Hvers vegna eru stjórnendur kirkjugarðanna að hugsa um að loka líkhúsinu í Fossvogi? Þórsteinn Ragnarsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Rekstur kirkjugarða er grundvallaður á lögum nr. 36 frá 1993. Þar eru lögbundin verkefni kirkjugarða talin upp og einnig þau verkefni sem kirkjugarðar mega annast en eru ekki lagaskylda. Þar er gerð grein fyrir aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum og einnig skyldum og rétti sveitarfélaga. Í 39. gr. laganna segir: „Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs. Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.“ Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Samkomulagið byggði á gjaldalíkani sem var tæki til að nálgast raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs. Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til líkbrennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomulaginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald. Fyrstu þrjú árin var að mestu unnið í samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók annar veruleiki við. Góður skilningur var innan málaflokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðuneytisins að skerða einingarverðið allar götur fá árinu 2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum „hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hefur nýlega látið gera og knúið á um úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, fyrst árið 2011 en þá var ráðinn sérfræðingur frá Capacent til að fara yfir útreikninga fjármálaráðuneytisins, síðan var núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðinn til að gera úttekt og hann skilaði skýrslu vorið 2013 og þar á eftir var ráðherraskipuð nefnd sett á laggirnar til að fara yfir fjármálin og hún skilaði niðurstöðum í skýrslu vorið 2016. Allar þessar úttektir voru samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafnóðum verið kynntur þessi veruleiki og ítrekað hefur verið bent á eftirfarandi tvö atriði sem innanríkisráðuneytið (nú dómsmálaráðuneyti) þurfi að beita sér fyrir:1 Fullgera frumvarp frá 2006 um breytingu á lögum um kirkjugarða og leggja það fyrir þingið. Kirkjugarðaráð hefur nýlega farið yfir frumvarpið og lagt það fyrir ráðuneytið. Breytingar sem kirkjugarðaráð leggur til snúast um heimild fyrir kirkjugarða til að taka gjald í líkhúsi og athafnarýmum og losna undan að greiða prestum þóknun fyrir þjónustu við útfarir.2 Fara yfir samkomulag ríkisins og kirkjugarðaráðs frá 2005 með sérstöku tilliti til þess að endurstilla einingaverð og tíunda lögbundin verkefni kirkjugarða og skýra nánar í hvaða lögbundnu verkefni framlag ríkisins til kirkjugarða á að renna.Getum ekki beðið lengur Nú er svo komið að við sem erum í forsvari fyrir þennan málaflokk á Íslandi getum ekki beðið lengur. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert undanfarin mörg ár. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa verið reknir með tapi mörg síðustu ár þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna, mjög takmarkaða endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Hvað er þá til ráða? Meðal stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru ekki lögbundin, er rekstur líkhússins í Fossvogi og athafnarýma þar (Fossvogskirkja, kapella og bænhús). Á aðalfundi KGRP 4. maí nk. verður tekin ákvörðun um hvort stjórnin telji að ekki verði lengur fært að annast þessa ólögbundnu þætti í starfsemi KGRP og þurfi því að segja þjónustunni upp til að geta betur sinnt lögbundnum verkefnum við sífellt minnkandi framlag ríkisins til málaflokksins. Framkvæmdastjórn og forstjóri telja að rúmlega hálfs árs uppsögn á rekstri líkhússins nægi sem frestur fyrir stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja þann nauðsynlega rekstur á öðrum vettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Rekstur kirkjugarða er grundvallaður á lögum nr. 36 frá 1993. Þar eru lögbundin verkefni kirkjugarða talin upp og einnig þau verkefni sem kirkjugarðar mega annast en eru ekki lagaskylda. Þar er gerð grein fyrir aðkomu ríkissjóðs að rekstrinum og einnig skyldum og rétti sveitarfélaga. Í 39. gr. laganna segir: „Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs. Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.“ Árið 2005 var undirritað samkomulag milli ríkisins og kirkjugarðaráðs um fjárveitingar til kirkjugarða. Samkomulagið byggði á gjaldalíkani sem var tæki til að nálgast raunverulega þörf garðanna til lögbundins reksturs. Útbúið var einingaverð umhirðu, greftrana og til líkbrennslu. Þetta einingaverð átti samkvæmt samkomulaginu að þróast í samræmi við verðlag og kaupgjald. Fyrstu þrjú árin var að mestu unnið í samræmi við samkomulagið en eftir efnahagshrun tók annar veruleiki við. Góður skilningur var innan málaflokksins á sambærilegri skerðingu og aðrar stofnanir þurftu að þola en það sem forráðamenn kirkjugarðamála höfðu ekki skilning á var sú aðferðafræði fjármálaráðuneytisins að skerða einingarverðið allar götur fá árinu 2009 til 2016. Vitanlega átti að reikna upp einingarverðið á hverju ári og skerða síðan þá upphæð sem út kom til samræmis við aðrar stofnanir. Nú er svokölluðum „hagræðingarkröfum ríkisstjórna“ hætt en kirkjugarðar sitja uppi með ónýtt gjaldalíkan sem reiknar vart meira en 50% af fjárþörf þeirra á síðustu árum. Stjórn Kirkjugarðasambands Íslands hefur nýlega látið gera og knúið á um úttekt á rekstrarskilyrðum kirkjugarða, fyrst árið 2011 en þá var ráðinn sérfræðingur frá Capacent til að fara yfir útreikninga fjármálaráðuneytisins, síðan var núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðinn til að gera úttekt og hann skilaði skýrslu vorið 2013 og þar á eftir var ráðherraskipuð nefnd sett á laggirnar til að fara yfir fjármálin og hún skilaði niðurstöðum í skýrslu vorið 2016. Allar þessar úttektir voru samhljóma um það að rekstrarskilyrði kirkjugarða væru komin langt niður fyrir þau mörk sem sett voru með samkomulaginu frá 2005. Ríkisstjórnum, ráðherrum, stjórnmálamönnum og embættismönnum hefur jafnóðum verið kynntur þessi veruleiki og ítrekað hefur verið bent á eftirfarandi tvö atriði sem innanríkisráðuneytið (nú dómsmálaráðuneyti) þurfi að beita sér fyrir:1 Fullgera frumvarp frá 2006 um breytingu á lögum um kirkjugarða og leggja það fyrir þingið. Kirkjugarðaráð hefur nýlega farið yfir frumvarpið og lagt það fyrir ráðuneytið. Breytingar sem kirkjugarðaráð leggur til snúast um heimild fyrir kirkjugarða til að taka gjald í líkhúsi og athafnarýmum og losna undan að greiða prestum þóknun fyrir þjónustu við útfarir.2 Fara yfir samkomulag ríkisins og kirkjugarðaráðs frá 2005 með sérstöku tilliti til þess að endurstilla einingaverð og tíunda lögbundin verkefni kirkjugarða og skýra nánar í hvaða lögbundnu verkefni framlag ríkisins til kirkjugarða á að renna.Getum ekki beðið lengur Nú er svo komið að við sem erum í forsvari fyrir þennan málaflokk á Íslandi getum ekki beðið lengur. Allar upplýsingar liggja fyrir og hafa gert undanfarin mörg ár. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa verið reknir með tapi mörg síðustu ár þrátt fyrir mikinn niðurskurð í ráðningu sumarstarfsmanna, mjög takmarkaða endurnýjun véla og tækja og viðhald húsnæðis. Hvað er þá til ráða? Meðal stórra verkefna, sem KGRP hafa annast í áratugi, en eru ekki lögbundin, er rekstur líkhússins í Fossvogi og athafnarýma þar (Fossvogskirkja, kapella og bænhús). Á aðalfundi KGRP 4. maí nk. verður tekin ákvörðun um hvort stjórnin telji að ekki verði lengur fært að annast þessa ólögbundnu þætti í starfsemi KGRP og þurfi því að segja þjónustunni upp til að geta betur sinnt lögbundnum verkefnum við sífellt minnkandi framlag ríkisins til málaflokksins. Framkvæmdastjórn og forstjóri telja að rúmlega hálfs árs uppsögn á rekstri líkhússins nægi sem frestur fyrir stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja þann nauðsynlega rekstur á öðrum vettvangi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar