Þorgerður Katrín, hvar er uppboðsleiðin nú? Lýður Árnason skrifar 5. maí 2017 07:00 Nokkur styr hefur staðið um lög um fiskveiðistjórn eftir að HB Grandi tilkynnti um að hætta starfsemi sinni á Akranesi. Helstu forvígismenn staðarins eru hvumsa og vilja semja við fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi vinnslu, jafnvel með milljarða kostnaði fyrir bæjarfélagið. Gangi það ekki eftir munu 100 manns missa vinnuna. En þessi saga er ekki ný af nálinni. Flestir landshlutar þekkja hana allt of vel. Ástæðan er augljós og samanstendur af tveimur orðum: Samþjöppun veiðiheimilda. Margir halda að samþjöppun veiðiheimilda sé afleiðing af sölu þeirra sem leyfð var í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrsta greinin er stutt og skýr: 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Hér kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda myndar hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þá hljóta menn að spyrja: Hvað hafa menn verið að selja, kaupa og veðsetja allan þennan tíma? Og hvernig má það vera að samþjöppun hafi orðið á sameign íslenzku þjóðarinnar sem þó má hvorki selja né veðsetja? Eiga forsvarsmenn HB Granda að svara því? Voru þeir Guðmundur í Brimi og Þorsteinn Már einhvern tíma kosnir til annars en að gæta hagsmuna sinna fyrirtækja? Hagsmunir þjóðarinnar hafa verið í höndum þingmanna og sjávarútvegsráðherra í þái og núi. Kaup og sala á fjöreggi þjóðarinnar er þeirra vanræksla fyrst og fremst. Og í stað þess að taka nú loksins á þessari kerfisvillu talar sjávarútvegsráðherra um samfélagslega ábyrgð HB Granda og vill endurskoða veiðigjöld. Hið fyrsta liggur hin samfélagslega ábyrgð á herðum ráðherra sjálfs og hvernig ætti breyting á veiðigjöldum að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu? Hækkun þeirra yrði íþyngjandi fyrir útgerðina og lækkun kæmi fram í auknum arði. Í skúffu sjávarútvegsráðherra er hins vegar kosningaloforð um almennt uppboð á veiðiheimildum. Það gæti valdið straumhvörfum og eftir því kalla ég nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Nokkur styr hefur staðið um lög um fiskveiðistjórn eftir að HB Grandi tilkynnti um að hætta starfsemi sinni á Akranesi. Helstu forvígismenn staðarins eru hvumsa og vilja semja við fyrirtækið til að tryggja áframhaldandi vinnslu, jafnvel með milljarða kostnaði fyrir bæjarfélagið. Gangi það ekki eftir munu 100 manns missa vinnuna. En þessi saga er ekki ný af nálinni. Flestir landshlutar þekkja hana allt of vel. Ástæðan er augljós og samanstendur af tveimur orðum: Samþjöppun veiðiheimilda. Margir halda að samþjöppun veiðiheimilda sé afleiðing af sölu þeirra sem leyfð var í lögum um stjórn fiskveiða frá 1990. Fyrsta greinin er stutt og skýr: 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Hér kemur skýrt fram að úthlutun aflaheimilda myndar hvorki eignarrétt né óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þá hljóta menn að spyrja: Hvað hafa menn verið að selja, kaupa og veðsetja allan þennan tíma? Og hvernig má það vera að samþjöppun hafi orðið á sameign íslenzku þjóðarinnar sem þó má hvorki selja né veðsetja? Eiga forsvarsmenn HB Granda að svara því? Voru þeir Guðmundur í Brimi og Þorsteinn Már einhvern tíma kosnir til annars en að gæta hagsmuna sinna fyrirtækja? Hagsmunir þjóðarinnar hafa verið í höndum þingmanna og sjávarútvegsráðherra í þái og núi. Kaup og sala á fjöreggi þjóðarinnar er þeirra vanræksla fyrst og fremst. Og í stað þess að taka nú loksins á þessari kerfisvillu talar sjávarútvegsráðherra um samfélagslega ábyrgð HB Granda og vill endurskoða veiðigjöld. Hið fyrsta liggur hin samfélagslega ábyrgð á herðum ráðherra sjálfs og hvernig ætti breyting á veiðigjöldum að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu? Hækkun þeirra yrði íþyngjandi fyrir útgerðina og lækkun kæmi fram í auknum arði. Í skúffu sjávarútvegsráðherra er hins vegar kosningaloforð um almennt uppboð á veiðiheimildum. Það gæti valdið straumhvörfum og eftir því kalla ég nú.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar