Geðheilbrigðismál ungmenna í forgang Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:07 Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtist samantekt á vef embættis Landlæknis á notkun þunglyndislyfja á Íslandi. Árið 2012 leystu rúmlega 38.015 einstaklingar út þunglyndislyf á Íslandi en á síðasta ári 46.266. Það er um 21,7% aukning á fjórum árum. Athyglisverðast var að mesta aukningin er hjá yngri kynslóðunum. Árið 2013 var notkun þunglyndislyfja mest á Íslandi miðað við öll OECD lönd en þá var notkunin 203% miðað við meðaltal OECD landa. Í skýrslunni er einnig fjallað um skort á öðrum úrræðum við þunglyndi og kvíða en lyfjameðferð og hvort auka eigi aðgengi að annarri sannreyndri meðferð eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Hugrún er geðfræðslufélag sem var stofnað af nemendum við Háskóla Íslands í forvarnarskyni. Markmið félagsins er að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og að auka færni þeirra að rækta eigin geðheilsu. Sýnt hefur verið fram á að fræðsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti, allt frá þekkingu og fordómum yfir í vilja einstaklinga til að leita eftir hjálp. En hvað gerist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoðar? Aðgengi að sálfræðiþjónustu við Háskóla Íslands er verulega skert. Við Háskóla Íslands stunda 12.428 einstaklingar nám. Þeir koma alls staðar að, margir flytjast til dæmis utan af landi frá fjölskyldu sinni, vinum og félagslegu stuðningsneti til þess að stunda nám við háskólann. Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Hálft stöðugildi sálfræðings fyrir tæplega 12.500 manns. Til samanburðar má nefna að viðmið samtaka bandarískra skólasálfræðinga (NASP) gera ráð fyrir heilu stöðugildi sálfræðings fyrir hverja 1.000 nemendur. Á aldrinum 18-25 ára er algengast að geðsjúkdómar komi fram en þetta er einnig stærsti aldurshópur nemenda við Háskóla Íslands. Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25 ára er sjálfsvíg en árlega deyja um sex ungir menn á þeim aldri. Geðheilbrigðismál eru einn mikilvægasti flokkur heilbrigðismála en einnig sá málaflokkur sem virðist oftast gleymast að huga að. Ljóst er að geðheilbrigðismál háskólanema Íslands hafa setið á hakanum. Erfitt er að taka það skref að leita sér aðstoðar en það er enn erfiðara að koma að lokuðum dyrum og takmörkuðum úrræðum eftir að hafa tekið stóra skrefið. Margra mánaða bið eftir aðstoð getur reynst dýrkeypt og jafnvel kostað mannslíf. Ég skora því á yfirvöld að auka aðgengi að fleiri sannreyndum meðferðum en lyfjameðferð á Íslandi fyrir ungt fólk. Ég skora á yfirvöld að auka stöðugildi sálfræðinga við Háskóla Íslands.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun