Hvað fáum við með veikari ferðaþjónustu? Ásberg Jónsson skrifar 9. maí 2017 11:18 Ríkisstjórnin lítur á vöxt ferðaþjónustunnar sem vandamál. En í stað þess að hefja samtal við greinina um hvernig megi bregðast við er leitað í vitlausustu lausnina. Það á að veikja ferðaþjónustuna, hefta uppbyggingu, koma í veg fyrir fjölgun ferðamanna og skattleggja sig frá vandamálinu með 20 milljarða króna auknum álögum. Með því að fara með alla ferðaþjónustu á Íslandi upp í efra þrep virðisaukaskattsins er þessi atvinnugrein líklega komin með hæstu skatta í heimi. Skattprósentan hjá Dönum er örlítið hærri, en þeir veita erlendum aðilum umfangsmikla skattafslætti. Engin greining hefur verið gerð í fjármálaráðuneytinu á áhrifum þessarar skattahækkunar á umsvifamestu atvinnugrein landsins. Ljóst má vera að hún mun veikja hana til muna. Er ríkisstjórnin virkilega að leita eftir því?Ferðaþjónusta hefur aukið hagsæld Fyrir aðila sem hefur starfað í ferðaþjónustu í 15 ár er sorglegt að upplifa þekkingarleysi ráðamanna á greininni og þjóðhagslegu mikilvægi hennar. Fullyrðingar ráðandi aðila í þjóðfélaginu um að greinin þurfi að fara að skila til baka til samfélagsins í samræmi við aðrar atvinnugreinar, eru byggðar á röngum forsendum. • Ferðaþjónustan er eina útflutningsgreinin sem skilar ríkissjóði virðisaukaskatti. Aðrar útflutningsgreinar, þar á meðal sjávarútvegur og stóriðja, eru á fullri undanþágu frá virðisaukaskatti og fá endurgreiddan allan virðisauka af aðföngum og skila því neikvæðum virðisauka til samfélagsins. • Ferðaþjónustan mun skila á bilinu 80-90 milljarða króna árið 2017 til ríkissjóðs. Til viðbótar við þessa upphæð eru umtalsverðar óbeinar skattgreiðslur sem koma til vegna innflæðis gjaldeyris, fjárfestinga og aðkeyptrar þjónustu greinarinnar. • Ferðaþjónustan bjargaði landinu út úr alvarlegri efnahagslægð, skapaði grunn að hagvexti síðustu ára og kom okkur í þá stöðu að hér á landi er ein mesta hagsæld í heiminum. • Með auknum gjaldeyristekjum sem greinin skapar hafa stjórnvöld getað lækkað skuldir ríkissjóðs og aflétt gjaldeyrishöftum. Með innflæði gjaldeyris hefur greinin stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem hefur þá haldið aftur af verðbólgu. Með styrkingu krónunnar hafa launahækkanir síðustu ára skilað sér í vasa launamanna en ekki brunnið á báli verðbólgu. • Þökk sé nýjum störfum sem greinin hefur skapað innan og utan greinarinnar um land allt, er atvinnuleysi hér á landi í lágmarki og íbúum fjölgar á landsbyggðinni eftir áratuga hnignun og samdrátt.Tekjur ferðaþjónustu dragast saman Þó svo ferðamönnum sé enn að fjölga, þá hafa tekjur verið að dragast saman í íslenskum krónum undanfarin misseri vegna minnkandi sölu ferða til Breta, Frakka og Þjóðverja. Neysluhegðun ferðamanna er að breytast. Þeir dvelja skemur og eyða færri krónum hér á landi. Vegna gengisstyrkingar, aukinna skatta á greinina síðustu árin, vaxtakostnaðar og launahækkana er Ísland líklega orðið dýrasta land í heimi heim að sækja. Það er um 50% ódýrara að ferðast um Skotland og 40% ódýrara að ferðast um Noreg. Rekstrarumhverfi greinarinnar er orðið verulega krefjandi og það sem ég hef kallað góðæri fyrir alla er búið. Nú þegar er þörf á hagræðingu í greininni og fyrirtækjum mun fækka.Er þetta það sem við viljum? Þannig að ég spyr: Er raunverulega þörf á því að stíga fast á bremsuna í þessu óvissa rekstrarumhverfi? Erum við sem samfélag til í að taka þá áhættu sem fylgir þessari miklu skattahækkun? Er það vilji okkar að bregða fæti fyrir öll þau stóru og smáu fyrirtæki sem hafa byggt upp ferðaþjónustu og skapað mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag? Veik ferðaþjónusta þýðir veikari króna; veikari króna þýðir meiri verðbólga; meiri verðbólga þýðir lægri ráðstöfunartekjur heimila og hækkun skulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lítur á vöxt ferðaþjónustunnar sem vandamál. En í stað þess að hefja samtal við greinina um hvernig megi bregðast við er leitað í vitlausustu lausnina. Það á að veikja ferðaþjónustuna, hefta uppbyggingu, koma í veg fyrir fjölgun ferðamanna og skattleggja sig frá vandamálinu með 20 milljarða króna auknum álögum. Með því að fara með alla ferðaþjónustu á Íslandi upp í efra þrep virðisaukaskattsins er þessi atvinnugrein líklega komin með hæstu skatta í heimi. Skattprósentan hjá Dönum er örlítið hærri, en þeir veita erlendum aðilum umfangsmikla skattafslætti. Engin greining hefur verið gerð í fjármálaráðuneytinu á áhrifum þessarar skattahækkunar á umsvifamestu atvinnugrein landsins. Ljóst má vera að hún mun veikja hana til muna. Er ríkisstjórnin virkilega að leita eftir því?Ferðaþjónusta hefur aukið hagsæld Fyrir aðila sem hefur starfað í ferðaþjónustu í 15 ár er sorglegt að upplifa þekkingarleysi ráðamanna á greininni og þjóðhagslegu mikilvægi hennar. Fullyrðingar ráðandi aðila í þjóðfélaginu um að greinin þurfi að fara að skila til baka til samfélagsins í samræmi við aðrar atvinnugreinar, eru byggðar á röngum forsendum. • Ferðaþjónustan er eina útflutningsgreinin sem skilar ríkissjóði virðisaukaskatti. Aðrar útflutningsgreinar, þar á meðal sjávarútvegur og stóriðja, eru á fullri undanþágu frá virðisaukaskatti og fá endurgreiddan allan virðisauka af aðföngum og skila því neikvæðum virðisauka til samfélagsins. • Ferðaþjónustan mun skila á bilinu 80-90 milljarða króna árið 2017 til ríkissjóðs. Til viðbótar við þessa upphæð eru umtalsverðar óbeinar skattgreiðslur sem koma til vegna innflæðis gjaldeyris, fjárfestinga og aðkeyptrar þjónustu greinarinnar. • Ferðaþjónustan bjargaði landinu út úr alvarlegri efnahagslægð, skapaði grunn að hagvexti síðustu ára og kom okkur í þá stöðu að hér á landi er ein mesta hagsæld í heiminum. • Með auknum gjaldeyristekjum sem greinin skapar hafa stjórnvöld getað lækkað skuldir ríkissjóðs og aflétt gjaldeyrishöftum. Með innflæði gjaldeyris hefur greinin stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem hefur þá haldið aftur af verðbólgu. Með styrkingu krónunnar hafa launahækkanir síðustu ára skilað sér í vasa launamanna en ekki brunnið á báli verðbólgu. • Þökk sé nýjum störfum sem greinin hefur skapað innan og utan greinarinnar um land allt, er atvinnuleysi hér á landi í lágmarki og íbúum fjölgar á landsbyggðinni eftir áratuga hnignun og samdrátt.Tekjur ferðaþjónustu dragast saman Þó svo ferðamönnum sé enn að fjölga, þá hafa tekjur verið að dragast saman í íslenskum krónum undanfarin misseri vegna minnkandi sölu ferða til Breta, Frakka og Þjóðverja. Neysluhegðun ferðamanna er að breytast. Þeir dvelja skemur og eyða færri krónum hér á landi. Vegna gengisstyrkingar, aukinna skatta á greinina síðustu árin, vaxtakostnaðar og launahækkana er Ísland líklega orðið dýrasta land í heimi heim að sækja. Það er um 50% ódýrara að ferðast um Skotland og 40% ódýrara að ferðast um Noreg. Rekstrarumhverfi greinarinnar er orðið verulega krefjandi og það sem ég hef kallað góðæri fyrir alla er búið. Nú þegar er þörf á hagræðingu í greininni og fyrirtækjum mun fækka.Er þetta það sem við viljum? Þannig að ég spyr: Er raunverulega þörf á því að stíga fast á bremsuna í þessu óvissa rekstrarumhverfi? Erum við sem samfélag til í að taka þá áhættu sem fylgir þessari miklu skattahækkun? Er það vilji okkar að bregða fæti fyrir öll þau stóru og smáu fyrirtæki sem hafa byggt upp ferðaþjónustu og skapað mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag? Veik ferðaþjónusta þýðir veikari króna; veikari króna þýðir meiri verðbólga; meiri verðbólga þýðir lægri ráðstöfunartekjur heimila og hækkun skulda.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar