Hvað fáum við með veikari ferðaþjónustu? Ásberg Jónsson skrifar 9. maí 2017 11:18 Ríkisstjórnin lítur á vöxt ferðaþjónustunnar sem vandamál. En í stað þess að hefja samtal við greinina um hvernig megi bregðast við er leitað í vitlausustu lausnina. Það á að veikja ferðaþjónustuna, hefta uppbyggingu, koma í veg fyrir fjölgun ferðamanna og skattleggja sig frá vandamálinu með 20 milljarða króna auknum álögum. Með því að fara með alla ferðaþjónustu á Íslandi upp í efra þrep virðisaukaskattsins er þessi atvinnugrein líklega komin með hæstu skatta í heimi. Skattprósentan hjá Dönum er örlítið hærri, en þeir veita erlendum aðilum umfangsmikla skattafslætti. Engin greining hefur verið gerð í fjármálaráðuneytinu á áhrifum þessarar skattahækkunar á umsvifamestu atvinnugrein landsins. Ljóst má vera að hún mun veikja hana til muna. Er ríkisstjórnin virkilega að leita eftir því?Ferðaþjónusta hefur aukið hagsæld Fyrir aðila sem hefur starfað í ferðaþjónustu í 15 ár er sorglegt að upplifa þekkingarleysi ráðamanna á greininni og þjóðhagslegu mikilvægi hennar. Fullyrðingar ráðandi aðila í þjóðfélaginu um að greinin þurfi að fara að skila til baka til samfélagsins í samræmi við aðrar atvinnugreinar, eru byggðar á röngum forsendum. • Ferðaþjónustan er eina útflutningsgreinin sem skilar ríkissjóði virðisaukaskatti. Aðrar útflutningsgreinar, þar á meðal sjávarútvegur og stóriðja, eru á fullri undanþágu frá virðisaukaskatti og fá endurgreiddan allan virðisauka af aðföngum og skila því neikvæðum virðisauka til samfélagsins. • Ferðaþjónustan mun skila á bilinu 80-90 milljarða króna árið 2017 til ríkissjóðs. Til viðbótar við þessa upphæð eru umtalsverðar óbeinar skattgreiðslur sem koma til vegna innflæðis gjaldeyris, fjárfestinga og aðkeyptrar þjónustu greinarinnar. • Ferðaþjónustan bjargaði landinu út úr alvarlegri efnahagslægð, skapaði grunn að hagvexti síðustu ára og kom okkur í þá stöðu að hér á landi er ein mesta hagsæld í heiminum. • Með auknum gjaldeyristekjum sem greinin skapar hafa stjórnvöld getað lækkað skuldir ríkissjóðs og aflétt gjaldeyrishöftum. Með innflæði gjaldeyris hefur greinin stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem hefur þá haldið aftur af verðbólgu. Með styrkingu krónunnar hafa launahækkanir síðustu ára skilað sér í vasa launamanna en ekki brunnið á báli verðbólgu. • Þökk sé nýjum störfum sem greinin hefur skapað innan og utan greinarinnar um land allt, er atvinnuleysi hér á landi í lágmarki og íbúum fjölgar á landsbyggðinni eftir áratuga hnignun og samdrátt.Tekjur ferðaþjónustu dragast saman Þó svo ferðamönnum sé enn að fjölga, þá hafa tekjur verið að dragast saman í íslenskum krónum undanfarin misseri vegna minnkandi sölu ferða til Breta, Frakka og Þjóðverja. Neysluhegðun ferðamanna er að breytast. Þeir dvelja skemur og eyða færri krónum hér á landi. Vegna gengisstyrkingar, aukinna skatta á greinina síðustu árin, vaxtakostnaðar og launahækkana er Ísland líklega orðið dýrasta land í heimi heim að sækja. Það er um 50% ódýrara að ferðast um Skotland og 40% ódýrara að ferðast um Noreg. Rekstrarumhverfi greinarinnar er orðið verulega krefjandi og það sem ég hef kallað góðæri fyrir alla er búið. Nú þegar er þörf á hagræðingu í greininni og fyrirtækjum mun fækka.Er þetta það sem við viljum? Þannig að ég spyr: Er raunverulega þörf á því að stíga fast á bremsuna í þessu óvissa rekstrarumhverfi? Erum við sem samfélag til í að taka þá áhættu sem fylgir þessari miklu skattahækkun? Er það vilji okkar að bregða fæti fyrir öll þau stóru og smáu fyrirtæki sem hafa byggt upp ferðaþjónustu og skapað mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag? Veik ferðaþjónusta þýðir veikari króna; veikari króna þýðir meiri verðbólga; meiri verðbólga þýðir lægri ráðstöfunartekjur heimila og hækkun skulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lítur á vöxt ferðaþjónustunnar sem vandamál. En í stað þess að hefja samtal við greinina um hvernig megi bregðast við er leitað í vitlausustu lausnina. Það á að veikja ferðaþjónustuna, hefta uppbyggingu, koma í veg fyrir fjölgun ferðamanna og skattleggja sig frá vandamálinu með 20 milljarða króna auknum álögum. Með því að fara með alla ferðaþjónustu á Íslandi upp í efra þrep virðisaukaskattsins er þessi atvinnugrein líklega komin með hæstu skatta í heimi. Skattprósentan hjá Dönum er örlítið hærri, en þeir veita erlendum aðilum umfangsmikla skattafslætti. Engin greining hefur verið gerð í fjármálaráðuneytinu á áhrifum þessarar skattahækkunar á umsvifamestu atvinnugrein landsins. Ljóst má vera að hún mun veikja hana til muna. Er ríkisstjórnin virkilega að leita eftir því?Ferðaþjónusta hefur aukið hagsæld Fyrir aðila sem hefur starfað í ferðaþjónustu í 15 ár er sorglegt að upplifa þekkingarleysi ráðamanna á greininni og þjóðhagslegu mikilvægi hennar. Fullyrðingar ráðandi aðila í þjóðfélaginu um að greinin þurfi að fara að skila til baka til samfélagsins í samræmi við aðrar atvinnugreinar, eru byggðar á röngum forsendum. • Ferðaþjónustan er eina útflutningsgreinin sem skilar ríkissjóði virðisaukaskatti. Aðrar útflutningsgreinar, þar á meðal sjávarútvegur og stóriðja, eru á fullri undanþágu frá virðisaukaskatti og fá endurgreiddan allan virðisauka af aðföngum og skila því neikvæðum virðisauka til samfélagsins. • Ferðaþjónustan mun skila á bilinu 80-90 milljarða króna árið 2017 til ríkissjóðs. Til viðbótar við þessa upphæð eru umtalsverðar óbeinar skattgreiðslur sem koma til vegna innflæðis gjaldeyris, fjárfestinga og aðkeyptrar þjónustu greinarinnar. • Ferðaþjónustan bjargaði landinu út úr alvarlegri efnahagslægð, skapaði grunn að hagvexti síðustu ára og kom okkur í þá stöðu að hér á landi er ein mesta hagsæld í heiminum. • Með auknum gjaldeyristekjum sem greinin skapar hafa stjórnvöld getað lækkað skuldir ríkissjóðs og aflétt gjaldeyrishöftum. Með innflæði gjaldeyris hefur greinin stuðlað að styrkingu íslensku krónunnar sem hefur þá haldið aftur af verðbólgu. Með styrkingu krónunnar hafa launahækkanir síðustu ára skilað sér í vasa launamanna en ekki brunnið á báli verðbólgu. • Þökk sé nýjum störfum sem greinin hefur skapað innan og utan greinarinnar um land allt, er atvinnuleysi hér á landi í lágmarki og íbúum fjölgar á landsbyggðinni eftir áratuga hnignun og samdrátt.Tekjur ferðaþjónustu dragast saman Þó svo ferðamönnum sé enn að fjölga, þá hafa tekjur verið að dragast saman í íslenskum krónum undanfarin misseri vegna minnkandi sölu ferða til Breta, Frakka og Þjóðverja. Neysluhegðun ferðamanna er að breytast. Þeir dvelja skemur og eyða færri krónum hér á landi. Vegna gengisstyrkingar, aukinna skatta á greinina síðustu árin, vaxtakostnaðar og launahækkana er Ísland líklega orðið dýrasta land í heimi heim að sækja. Það er um 50% ódýrara að ferðast um Skotland og 40% ódýrara að ferðast um Noreg. Rekstrarumhverfi greinarinnar er orðið verulega krefjandi og það sem ég hef kallað góðæri fyrir alla er búið. Nú þegar er þörf á hagræðingu í greininni og fyrirtækjum mun fækka.Er þetta það sem við viljum? Þannig að ég spyr: Er raunverulega þörf á því að stíga fast á bremsuna í þessu óvissa rekstrarumhverfi? Erum við sem samfélag til í að taka þá áhættu sem fylgir þessari miklu skattahækkun? Er það vilji okkar að bregða fæti fyrir öll þau stóru og smáu fyrirtæki sem hafa byggt upp ferðaþjónustu og skapað mikil verðmæti fyrir íslenskt samfélag? Veik ferðaþjónusta þýðir veikari króna; veikari króna þýðir meiri verðbólga; meiri verðbólga þýðir lægri ráðstöfunartekjur heimila og hækkun skulda.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun