Dæmalaus landsbyggðarskattur Karl Jónsson skrifar 9. maí 2017 11:29 Það er nánast pínlegt að hlýða á fjármálaráðherrann okkar réttlæta þá ákvörðun að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Frá honum hafa heyrst fullyrðingar um að greinin hafi fengið „skattaívilnanir,“ eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar, og sé búin að slíta barnsskónum, sem er bara fyndin framsetning. Þetta virðast vera lykilhugtökin í rökstuðningi ráðherrans ásamt því að hægja eigi á vexti atvinnugreinarinnar. Ég ætla ekki að eyða tíma í að hrekja akkúrat þessar fullyrðingar, það hafa margir málsmetandi menn gert, innan sem utan ferðaþjónustunnar. En segi það þó að umræðan er full af frösum og klisjum sem hafa ekkert innihald ef betur er að gáð. Það eru hins vegar tvö atriði sem mér er beinlínis skylt að fjalla um. Annars vegar sú sorglega staðreynd að hérna er verið að leggja á dæmalausan landsbyggðarskatt og hins vegar boðaðar mótvægisaðgerðir fyrir ferðaþjónustuna úti á landi sem verið er að „skoða.“ Þegar stjórnvöld „skoða“ eitthvað, verður maður ósjálfrátt skíthræddur við að ekkert gerist. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan úti á landsbyggðunum verið að byggja sig upp og séð og fundið áður óþekkt tækifæri til að lífga upp á byggðir sínar og skapa lífsviðurværi fyrir íbúana. Upp hafa sprottið allskyns ferðaþjónustufyrirtæki sem veita heimafólki atvinnu, byggja á sérstöðu svæðanna og draga fram í dagsljósið frumkvöðla og dugnaðarforka sem bera hag sinna héraða fyrir brjósti. Við höfum leynt og ljóst verið að bíða eftir því að augu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda beinist að öðrum svæðum en Suðvesturhorninu og Suðurlandi og búið í haginn til að taka á móti fleiri gestum út á land. Ferðaþjónustan hefur lagt í kostnað við uppbyggingu á afþreyingu, gistingu og veitingum sem byggir á sérstöðunni sem svo mikilvæg er til að gera skorið sig úr. Allt virðist í blóma og tækifærin blasa við, en þá kýs ríkisstjórnin að reka fleyg í þessa uppbyggingu og draga mátt úr fólki við að byggja upp lífsviðurværi og þróa þjónustu við ferðamenn. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi uppbygging ferðaþjónustunnar úti á landi undanfarin misseri er stærsta og besta byggðaaðgerðin sem farið hefur í gang í áratugi. Og það sem meira er, án aðkomu stjórnvalda sem frekar virðast búa til vandamál í tengslum við ferðaþjónustuna þessa dagana en leysa þau. Nú skal þessi uppbygging stöðvuð með illa ígrunduðum hækkunum á virðisaukaskatti sem ekki bara skerða möguleika okkar úti á landi til frekari uppbyggingar og starfafjölgunar í ferðaþjónustu heldur auka líka vandamál ferðaþjónustunnar syðra. Það verður of dýrt fyrir ferðamenn að ferðast út á land. Þeir munu því halda til á Suðvesturhorninu og Suðurlandi sem aldrei fyrr og skapa enn meiri massavandamál þar en við höfum áður séð. Þið munið þetta með að „dreifa ferðamönnum um landið“ rétt eins og áburði er dreift á tún nú í vorblíðunni. Það verður í besta falli lélegur brandari með hækkun virðisaukaskattsins. Að mínu mati er aðstöðumunur á því hvernig landsbyggðarfyrirtæki geta tekið á hækkuninni og hvernig ferðaþjónustufyrirtæki syðra geta gert það. Þar verður massinn áfram – væntanlega með öllum sínum vandamálum, þar verður hugsanlega hægt að færa þetta að einhverju leyti út í verðlagið. Við úti á landi eigum þess hins vegar ekki kost og því þurfum við að draga saman seglin inn á við í okkar rekstri sem birst getur á margvíslegan máta, samfélaginu sem við búum í til tjóns. Allir alvöru stjórnmálamenn hafa framtíðarsýn. Þeir koma með lausnir samhliða greiningum á vandamálum. En íslenskum stjórnmálamönnum er tamt að skjóta fyrst og spyrja svo. Demba fram illa rökstuddum aðgerðum líkt og þessari virðisaukaskattshækkun, án samráðs, m.a. í gegn um sína eigin Stjórnstöð ferðamála, án trúverðugra greininga á afleiðingum og algjörlega með skammtímahagsmuni í huga. Okkur er því ætlað að pissa í skóinn okkar eina ferðina enn. Það sýndi sig fyrir allmörgum árum þegar veiðar á þorski voru verulega dregnar saman á milli ára að það var ýmislegt hægt að gera til mótvægis þeim aflabresti í sjávarbyggðum landsins. Núna heyrist ekkert um slíkar aðgerðir, ekkert tilbúið, það á bara að „skoða“ þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé nú orðin mikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi og hafi skilað margfalt meiri árangri í byggðamálum en nokkur aðgerð stjórnvalda. Að ekki sé talað um gjaldeyrissköpun greinarinnar og þeim 70 milljörðum sem hún skilar í skatttekjur til ríkisins árlega um þessar mundir. Ráðherrann hefur talað um að einn möguleikinn sé að fara í sérstakt markaðsátak fyrir landsbyggðina. Í nokkur ár hefur verið í gangi markaðsátak sem heitir Ísland allt árið. Það hefur það að markmiði að kynna landið sem heilsársáfangastað. M.a. vegna þess átaks er vetrarferðaþjónustan aðeins farin að skjóta rótum á nokkrum stöðum úti á landi og við fundum vel fyrir því í vetur. En hækki virðisaukaskatturinn tökum við mörg skref til baka og sú uppbygging sem hefur átt sér stað yfir vetrartímann verður að engu gerð. Með öðrum orðum að þá er raunveruleg hætta á að öll sú markaðssetning sem farið hefur verið í eyðileggist og við förum aftur til þeirra tíma þegar ferðaþjónustufyrirtæki voru meira og minna lokuð yfir vetrartímann. Þrátt fyrir að hafa hér öll tækifæri í hendi til að byggja upp sterka heilsársatvinnugrein. Ég hef oft sagt það í góðra vina hópi að við Íslendingar kunnum ekki að stýra okkar eigin efnahagsmálum. Þessi ráðstöfun sem boðuð hefur verið er enn ein sönnun þess að okkur er ekki við bjargandi þegar kemur að efnahagsmálum og ákvarðanatöku þeim tengdum. Erum við virkilega ennþá stödd þarna?Höfundur er meðeigandi og framkvæmdastjóri Lamb Inn á Öngulsstöðum og formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er nánast pínlegt að hlýða á fjármálaráðherrann okkar réttlæta þá ákvörðun að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna. Frá honum hafa heyrst fullyrðingar um að greinin hafi fengið „skattaívilnanir,“ eigi að sitja við sama borð og aðrar atvinnugreinar, og sé búin að slíta barnsskónum, sem er bara fyndin framsetning. Þetta virðast vera lykilhugtökin í rökstuðningi ráðherrans ásamt því að hægja eigi á vexti atvinnugreinarinnar. Ég ætla ekki að eyða tíma í að hrekja akkúrat þessar fullyrðingar, það hafa margir málsmetandi menn gert, innan sem utan ferðaþjónustunnar. En segi það þó að umræðan er full af frösum og klisjum sem hafa ekkert innihald ef betur er að gáð. Það eru hins vegar tvö atriði sem mér er beinlínis skylt að fjalla um. Annars vegar sú sorglega staðreynd að hérna er verið að leggja á dæmalausan landsbyggðarskatt og hins vegar boðaðar mótvægisaðgerðir fyrir ferðaþjónustuna úti á landi sem verið er að „skoða.“ Þegar stjórnvöld „skoða“ eitthvað, verður maður ósjálfrátt skíthræddur við að ekkert gerist. Undanfarin ár hefur ferðaþjónustan úti á landsbyggðunum verið að byggja sig upp og séð og fundið áður óþekkt tækifæri til að lífga upp á byggðir sínar og skapa lífsviðurværi fyrir íbúana. Upp hafa sprottið allskyns ferðaþjónustufyrirtæki sem veita heimafólki atvinnu, byggja á sérstöðu svæðanna og draga fram í dagsljósið frumkvöðla og dugnaðarforka sem bera hag sinna héraða fyrir brjósti. Við höfum leynt og ljóst verið að bíða eftir því að augu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda beinist að öðrum svæðum en Suðvesturhorninu og Suðurlandi og búið í haginn til að taka á móti fleiri gestum út á land. Ferðaþjónustan hefur lagt í kostnað við uppbyggingu á afþreyingu, gistingu og veitingum sem byggir á sérstöðunni sem svo mikilvæg er til að gera skorið sig úr. Allt virðist í blóma og tækifærin blasa við, en þá kýs ríkisstjórnin að reka fleyg í þessa uppbyggingu og draga mátt úr fólki við að byggja upp lífsviðurværi og þróa þjónustu við ferðamenn. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi uppbygging ferðaþjónustunnar úti á landi undanfarin misseri er stærsta og besta byggðaaðgerðin sem farið hefur í gang í áratugi. Og það sem meira er, án aðkomu stjórnvalda sem frekar virðast búa til vandamál í tengslum við ferðaþjónustuna þessa dagana en leysa þau. Nú skal þessi uppbygging stöðvuð með illa ígrunduðum hækkunum á virðisaukaskatti sem ekki bara skerða möguleika okkar úti á landi til frekari uppbyggingar og starfafjölgunar í ferðaþjónustu heldur auka líka vandamál ferðaþjónustunnar syðra. Það verður of dýrt fyrir ferðamenn að ferðast út á land. Þeir munu því halda til á Suðvesturhorninu og Suðurlandi sem aldrei fyrr og skapa enn meiri massavandamál þar en við höfum áður séð. Þið munið þetta með að „dreifa ferðamönnum um landið“ rétt eins og áburði er dreift á tún nú í vorblíðunni. Það verður í besta falli lélegur brandari með hækkun virðisaukaskattsins. Að mínu mati er aðstöðumunur á því hvernig landsbyggðarfyrirtæki geta tekið á hækkuninni og hvernig ferðaþjónustufyrirtæki syðra geta gert það. Þar verður massinn áfram – væntanlega með öllum sínum vandamálum, þar verður hugsanlega hægt að færa þetta að einhverju leyti út í verðlagið. Við úti á landi eigum þess hins vegar ekki kost og því þurfum við að draga saman seglin inn á við í okkar rekstri sem birst getur á margvíslegan máta, samfélaginu sem við búum í til tjóns. Allir alvöru stjórnmálamenn hafa framtíðarsýn. Þeir koma með lausnir samhliða greiningum á vandamálum. En íslenskum stjórnmálamönnum er tamt að skjóta fyrst og spyrja svo. Demba fram illa rökstuddum aðgerðum líkt og þessari virðisaukaskattshækkun, án samráðs, m.a. í gegn um sína eigin Stjórnstöð ferðamála, án trúverðugra greininga á afleiðingum og algjörlega með skammtímahagsmuni í huga. Okkur er því ætlað að pissa í skóinn okkar eina ferðina enn. Það sýndi sig fyrir allmörgum árum þegar veiðar á þorski voru verulega dregnar saman á milli ára að það var ýmislegt hægt að gera til mótvægis þeim aflabresti í sjávarbyggðum landsins. Núna heyrist ekkert um slíkar aðgerðir, ekkert tilbúið, það á bara að „skoða“ þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé nú orðin mikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi og hafi skilað margfalt meiri árangri í byggðamálum en nokkur aðgerð stjórnvalda. Að ekki sé talað um gjaldeyrissköpun greinarinnar og þeim 70 milljörðum sem hún skilar í skatttekjur til ríkisins árlega um þessar mundir. Ráðherrann hefur talað um að einn möguleikinn sé að fara í sérstakt markaðsátak fyrir landsbyggðina. Í nokkur ár hefur verið í gangi markaðsátak sem heitir Ísland allt árið. Það hefur það að markmiði að kynna landið sem heilsársáfangastað. M.a. vegna þess átaks er vetrarferðaþjónustan aðeins farin að skjóta rótum á nokkrum stöðum úti á landi og við fundum vel fyrir því í vetur. En hækki virðisaukaskatturinn tökum við mörg skref til baka og sú uppbygging sem hefur átt sér stað yfir vetrartímann verður að engu gerð. Með öðrum orðum að þá er raunveruleg hætta á að öll sú markaðssetning sem farið hefur verið í eyðileggist og við förum aftur til þeirra tíma þegar ferðaþjónustufyrirtæki voru meira og minna lokuð yfir vetrartímann. Þrátt fyrir að hafa hér öll tækifæri í hendi til að byggja upp sterka heilsársatvinnugrein. Ég hef oft sagt það í góðra vina hópi að við Íslendingar kunnum ekki að stýra okkar eigin efnahagsmálum. Þessi ráðstöfun sem boðuð hefur verið er enn ein sönnun þess að okkur er ekki við bjargandi þegar kemur að efnahagsmálum og ákvarðanatöku þeim tengdum. Erum við virkilega ennþá stödd þarna?Höfundur er meðeigandi og framkvæmdastjóri Lamb Inn á Öngulsstöðum og formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar