Vagga börnum og blómum – Stefnumótun hjá Kópavogsbæ Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun