ÍAV krefur kísilverið um tvo milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 20. apríl 2017 07:00 ÍAV var aðalverktaki United Silicon í Helguvík þar sem kísilver hefur vakið athygli fyrir endurtekin óhöpp. vísir/vilhelm Verktakafyrirtækið ÍAV krefst rúmlega tveggja milljarða króna auk dráttarvaxta frá United Silicon fyrir gerðardómi vegna ógreiddra reikninga og annarra meintra vanefnda kísilversins í Helguvík. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins og að reikningar vegna framkvæmda við verksmiðjuna nemi þar af 1,1 milljarði króna. ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Verktakinn gerir samkvæmt heimildum blaðsins einnig bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Gerðardómurinn er skipaður einum manni frá ÍAV, öðrum frá United Silicon, og valdi Héraðsdómur Reykjaness oddamanninn.Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Sigurður vildi í samtali við Fréttablaðið ekki tjá sig um kröfu fyrirtækisins en sagði að fyrirtækið hefði væntingar til þess að niðurstaða lægi fyrir í lok maí eða byrjun júní. Magnús Garðarsson, stærsti eigandi kísilversins og þáverandi stjórnarmaður, sagði í ágúst í fyrra að deilan við ÍAV hefði orðið til þess að verkinu hefði seinkað um tvær vikur. Hafði Magnús þá áður kennt ÍAV um seinkun á gangsetningu verksmiðjunnar eða í júní þegar ÍAV hótaði fyrst að leggja niður störf. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar eða lögmann United Silicon. Rúmum mánuði eftir að ÍAV hafði hætt vinnu við kísilverið höfðu starfsmenn þess ekki fengið afhentan tækjabúnað sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon þegar lá við handalögmálum milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja. Sigurður sagði þá að stærstur hluti um eins milljarðs króna kröfu ÍAV vegna ógreiddra reikninga væri gjaldfallinn og að hann teldi að eigendur kísilversins ættu ekki fyrir framkvæmdinni. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Verktakafyrirtækið ÍAV krefst rúmlega tveggja milljarða króna auk dráttarvaxta frá United Silicon fyrir gerðardómi vegna ógreiddra reikninga og annarra meintra vanefnda kísilversins í Helguvík. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins og að reikningar vegna framkvæmda við verksmiðjuna nemi þar af 1,1 milljarði króna. ÍAV var aðalverktaki kísilversins en starfsmenn fyrirtækisins lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra. Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV, boðaði þá að meintar vanefndir United Silicon færu fyrir gerðardóm. Það ferli hófst mánuði síðar þegar verktakafyrirtækið skipaði sinn mann í gerðardóminn og í febrúar síðastliðnum höfðu deilendurnir báðir lagt fram greinargerðir sínar. Verktakinn gerir samkvæmt heimildum blaðsins einnig bótakröfu vegna riftunar á samningi um að ÍAV kæmi að framkvæmdum á öðrum og þriðja áfanga kísilversins. Gerðardómurinn er skipaður einum manni frá ÍAV, öðrum frá United Silicon, og valdi Héraðsdómur Reykjaness oddamanninn.Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri ÍAV.Sigurður vildi í samtali við Fréttablaðið ekki tjá sig um kröfu fyrirtækisins en sagði að fyrirtækið hefði væntingar til þess að niðurstaða lægi fyrir í lok maí eða byrjun júní. Magnús Garðarsson, stærsti eigandi kísilversins og þáverandi stjórnarmaður, sagði í ágúst í fyrra að deilan við ÍAV hefði orðið til þess að verkinu hefði seinkað um tvær vikur. Hafði Magnús þá áður kennt ÍAV um seinkun á gangsetningu verksmiðjunnar eða í júní þegar ÍAV hótaði fyrst að leggja niður störf. Ekki náðist í Magnús við vinnslu fréttarinnar eða lögmann United Silicon. Rúmum mánuði eftir að ÍAV hafði hætt vinnu við kísilverið höfðu starfsmenn þess ekki fengið afhentan tækjabúnað sem þeir voru neyddir til að skilja eftir á lóð United Silicon þegar lá við handalögmálum milli starfsmanna fyrirtækjanna tveggja. Sigurður sagði þá að stærstur hluti um eins milljarðs króna kröfu ÍAV vegna ógreiddra reikninga væri gjaldfallinn og að hann teldi að eigendur kísilversins ættu ekki fyrir framkvæmdinni.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira