Pólitískur rétttrúnaður og hatursorðræða Stefán Karlsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Skorin hefur verið upp herör gegn þeim sem sagðir eru stunda hatursorðræðu, sérstaklega gegn múslímum. Þeir sem telja sig hafa völdin innan orðræðunnar vilja þagga niður í þeim sem ekki fylgja réttu línunni. Þessi forræðishyggja byggist á pólitískum rétttrúnaði. Gagnrýni á hugmyndafræði íslamskra öfgamanna er t.d. bönnuð og henni jafnað við rasisma. Allir hafa hins vegar skotleyfi á vestræna menningararfleifð. Önnur menningarsamfélög en það vestræna eru lofsömuð og litið framhjá feðraveldi, kynþáttahyggju og kúgun sem eru oft fylgifiskar sumra menningarheima. Alið er á sjálfsgagnrýni og sektarvitund Vesturlandabúa. Þetta hefur leitt til fórnarlambsvæðingar minnihlutahópa og menningarlegs sjálfshaturs. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn fremja t.d hryðjuverk hefja menn vægðarlausa sjálfsritskoðun í stað þess að fordæma verknaðinn. Viðkvæðið er: „Höfum við ekki sjálf kallað þetta yfir okkur?“ Þessi afstaða sviptir fólk í fyrrverandi nýlendum og innan minnihlutahópa ábyrgð sem er nýtt form nýlendustefnu. Það þykir ekki nógu þroskað til að bera eigin sekt. Pólitískur rétttrúnaður aðhyllist menningarlega afstæðishyggju. Sett er spurningamerki við mannréttindi og lýðræði sem arfleifð vestrænnar menningar. Hafna ber algildum mælikvörðum varðandi rétt og rangt, gott og illt. Allir lífshættir eru jafn réttháir sem bannar að lagt sé mat á þá út frá siðfræðilegri og þekkingarfræðilegri gagnrýni. Enginn fulltrúi pólitísks rétttrúnaðar myndi samt vilja vera í sporum þess fólks sem verður að búa við sumar þessar siðvenjur, t.d. umskurð kvenna. Þeir krefjast þess að siðvenjur annarra þjóða séu virtir en sjá ekki þjáningar fólksins sem verður að lifa við þær. Áherslan á sérstöðu menningarhópa stríðir gegn réttindum einstaklingsins. Hann er bundinn menningararfleifð sinni og réttindi hans lúta ofurvaldi hópsins. Þetta hefur reist múra milli þjóðfélagshópa og rutt fordómum leið, t.d. vaxandi gyðingahatri. Litið er á menningarhópa sem lokaðar heildir og arfleifð þeirra talin eðlislæg einstaklingunum sem tilheyra þeim. Það sem áður var talið eðlislægt og bundið við kynþætti er nú tengt við menningarheima. Menningarleg kynþáttahyggja hefur leyst þá líffræðilegu af hólmi þar sem áherslan á sérstöðu menningarheima er notuð til að réttlæta aðgreiningu og nýja aðskilnaðarstefnu. Í viðleitni sinni til að þagga niður umræðu um mikilvæg og viðkvæm málefni er pólitískur rétttrúnaður í andstöðu við grunngildi mannréttinda. Með forræðishyggju sinni grefur hann undan sjálfræði og málfrelsi manna. Hann setur tjáningarfrelsinu skorður og kemur á ritskoðun sem er undirbyggð með reglum um hvaða málefni megi fjalla um og hvernig. Hann kemur í veg fyrir opna umræðu þegar svo mikil þörf er á að tekist sé á um mikilvæg málefni á gagnrýninn hátt. Þess í stað er allri gagnrýni mætt með þöggun eða klisjum um kynþáttafordóma eða fælni. Þegar íslamskir bókstafstrúarmenn ráðast á grunngildi vestrænna samfélaga þegja menn þunnu hljóði frekar en að taka þá áhættu að vera kallaðir rasistar. Mannréttindi eru algild og skilyrðislaus. Þau lúta ekki menningu og arfleifð. Þau eru grundvallarréttindi sem standa óháð þeirri menningu sem viðkomandi er hluti af. Þegar þau eru annars vegar á ætíð að setja einstaklinginn og sjálfræði hans yfir heildina. Einstaklingurinn hefur rétt og kröfu til að gagnrýna allt með því að leggja það í dóm skynseminnar og vísindalegrar nálgunar. Þar eru hefðir engin undantekning.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar