Dagsbirta í byggingum Ásta Logadóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Það kannast líklega flestir á Íslandi við unaðinn sem fylgir því að sólin fer hærra á loft og dagsljósið dvelur lengur við yfir daginn á þessum árstíma. Við sem búum á svo norðlægum slóðum þekkjum þessa tilfinningu, veturinn er svo þungur og dimmur. Það er misjafnt hversu mikil áhrif þetta mikla myrkur hefur á okkur því öll erum við ólík en 63 til 66 gráður norðlæg breiddargráða hefur í för með sér miklar sveiflur í dagsljósi. Næstu þrjá mánuðina mun daginn lengja um um það bil 6 mínútur á dag og það er bjart fram undan. Arkitektarnir okkar leggja sig fram við að tryggja aðgengi dagsbirtu inn í byggingarnar okkar á Íslandi. Þar er spáð í notkun og stærð rýma, stærð og staðsetningu glugga, umhverfis og stöðu byggingar gagnvart sólargangi. Hingað til hefur þetta gengið mjög vel og ekki skemmt fyrir að landsvæði á Íslandi hefur ekki verið af skornum skammti, byggð hefur dreifst vel og dagsbirtu því almennt ekki skort í íslenskum byggingum. Í dag er hins vegar sama þróun og í nágrannalöndum okkar að byggðin er að þéttast og byggingar verða þar af leiðandi hærri og liggja þéttar upp að hvor annarri. Þá ber að vera sérstaklega vakandi yfir aðgengi dagsbirtu í byggingar, ekki bara þessar nýju byggingar heldur koma þær sem fyrir eru nú til með að liggja í skugga þessara nýju bygginga. Bretarnir leystu þetta á sínum tíma með því að setja fram lög um „rétt til ljóssins“ (e. right to light). Þar gengur „réttur fólks til dagsbirtunnar“ kaupum og sölum eða hefur þær afleiðingar að nýjar byggingar fá ekki að rísa á svæðum þar sem þær mundu skyggja á núverandi byggingar. Á Norðurlöndunum sem og hér hefur verið hefð fyrir því að innleiða í byggingareglugerðir ákveðnar þumalputtareglur sem eiga að tryggja lágmarks dagsbirtu í byggingum. Á Íslandi gildir að samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis eigi að vera tíu prósent af gólffleti, eða að lágmarki einn fermetri. Í nágrannalöndum okkar gilda þessar þumalputtareglur líka fyrir atvinnuhúsnæði og þær tryggja meira að segja aðgengi dagsbirtu að gluggunum og lágmarks aðgengi gegnum gluggann. Búast má við því að þessar þumalputtareglur muni á næstu árum víkja fyrir enn nákvæmari aðferðum sem taka mið af hnattstöðu og umhverfi hverrar byggingar. Byggingarreglugerðin okkar tryggir ekki aðgengi dagsbirtu í byggingarnar okkar. Ábyrgðin er okkar að stuðla að aðgengi dagsbirtu og þar með vellíðan íbúa landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það kannast líklega flestir á Íslandi við unaðinn sem fylgir því að sólin fer hærra á loft og dagsljósið dvelur lengur við yfir daginn á þessum árstíma. Við sem búum á svo norðlægum slóðum þekkjum þessa tilfinningu, veturinn er svo þungur og dimmur. Það er misjafnt hversu mikil áhrif þetta mikla myrkur hefur á okkur því öll erum við ólík en 63 til 66 gráður norðlæg breiddargráða hefur í för með sér miklar sveiflur í dagsljósi. Næstu þrjá mánuðina mun daginn lengja um um það bil 6 mínútur á dag og það er bjart fram undan. Arkitektarnir okkar leggja sig fram við að tryggja aðgengi dagsbirtu inn í byggingarnar okkar á Íslandi. Þar er spáð í notkun og stærð rýma, stærð og staðsetningu glugga, umhverfis og stöðu byggingar gagnvart sólargangi. Hingað til hefur þetta gengið mjög vel og ekki skemmt fyrir að landsvæði á Íslandi hefur ekki verið af skornum skammti, byggð hefur dreifst vel og dagsbirtu því almennt ekki skort í íslenskum byggingum. Í dag er hins vegar sama þróun og í nágrannalöndum okkar að byggðin er að þéttast og byggingar verða þar af leiðandi hærri og liggja þéttar upp að hvor annarri. Þá ber að vera sérstaklega vakandi yfir aðgengi dagsbirtu í byggingar, ekki bara þessar nýju byggingar heldur koma þær sem fyrir eru nú til með að liggja í skugga þessara nýju bygginga. Bretarnir leystu þetta á sínum tíma með því að setja fram lög um „rétt til ljóssins“ (e. right to light). Þar gengur „réttur fólks til dagsbirtunnar“ kaupum og sölum eða hefur þær afleiðingar að nýjar byggingar fá ekki að rísa á svæðum þar sem þær mundu skyggja á núverandi byggingar. Á Norðurlöndunum sem og hér hefur verið hefð fyrir því að innleiða í byggingareglugerðir ákveðnar þumalputtareglur sem eiga að tryggja lágmarks dagsbirtu í byggingum. Á Íslandi gildir að samanlagt ljósop glugga hvers íbúðarherbergis eigi að vera tíu prósent af gólffleti, eða að lágmarki einn fermetri. Í nágrannalöndum okkar gilda þessar þumalputtareglur líka fyrir atvinnuhúsnæði og þær tryggja meira að segja aðgengi dagsbirtu að gluggunum og lágmarks aðgengi gegnum gluggann. Búast má við því að þessar þumalputtareglur muni á næstu árum víkja fyrir enn nákvæmari aðferðum sem taka mið af hnattstöðu og umhverfi hverrar byggingar. Byggingarreglugerðin okkar tryggir ekki aðgengi dagsbirtu í byggingarnar okkar. Ábyrgðin er okkar að stuðla að aðgengi dagsbirtu og þar með vellíðan íbúa landsins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar