. Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.“ Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Samkomulagið byggði á gjaldalíkani sem var tæki til að nálgast raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs. Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til líkbrennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomulaginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald. Fyrstu þrjú árin var að mestu unnið í samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók annar veruleiki við. Góður skilningur var innan málaflokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðuneytisins að skerða einingarverðið allar götur fá árinu 2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum „hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hefur nýlega látið gera og knúið á um úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, fyrst árið 2011 en þá var ráðinn sérfræðingur frá Capacent til að fara yfir útreikninga fjármálaráðuneytisins, síðan var núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðinn til að gera úttekt og hann skilaði skýrslu vorið 2013 og þar á eftir var ráðherraskipuð nefnd sett á laggirnar til að fara yfir fjármálin og hún skilaði niðurstöðum í skýrslu vorið 2016. Allar þessar úttektir voru samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafnóðum verið kynntur þessi veruleiki og ítrekað hefur verið bent á eftirfarandi tvö atriði sem innanríkisráðuneytið (nú dómsmálaráðuneyti) þurfi að beita sér fyrir:1 Fullgera frumvarp frá 2006 um breytingu á lögum um kirkjugarða og leggja það fyrir þingið. Kirkjugarðaráð hefur nýlega farið yfir frumvarpið og lagt það fyrir ráðuneytið. Breytingar sem kirkjugarðaráð leggur til snúast um heimild fyrir kirkjugarða til að taka gjald í líkhúsi og athafnarýmum og losna undan að greiða prestum þóknun fyrir þjónustu við útfarir.2 Fara yfir samkomulag ríkisins og kirkjugarðaráðs frá 2005 með sérstöku tilliti til þess að endurstilla einingaverð og tíunda lögbundin verkefni kirkjugarða og skýra nánar í hvaða lögbundnu verkefni framlag ríkisins til kirkjugarða á að renna.Getum ekki beðið lengur Nú er svo komið að við sem erum í forsvari fyrir þennan málaflokk á Íslandi getum ekki beðið lengur. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert undanfarin mörg ár. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa verið reknir með tapi mörg síðustu ár þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna, mjög takmarkaða endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Hvað er þá til ráða? Meðal stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru ekki lögbundin, er rekstur líkhússins í Fossvogi og athafnarýma þar (Fossvogskirkja, kapella og bænhús). Á aðalfundi KGRP 4. maí nk. verður tekin ákvörðun um hvort stjórnin telji að ekki verði lengur fært að annast þessa ólögbundnu þætti í starfsemi KGRP og þurfi því að segja þjónustunni upp til að geta betur sinnt lögbundnum verkefnum við sífellt minnkandi framlag ríkisins til málaflokksins. Framkvæmdastjórn og forstjóri telja að rúmlega hálfs árs uppsögn á rekstri líkhússins nægi sem frestur fyrir stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja þann nauðsynlega rekstur á öðrum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Rekstur kirkjugarða er grundvallaður á lögum nr. 36 frá 1993. Þar eru lögbundin verkefni kirkjugarða talin upp og einnig þau verkefni sem kirkjugarðar mega annast en eru ekki lagaskylda. Þar er gerð grein fyrir aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum og einnig skyldum og rétti sveitarfélaga. Í 39. gr. laganna segir: „Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs. Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.“ Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Samkomulagið byggði á gjaldalíkani sem var tæki til að nálgast raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs. Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til líkbrennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomulaginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald. Fyrstu þrjú árin var að mestu unnið í samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók annar veruleiki við. Góður skilningur var innan málaflokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðuneytisins að skerða einingarverðið allar götur fá árinu 2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum „hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hefur nýlega látið gera og knúið á um úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, fyrst árið 2011 en þá var ráðinn sérfræðingur frá Capacent til að fara yfir útreikninga fjármálaráðuneytisins, síðan var núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðinn til að gera úttekt og hann skilaði skýrslu vorið 2013 og þar á eftir var ráðherraskipuð nefnd sett á laggirnar til að fara yfir fjármálin og hún skilaði niðurstöðum í skýrslu vorið 2016. Allar þessar úttektir voru samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafnóðum verið kynntur þessi veruleiki og ítrekað hefur verið bent á eftirfarandi tvö atriði sem innanríkisráðuneytið (nú dómsmálaráðuneyti) þurfi að beita sér fyrir:1 Fullgera frumvarp frá 2006 um breytingu á lögum um kirkjugarða og leggja það fyrir þingið. Kirkjugarðaráð hefur nýlega farið yfir frumvarpið og lagt það fyrir ráðuneytið. Breytingar sem kirkjugarðaráð leggur til snúast um heimild fyrir kirkjugarða til að taka gjald í líkhúsi og athafnarýmum og losna undan að greiða prestum þóknun fyrir þjónustu við útfarir.2 Fara yfir samkomulag ríkisins og kirkjugarðaráðs frá 2005 með sérstöku tilliti til þess að endurstilla einingaverð og tíunda lögbundin verkefni kirkjugarða og skýra nánar í hvaða lögbundnu verkefni framlag ríkisins til kirkjugarða á að renna.Getum ekki beðið lengur Nú er svo komið að við sem erum í forsvari fyrir þennan málaflokk á Íslandi getum ekki beðið lengur. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert undanfarin mörg ár. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa verið reknir með tapi mörg síðustu ár þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna, mjög takmarkaða endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Hvað er þá til ráða? Meðal stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru ekki lögbundin, er rekstur líkhússins í Fossvogi og athafnarýma þar (Fossvogskirkja, kapella og bænhús). Á aðalfundi KGRP 4. maí nk. verður tekin ákvörðun um hvort stjórnin telji að ekki verði lengur fært að annast þessa ólögbundnu þætti í starfsemi KGRP og þurfi því að segja þjónustunni upp til að geta betur sinnt lögbundnum verkefnum við sífellt minnkandi framlag ríkisins til málaflokksins. Framkvæmdastjórn og forstjóri telja að rúmlega hálfs árs uppsögn á rekstri líkhússins nægi sem frestur fyrir stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja þann nauðsynlega rekstur á öðrum vettvangi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun