Umræða um fiskeldi Soffía Karen Magnúsdóttir skrifar 9. maí 2017 09:00 Fiskeldi er orðin mikilvæg atvinnugrein og ef áætlanir ganga eftir mun hún vaxa enn frekar á komandi árum. Að mörgu er að hyggja og því mikilvægt að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið koma fram. Um leið er nauðsynlegt að skynsemi og fyrirhyggja ráði för í áætluðum vexti greinarinnar.Sleppingar laxfiska Helsta deilumálið vegna fiskeldis eru sleppingar laxfiska úr sjókvíum. Til að vernda villta stofna er óheimilt að ala laxfiska í sjókvíum á Vesturlandi og nánast öllu Norðurlandi. Af öðrum svæðum er raunhæfur möguleiki að stunda eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem sjókvíaeldi er í dag, auk Eyjafjarðar. Til að draga úr líkum á sleppingum er verið að innleiða auknar kröfur um búnað og skal hann standast kröfur staðals sem notast er við í Noregi og hefur dregið þar úr fjölda fiska sem sleppa úr kvíum. Þá skal sýna fram á að búnaðurinn standist kröfur og þarf rekstraraðili skírteini frá faggiltri skoðunarstofu, sem staðfestir að búnaðurinn sé öruggur og standist m.a. strauma og ölduhæð á eldissvæðinu. Eldri búnaður er á útleið, en í kvíum sem ekki standast nýjar kröfur er alinn regnbogasilungur. Sleppingar síðustu mánaða má rekja til slíkra kvía, sem verður skipt út fyrir vottaðan búnað. Slysasleppingar geta þó átt sér stað, en þær þarf að fyrirbyggja eftir bestu getu og bregðast við á viðeigandi hátt ef slys verða.Staða fisksjúkdóma Sjúkdómastaða í fiskeldi á Íslandi er ein sú besta í heiminum og engin sýklalyf eru notuð í sjókvíaeldi hér, andstætt fullyrðingum um annað. Þá er tíðræddur misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er lágur sjávarhiti yfir vetrartímann, en laxalús berst með villtum fiski í kvíar að vori og þar nær hún að fjölga sér lítillega fram á haust. Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin hverfur úr kvíunum. Þegar laxaseiði ganga til sjávar að vori er því lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum. Í vetur var sjávarhiti þó heldur hærri en vanalega, sem er laxalús hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess að vaka yfir breyttum aðstæðum, en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í íslensku eldi.Geldfiskur Lax sem notaður er í sjókvíaeldi er af eldisstofni sem kemur frá Noregi og hefur verið ræktaður hér síðan 1984. Hann er ekki erfðabreyttur en hefur verið kynbættur eins og raunin er með eldisdýr. Rætt hefur verið um geldfisk og hvort hann sé raunhæfur kostur í eldi. Fisk má gelda með breytingum á erfðamengi eða með því að setja hrogn undir mikinn þrýsting. Fiskur úr þeim hrognum verður ófrjór og getur ekki blandast við villta laxastofna. Gallinn við geldan lax er að hann þarf sérhæft og dýrt fóður til að bein þroskist eðlilega, afföll aukast og vansköpunartíðni getur verið há. Auk þess er hætt við að viðbrögð markaða við vörunni verði neikvæð. Ræktun á geldfiski gaf þó nýlega góða raun í köldum sjó í Noregi, sem gaf tilefni til tilraunar með geldfisk við strendur Íslands. Verður hún framkvæmd af Stofnfiski, Háskólanum á Hólum, Landssambandi fiskeldisstöðva, Hafrannsóknastofnun og Arctic Sea Farm. Tíminn leiðir því í ljós hvort þetta sé raunhæfur möguleiki í fiskeldi hér.Leyfisveitingar Ferlið við leyfisveitingar er umfangsmikið og getur tekið nokkur ár. Tilkynna þarf fyrirhugaða eldisstarfsemi til Skipulagsstofnunar sem leggur mat á hvort framkvæmdin þurfi í umhverfismat. Burðarþolsmat þarf jafnframt að liggja fyrir, en það er mat á staðbundnum áhrifum eldis og hversu mikið magn er óhætt að ala á viðkomandi svæði. Síðan þarf starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfi Matvælastofnunar. Starfleyfi snýr að mengandi þáttum en rekstrarleyfi að kröfum um búnað og verklag. Leiðrétta verður fullyrðingar um að Matvælastofnun hafi gefið út fjölda rekstrarleyfa á skömmum tíma. Málaflokkurinn var færður frá Fiskistofu til Matvælastofnunar árið 2015, en frá þeim tíma hefur stofnunin aðeins gefið út eitt rekstrarleyfi til sjókvíaeldis. Það var til stækkunar á eldi í Arnarfirði, sem þegar var hafið. Einnig hafa komið fram kröfur um að hægt verði á leyfisveitingum, en löggjöf setur skilyrði um afgreiðslutíma umsókna. Að gefnu tilefni skal einnig áréttað að dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun kemur ekki að veitingu rekstrarleyfa, þar sem störf hans einskorðast við fisksjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fiskeldi er orðin mikilvæg atvinnugrein og ef áætlanir ganga eftir mun hún vaxa enn frekar á komandi árum. Að mörgu er að hyggja og því mikilvægt að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið koma fram. Um leið er nauðsynlegt að skynsemi og fyrirhyggja ráði för í áætluðum vexti greinarinnar.Sleppingar laxfiska Helsta deilumálið vegna fiskeldis eru sleppingar laxfiska úr sjókvíum. Til að vernda villta stofna er óheimilt að ala laxfiska í sjókvíum á Vesturlandi og nánast öllu Norðurlandi. Af öðrum svæðum er raunhæfur möguleiki að stunda eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem sjókvíaeldi er í dag, auk Eyjafjarðar. Til að draga úr líkum á sleppingum er verið að innleiða auknar kröfur um búnað og skal hann standast kröfur staðals sem notast er við í Noregi og hefur dregið þar úr fjölda fiska sem sleppa úr kvíum. Þá skal sýna fram á að búnaðurinn standist kröfur og þarf rekstraraðili skírteini frá faggiltri skoðunarstofu, sem staðfestir að búnaðurinn sé öruggur og standist m.a. strauma og ölduhæð á eldissvæðinu. Eldri búnaður er á útleið, en í kvíum sem ekki standast nýjar kröfur er alinn regnbogasilungur. Sleppingar síðustu mánaða má rekja til slíkra kvía, sem verður skipt út fyrir vottaðan búnað. Slysasleppingar geta þó átt sér stað, en þær þarf að fyrirbyggja eftir bestu getu og bregðast við á viðeigandi hátt ef slys verða.Staða fisksjúkdóma Sjúkdómastaða í fiskeldi á Íslandi er ein sú besta í heiminum og engin sýklalyf eru notuð í sjókvíaeldi hér, andstætt fullyrðingum um annað. Þá er tíðræddur misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er lágur sjávarhiti yfir vetrartímann, en laxalús berst með villtum fiski í kvíar að vori og þar nær hún að fjölga sér lítillega fram á haust. Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin hverfur úr kvíunum. Þegar laxaseiði ganga til sjávar að vori er því lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum. Í vetur var sjávarhiti þó heldur hærri en vanalega, sem er laxalús hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess að vaka yfir breyttum aðstæðum, en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í íslensku eldi.Geldfiskur Lax sem notaður er í sjókvíaeldi er af eldisstofni sem kemur frá Noregi og hefur verið ræktaður hér síðan 1984. Hann er ekki erfðabreyttur en hefur verið kynbættur eins og raunin er með eldisdýr. Rætt hefur verið um geldfisk og hvort hann sé raunhæfur kostur í eldi. Fisk má gelda með breytingum á erfðamengi eða með því að setja hrogn undir mikinn þrýsting. Fiskur úr þeim hrognum verður ófrjór og getur ekki blandast við villta laxastofna. Gallinn við geldan lax er að hann þarf sérhæft og dýrt fóður til að bein þroskist eðlilega, afföll aukast og vansköpunartíðni getur verið há. Auk þess er hætt við að viðbrögð markaða við vörunni verði neikvæð. Ræktun á geldfiski gaf þó nýlega góða raun í köldum sjó í Noregi, sem gaf tilefni til tilraunar með geldfisk við strendur Íslands. Verður hún framkvæmd af Stofnfiski, Háskólanum á Hólum, Landssambandi fiskeldisstöðva, Hafrannsóknastofnun og Arctic Sea Farm. Tíminn leiðir því í ljós hvort þetta sé raunhæfur möguleiki í fiskeldi hér.Leyfisveitingar Ferlið við leyfisveitingar er umfangsmikið og getur tekið nokkur ár. Tilkynna þarf fyrirhugaða eldisstarfsemi til Skipulagsstofnunar sem leggur mat á hvort framkvæmdin þurfi í umhverfismat. Burðarþolsmat þarf jafnframt að liggja fyrir, en það er mat á staðbundnum áhrifum eldis og hversu mikið magn er óhætt að ala á viðkomandi svæði. Síðan þarf starfsleyfi frá Umhverfisstofnun og rekstrarleyfi Matvælastofnunar. Starfleyfi snýr að mengandi þáttum en rekstrarleyfi að kröfum um búnað og verklag. Leiðrétta verður fullyrðingar um að Matvælastofnun hafi gefið út fjölda rekstrarleyfa á skömmum tíma. Málaflokkurinn var færður frá Fiskistofu til Matvælastofnunar árið 2015, en frá þeim tíma hefur stofnunin aðeins gefið út eitt rekstrarleyfi til sjókvíaeldis. Það var til stækkunar á eldi í Arnarfirði, sem þegar var hafið. Einnig hafa komið fram kröfur um að hægt verði á leyfisveitingum, en löggjöf setur skilyrði um afgreiðslutíma umsókna. Að gefnu tilefni skal einnig áréttað að dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun kemur ekki að veitingu rekstrarleyfa, þar sem störf hans einskorðast við fisksjúkdóma.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar