Bú er landstólpi, eyðibýli ekki Vésteinn Valgarðsson skrifar 5. maí 2017 11:03 Það fréttist um daginn að hið gamalgróna býli Unaós í Hjaltastaðaþinghá er að líkindum fara í eyði vegna þess að eigandinn, íslenska ríkið, auglýsir ekki eftir nýjum ábúanda þegar bóndinn hættir. Nú bætast við fréttir um að fjöldi ríkisjarða sé farinn í eyði í Skaftárhreppi og oddviti hreppsins gagnrýnir hvað ríkið dregur það lengi að auglýsa þær, og ber við „stefnumótunarvinnu“. En stefnuleysi er líka ákveðin stefna í svona máli, því ef landinu er ekki haldið í byggð á meðan menn eru að hugsa sig um, þá fer það í eyði. Svo einfalt er það. Það er stefnan. Þessi „stefnumótun“ ríkisins hefur staðið í einhver ár. Það er langur tími í landbúnaði. Það er nefnilega a.m.k. tvennt sem gerir landbúnað einstakan meðal atvinnugreina. Annars vegar er hann eina atvinnugreinin sem mannkynið getur ekki lifað án. Hins vegar er ekki hægt að hætta bara með hann og byrja aftur eftir nokkur ár, eins og stígvélaverksmiðju eða leigubílastöð. Þegar landið fer í órækt, hús í niðurníðslu, og búsmalinn í sláturhús er mjög mikið átak að byrja aftur. Og dýrt. Svo ekki sé minnst á samfélagslega upplausn, svo sem þegar börnum snarfækkar í skóla sem var fámennur fyrir. Það vill svo til að ég er með lausn, stefnu sem hver sem er má gera að sinni: Landið á að vera í byggð og þegar bújörð í eigu ríkisins losnar á strax að auglýsa hana. Flóknara er það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Það fréttist um daginn að hið gamalgróna býli Unaós í Hjaltastaðaþinghá er að líkindum fara í eyði vegna þess að eigandinn, íslenska ríkið, auglýsir ekki eftir nýjum ábúanda þegar bóndinn hættir. Nú bætast við fréttir um að fjöldi ríkisjarða sé farinn í eyði í Skaftárhreppi og oddviti hreppsins gagnrýnir hvað ríkið dregur það lengi að auglýsa þær, og ber við „stefnumótunarvinnu“. En stefnuleysi er líka ákveðin stefna í svona máli, því ef landinu er ekki haldið í byggð á meðan menn eru að hugsa sig um, þá fer það í eyði. Svo einfalt er það. Það er stefnan. Þessi „stefnumótun“ ríkisins hefur staðið í einhver ár. Það er langur tími í landbúnaði. Það er nefnilega a.m.k. tvennt sem gerir landbúnað einstakan meðal atvinnugreina. Annars vegar er hann eina atvinnugreinin sem mannkynið getur ekki lifað án. Hins vegar er ekki hægt að hætta bara með hann og byrja aftur eftir nokkur ár, eins og stígvélaverksmiðju eða leigubílastöð. Þegar landið fer í órækt, hús í niðurníðslu, og búsmalinn í sláturhús er mjög mikið átak að byrja aftur. Og dýrt. Svo ekki sé minnst á samfélagslega upplausn, svo sem þegar börnum snarfækkar í skóla sem var fámennur fyrir. Það vill svo til að ég er með lausn, stefnu sem hver sem er má gera að sinni: Landið á að vera í byggð og þegar bújörð í eigu ríkisins losnar á strax að auglýsa hana. Flóknara er það ekki.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar