Að stuðla að óheilsu Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að leyfa sölu á vodka, bjór og öðru áfengi í matvöruverslunum auk þess sem heimilað verður að auglýsa áfengi í fjölmiðlum. Frumvarpsflytjendur hafna því að neysla áfengis muni aukast ef það nær fram að ganga, þvert á rökstuddar umsagnir stofnana eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, Embættis landlæknis og Umboðsmanns barna um að samþykkt þess hafi ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Verra er að í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að aukin áfengisneysla hafi afleiðingar. Ef aðgengi að áfengi er aukið verða afleiðingar þess aukin neysla sem leiðir til meiri félags- og heilbrigðislegra vandamála. Fjarvistir frá vinnu munu aukast, sem og ölvunarakstur, innlagnir á sjúkrahús, aukinn þrýstingur verður á félagsmálayfirvöld og lögreglu. Ef skoðað er hvaða áhrif aukin áfengisneysla muni hafa á heilbrigði fólks er nóg að líta til Danmerkur, en þar er tíðni skorpulifrar 26 á hverja 100 þúsund hjá körlum en sambærileg tala á Íslandi er 3,3. Þess má geta að Danir lifa nokkrum árum skemur en Íslendingar. Af hverju nefni ég Danmörku í þessu sambandi? Jú, frumvarpsflytjendur vilja fá sama fyrirkomulag á sölu áfengis eins og tíðkast í Danmörku. Við megum taka upp margt jákvætt frá Dönum, en sleppum að taka upp þeirra áfengisómenningu. Ljóst er að umrætt frumvarp gengur gegn yfirlýstri stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum frá árinu 2014, þar sem m.a. kemur fram að takmarka beri aðgengi að áfengi með aðhaldssömu sölufyrirkomulagi. Heilbrigðisráðherra hefur sagt að hann styðji ekki breytingar sem leiði til meiri áfengisneyslu en hefur samt ekki gefið upp afstöðu sína til frumvarpsins, heldur ætlar hann að fylgjast með þinglegri meðferð þess. Afstaða ráðherrans er köld kveðja til aðila sem berjast á degi hverjum í forvarnastarfi gegn aukinni áfengisneyslu. Því er viðeigandi að minna ráðherra á að heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á forvörnum og lýðheilsu í landinu sem hefur að markmiði að allar aðgerðir hins opinbera og annarra skulu miða að því að viðhalda og bæta heilbrigði, en ekki stuðla að aukinni óheilsu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar