Eitruð fyrirtækjamenning Martha Árnadóttir skrifar 3. maí 2017 07:00 Stundum eru verkefnin sjálf auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru starfsþroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógnun við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steininum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna.Reglur og þögn Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum.Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að starfa og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Stundum eru verkefnin sjálf auðveldasti parturinn af vinnunni á meðan andrúmsloftið á vinnustaðnum er erfiðasti hlutinn og getur hreinlega verið baneitrað. Forði fólk sér ekki af slíkum vinnustað getur það endað í algjöru starfsþroti. Eitrað andrúmsloft á vinnustað er alvarleg ógnun við heilsu starfsfólks og jafnvel lífshættulegt. Helstu einkennin eru að starfsfólk talar lítið saman, það brosir ekki eða hlær og gerir að gamni sínu. Hvatning milli starfsmanna er svo til óþekkt og öll samskipti eru formleg. Stutt er í baktal og jafnvel skemmdarverk og óttinn og óöryggið liggur í loftinu. Sá sem kemur nýr inn í þetta andrúmsloft finnur strax að eitthvað er að en starfsfólkið er löngu orðið samdauna ástandinu og heldur áfram að ýta þungum steininum upp hæðina í þykku andrúmsloftinu. Streita, höfuðverkur, vöðvabólga, svefnleysi og kvíði eru ríkjandi ástand í lífi starfsmanna.Reglur og þögn Þegar kemur að hvatningu eða hóli er starfsfólki fyrst og fremst umbunað fyrir að ná settum markmiðum stjórnar eða fyrir að fara vel og rækilega eftir reglum. Að fara ótroðnar slóðir og koma upp með nýjar hugmyndir um hvernig má gera hlutina er illa séð. Starfsmenn segja ekki skoðun sína enda koma ákvarðanir ofan frá og starfstitlar og reglur eru lykilatriði. Það hvernig starfsfólki líður, heilsa þess og aðstæður, er málefni sem fyrirtækinu kemur ekki við. Það er hvíslað á göngum og ekki talað hreint út. Starfsmenn hafa það á tilfinningunni að starfsöryggið sé ekkert og fyrirtækið fullt af leyndarmálum sem aðeins örfáir eiga að vita. Stórar og smáar breytingar eru tilkynntar án nokkurs aðdraganda eða samráðs við starfsfólk. Ef þú þekkir þessi einkenni af þínum vinnustað þá ertu einfaldlega í vondum málum og í rauninni lítið sem þú getur gert annað en að forða þér, því svona andrúmsloft er borið uppi af lykilstjórnendum (meðvitað eða ómeðvitað) og fáir sem geta haft áhrif þarna á ef ekki er skilningur á ástandinu í kuldanum á toppnum.Rándýrt Í samkeppninni um hæfasta fólkið, sem er hin raunverulega samkeppni í nútímanum, er svona andrúmsloft það mest fráhrindandi sem hugsast getur fyrir hæfileikaríkt fólk. Inn í það fer enginn sem hefur aðra möguleika og já, það spyrst út hvar er gott að starfa og hvar ekki. Eins og með allt annað; eftir höfðinu dansa limirnir og höfuðið verður að taka forystuna í þessum efnum sem öðrum.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar