Pólitískur rétttrúnaður og hatursorðræða Stefán Karlsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar