Hvar eru efndirnar? María Óskarsdóttir skrifar 9. maí 2017 07:00 Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir alþingiskosningar í október 2016 voru frambjóðendur spurðir um hvað þeir ætluðu að gera til að bæta kjör örorkulífeyrisþega. Í svörum sínum lofuðu þeir úrbótum, en hvar eru efndirnar? Staða örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur ekki batnað eftir að ný stjórn og nýr þingmeirihluti tók við. Enginn þarf að velkjast í vafa um að aðstæður margra örorkulífeyrisþega eru mjög erfiðar, þar sem tekjurnar duga ekki til framfærslu nema hluta mánaðarins. Hvernig á fólk að geta framfleytt sér með undir 200.000 krónur á mánuði? Stór hluti örorkulífeyrisþega býr einfaldlega við fátækt. Hjá þeim sem ekki eru þegar fastir í fátækt þarf oft ekki nema viðbótarútgjöld, s.s. að ísskápurinn bili, leigan hækki eða kaupa þurfi sýklalyf, til að fjárhagurinn fari á hliðina. Ein meginástæða þess að fólk er í þessari stöðu er að lífeyrir almannatrygginga dugir ekki til framfærslu. Til að bæta gráu ofan á svart eru miklar tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, sem halda fólki í spennitreyju. Þessar tekjutengingar eru í raun fátæktargildrur og á það sérstaklega við um „krónu á móti krónu“ skerðingar. Um þriðjungur örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega fær greidda uppbót til að hífa tekjur þeirra upp í ákveðið lágmarksviðmið, sem í dag er 227.883 kr. á mánuði fyrir skatt (útborgað rúmar 196.000 krónur). Reyndar er hluti hópsins með enn lægri heildartekjur, en það er efni í aðra grein. Hvað gerist ef örorku- eða endurhæfingarlífeyrisþegi með sérstaka framfærsluuppbót fær tekjur eða greiðslur annars staðar frá? Lítum á nokkur dæmi:Dæmi I. Séreignarsparnaður Jón er 45 ára endurhæfingarlífeyrisþegi. Hann tók út 300.000 kr. séreignarsparnað (fyrir skatt) og við það lækkuðu greiðslur til hans frá TR um 25.000 kr. á mánuði (samtals 300.000 kr.) eða krónu á móti krónu.Dæmi II. Lífeyrissjóðstekjur Árni er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Eftir að hann fékk greiðslur frá lífeyrissjóði sínum, 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hans um sömu upphæð. Samanlagðar tekjur hans eru 196.610 kr. eftir skatt, með og án lífeyrissjóðstekna. Það bætir því engu við lífskjör hans að hafa greitt í lífeyrissjóð og áunnið sér rétt þar.Dæmi III. Atvinnutekjur Sunna er 30 ára örorkulífeyrisþegi. Hún hefur mjög litla starfsgetu en nær að vinna sér inn 20.000 kr. á mánuði (fyrir skatt og iðgjöld). Þrátt fyrir atvinnutekjurnar hækka samanlagðar ráðstöfunartekjur ekkert, hún fær áfram útborgaðar 196.610 kr. á mánuði. Atvinnutekjur hennar lækka greiðslur TR til hennar um 20.000 kr. á mánuði eða krónu á móti krónu. Hvatinn til vinnu er enginn.Dæmi IV: Dánarbætur frá TR Anna er 50 ára örorkulífeyrisþegi. Við andlát eiginmannsins sótti hún um dánarbætur hjá Tryggingastofnun, sem eru 47.186 kr. fyrir skatt. Við það lækkuðu greiðslur Tryggingastofnunar til hennar um nákvæmlega sömu krónutölu. Kæri lesandi, finnst þér í lagi að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar séu í þessari stöðu? Myndir þú sætta þig við þetta? Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál vill fá breytingar strax og sendi öllum alþingismönnum áskorun um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Þingmenn voru spurðir hvernig og hvenær þeirra þingflokkur ætli að efna loforð um að afnema þessar skerðingar. Fyrir alþingiskosningar voru uppi loforð um að afnema „krónu á móti krónu“ skerðingar. Svör frambjóðenda eru að finna á Youtube-síðu Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var svara innan ákveðins frests, sem nú er liðinn, en fá svör hafa borist frá þingmönnum. Af svörunum má ráða að vilji er hjá stjórnarandstöðuflokkum að taka málið upp og frá einum þingmanna stjórnarflokkanna barst svar um að taka málið til umræðu með fjármálaáætluninni. Þingmenn, þið getið með lagabreytingu afnumið „krónu á móti krónu“ skerðingar. Þetta þarf að gera strax og með afturvirkum hætti. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar geta ekki beðið lengur eftir að losna úr þessari fátæktargildru.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun