Að krossa upp á tíu Ragnhildur Þrastardóttir skrifar 7. maí 2017 15:22 Ég sit í stofu 311. Ég er búin að læra í viku fyrir prófið og búin að standa mig vel yfir önnina. Þetta verður skítlétt, ég meina þetta er bara krossapróf? Sólin horfir lostafull inn um gluggann og óþreyja eftir henni liggur yfir öllum í stofunni. „Þið megið byrja“ segir hvíthærð kona sem ég hef aldrei séð áður. Næstu klukkustundina hefur hún alræðisvald yfir mér og samsetum mínum. Ég heyri hvernig blýantarnir æða um síður stúdentanna í stofunni, hvernig allt sem þeir hafa hlaðið inn á skammtímaminnið lekur yfir mjólkurhvít blöðin. Krossapróf. Próf sem, samkvæmt Snöru, er tekið með því að setja kross í reiti framan við rétt svör við spurningum. Stundum eru svörin reyndar öll rétt. Samt máttu bara velja einn möguleika. Þann sem er réttASTUR. En þarna fellur form krossaprófsins um sjálft sig. Svarmöguleikar ættu aldrei að vera allir réttir ef aðeins einn kemur til greina. Þetta er ekki eini gallinn á prófum af þessu sauðahúsi. Þau eru gjarnan staðreyndamiðuð, beinast að atriðum eins og því hver sagði hvað, hvaða ártal eitthvað tiltekið atvik gerðist eða hvaða kenning beri hvaða heiti. Á meðan það er gott og gilt að nemendur átti sig á þessum atriðum segja þau lítið um kunnáttu viðkomandi, fremur það hversu góður aðilinn er í að líma lítt nothæfar staðreyndir inn í stundarminnið. Nám á að auka við þekkingu auðvitað fyrst og fremst, en annað mikilvægt hlutverk skólakerfisins er að undirbúa skjólstæðinga sína fyrir atvinnulífið svo þessi þekking nýtist sem allra best. Í framtíðarstarfi er afar ólíklegt að staðreyndaþekking fleyti fólki langt. Það er ferlega fúlt að vera búinn að leggja sig fram við að læra efni, áhugavert efni jafnvel, virkilega gefa sig allan í það og svo fá ekki að sýna hvað í manni býr. Það er bara happa glappa hvort maður man hvaða ár táknmálsbannið var sett á eða hver fann upp vasareikninn. Á meðan er öll kunnáttan sem hefði möguleika á að flæða út í formi svars við ritgerðarspurningu lokuð inni og þrýstir oftar en ekki svo ofboðslega á flóðgáttirnar að hún flæðir út um augun, ekki blýantinn. Ég vissi alveg að prófið yrði vonbrigði. Ég fengi ekki að skemmta mér við að greina skilmerkilega frá því hvernig óhlutstæðar hugmyndir hylla sérstöðu Bandaríkjanna og „Vestursins“ en gera lítið úr öðrum menningarheimum. Ég fengi ekki að sýna fram á leikni mína við að ræða um fyrstu og aðra bylgju femínisma eða leiða rök að því hvernig lögmál mismunarins birtist í samfélaginu. Því þannig eru krossapróf í flestum tilvikum, skúffelsi. „Jæja, hvað á þá til bragðs að taka, ef krossapróf eru svona hræðileg?“ „Nú, það er ekki flókið. Krossar eru ágætir til þess að athuga vitneskju um staðreyndir og eru því prófum alveg að meinalausu að því gefnu að þeir séu notaðir rétt og hafi takmarkað vægi. Það þarf einfaldlega að gera eins og margir afbragðs kennarar gera og kássa saman krossum, ritgerðarspurningum og fleiru, allt eftir hverjum aðstæðum fyrir sig.“ Kæru kennarar og aðrir sem koma að mótun prófa. Leyfið okkur að skína, gefið okkur tækifæri á að gera ykkur stolt af allri vitneskjunni sem þið hafið hjálpað okkur við að komast yfir. Það er kannski meiri vinna að lesa margþrungin svör og rökstuðninga en að setja blöð í skanna, en trúið mér. Við sem nemendur skulum gera þessa vinnu ómaksins verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ég sit í stofu 311. Ég er búin að læra í viku fyrir prófið og búin að standa mig vel yfir önnina. Þetta verður skítlétt, ég meina þetta er bara krossapróf? Sólin horfir lostafull inn um gluggann og óþreyja eftir henni liggur yfir öllum í stofunni. „Þið megið byrja“ segir hvíthærð kona sem ég hef aldrei séð áður. Næstu klukkustundina hefur hún alræðisvald yfir mér og samsetum mínum. Ég heyri hvernig blýantarnir æða um síður stúdentanna í stofunni, hvernig allt sem þeir hafa hlaðið inn á skammtímaminnið lekur yfir mjólkurhvít blöðin. Krossapróf. Próf sem, samkvæmt Snöru, er tekið með því að setja kross í reiti framan við rétt svör við spurningum. Stundum eru svörin reyndar öll rétt. Samt máttu bara velja einn möguleika. Þann sem er réttASTUR. En þarna fellur form krossaprófsins um sjálft sig. Svarmöguleikar ættu aldrei að vera allir réttir ef aðeins einn kemur til greina. Þetta er ekki eini gallinn á prófum af þessu sauðahúsi. Þau eru gjarnan staðreyndamiðuð, beinast að atriðum eins og því hver sagði hvað, hvaða ártal eitthvað tiltekið atvik gerðist eða hvaða kenning beri hvaða heiti. Á meðan það er gott og gilt að nemendur átti sig á þessum atriðum segja þau lítið um kunnáttu viðkomandi, fremur það hversu góður aðilinn er í að líma lítt nothæfar staðreyndir inn í stundarminnið. Nám á að auka við þekkingu auðvitað fyrst og fremst, en annað mikilvægt hlutverk skólakerfisins er að undirbúa skjólstæðinga sína fyrir atvinnulífið svo þessi þekking nýtist sem allra best. Í framtíðarstarfi er afar ólíklegt að staðreyndaþekking fleyti fólki langt. Það er ferlega fúlt að vera búinn að leggja sig fram við að læra efni, áhugavert efni jafnvel, virkilega gefa sig allan í það og svo fá ekki að sýna hvað í manni býr. Það er bara happa glappa hvort maður man hvaða ár táknmálsbannið var sett á eða hver fann upp vasareikninn. Á meðan er öll kunnáttan sem hefði möguleika á að flæða út í formi svars við ritgerðarspurningu lokuð inni og þrýstir oftar en ekki svo ofboðslega á flóðgáttirnar að hún flæðir út um augun, ekki blýantinn. Ég vissi alveg að prófið yrði vonbrigði. Ég fengi ekki að skemmta mér við að greina skilmerkilega frá því hvernig óhlutstæðar hugmyndir hylla sérstöðu Bandaríkjanna og „Vestursins“ en gera lítið úr öðrum menningarheimum. Ég fengi ekki að sýna fram á leikni mína við að ræða um fyrstu og aðra bylgju femínisma eða leiða rök að því hvernig lögmál mismunarins birtist í samfélaginu. Því þannig eru krossapróf í flestum tilvikum, skúffelsi. „Jæja, hvað á þá til bragðs að taka, ef krossapróf eru svona hræðileg?“ „Nú, það er ekki flókið. Krossar eru ágætir til þess að athuga vitneskju um staðreyndir og eru því prófum alveg að meinalausu að því gefnu að þeir séu notaðir rétt og hafi takmarkað vægi. Það þarf einfaldlega að gera eins og margir afbragðs kennarar gera og kássa saman krossum, ritgerðarspurningum og fleiru, allt eftir hverjum aðstæðum fyrir sig.“ Kæru kennarar og aðrir sem koma að mótun prófa. Leyfið okkur að skína, gefið okkur tækifæri á að gera ykkur stolt af allri vitneskjunni sem þið hafið hjálpað okkur við að komast yfir. Það er kannski meiri vinna að lesa margþrungin svör og rökstuðninga en að setja blöð í skanna, en trúið mér. Við sem nemendur skulum gera þessa vinnu ómaksins verða.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun