Handbolti

Formaður dómaranefndar HSÍ með 30 athugasemdir við dómgæsluna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón L. Sigurðsson.
Guðjón L. Sigurðsson.
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er einn þeirra sem hafa skoðað umdeildan leik rúmenska liðsins Turda og Vals í Áskorendakeppni Evrópu.

Valur vann fyrri leikinn, 30-22, en tapaði síðari leiknum, 32-23, þar sem dómarar leiksins drógu taum rúmenska liðsins og hávær orðrómur um að þeim hafi verið mútað.

„Ég er búinn að gera greiningu á leiknum og er með 30 athugasemdir sem ég vil að verði skoðað frekar. Ég er sammála Valsmönnum í sinni gagnrýni,“ segir Guðjón.

Á stjórnarfundi HSÍ í hádeginu var ákveðið að senda inn formlega kvörtun til EHF vegna dómgæslunnar í leiknum.

„Við höfum verið í sambandi við EHF en þurfum að senda inn formlega kvörtun. EHF hefur brugðist vel við og svarað póstum. Þeir lofa að bregðast við og skoða þetta en hafa ekki enn gert það,“ segir Guðjón og bætir við að HSÍ muni fylgja því eftir að það fáist niðurstaða í málinu.

Sjá má fréttina í heild hér að neðan.


Tengdar fréttir

Valsmenn úr leik eftir dómarafarsa í Rúmeníu

Valur leikur ekki til úrslita í Áskorendabikar Evrópu. Þetta var ljóst eftir níu marka tap, 32-23, fyrir Potaissa Turda í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Rúmeníu í dag.

Helsárir Valsmenn vilja kæra úrslitin í Rúmeníu

Valur er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu eftir tap fyrir rúmenska liðinu Potaissa Turda í síðari leik liðanna ytra í gær, 32-23. Valur vann fyrri leikinn með átta marka mun en tapaði einvíginu með eins marks mun.

Valsmenn íhuga kæru: „Dómararnir voru keyptir“

Valur hyggst kæra framkvæmd leiksins gegn Potaissa Turda í undanúrslitum Áskorendabikars Evrópu. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, í samtali við Vísi eftir leikinn í Rúmeníu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×