Hvað er góður skóli? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:57 Ég er kennari. Grunnskólakennari. Ég vinn við það að kenna unglingum samfélagsfræði og reyni eftir bestu getu að sinna því starfi af metnaði, áhuga og einlægni. Nú er ég í 5. skipti á mínum 10 ára kennaraferli að útskrifa umsjónarnemendur mína úr 10. bekk og að sjálfsögðu erum við að ræða um næsta vetur, framtíðina. Hvað ætla nemendur að gera að loknu grunnskólanámi? „Komast inn í góðan skóla“ er voða algengt svar. Gjarnan fylgir upptalning á einhverjum skólum. Frá fyrstu svona umræðunni minni hef ég farið eftir ákveðinni línu. Góður skóli er sá skóli sem er góður fyrir þig, sá skóli sem hentar þér best. Það er ekki flóknara. Ennþá er ég að taka sömu umræðuna, fara með sömu rulluna. „Ekki horfa á það hvað skólarnir heita. Byrjið á að hugsa hvort þið viljið fara í bóknám eða verknám. Ef bóknám hvort þá í bekkjarkerfi eða áfangakerfi? Ef verknám þá hvaða verknám? Farðu í þann skóla sem er á þínu áhugasviði. Ef þú vilt verða viðskiptafræðingur liggur vel við að fara í Verslunarskólann en fyrir þann sem vill verða bifvélavirki væri Verslunarskólinn afar slakur kostur.“ Það er nefnilega svo mikilvægt að velja ekki skóla út frá einhverju nafni eða einhverri stöðu heldur þann skóla sem mætir þörfum og áhugasviði nemandans. Þessi lenska að gera bóknámi oft hærra undir höfði en verknámi, sem að mínu viti er ekki bara bundin við Ísland, er án efa áhrifavaldur í því að við glímum við skort á iðnaðarmönnum. Þessi hugmyndafræði sem virðist vera ríkjandi, að stúdentspróf og háskólapróf séu eina rétta leiðin. Það virðist líka einhvern veginn vera orðræðan að þeir sem eru klárari fari í bóknám, hinir fari í verknám. Sjálf hef ég oftar en einu sinni lent í rökræðum um slíkt og það gerir mig alltaf jafn reiða! Það er talað um einstaklingsmiðað nám, mismunandi styrkleika, „enginn er góður í öllu, allir eru góðir í einhverju“ en raunin er svo önnur. Ég hef heyrt af nemendum sem veigra sér við að sækja um verknám þar sem þeir vilja ekki fá á sig einhvern stimpil, klárir krakkar sem fara bóknámsbrautina vegna utanaðkomandi pressu. Ég hef heyrt fleiri en eitt foreldri tala um að „auðvitað er mikilvægt að hafa iðnaðarmenn, einhverjir þurfa að sinna þessum störfum en ekki mitt barn.“ Þá opna ég venjulega munninn og læta í mér heyra (ekki að hann sér almennt lokaður og þegjandi svo sem). Stundum þegar ég ræði þetta, og fólk þekkir ekki minn bakgrunn, telur það mig bara vera einhverja bitra gellu sem gekk illa í skóla og er á móti kerfinu. Þvert á móti þá gekk mér mjög vel í skóla, ég er stúdent frá einum af „vinsælu skólunum“ og með þrjár háskólagráður, allt voða bóklegt og innrammað í normið. Það breytir því ekki að ég met verknám bróður míns ekkert minna en allt mitt bóknám og að sama skapi met ég bóknámið mitt ekkert minna en verknámið hans. Við höfum ólíka hæfileika, ólík áhugasvið. Þetta snýst nefnilega um það, hvar hæfileikar manns og áhugasvið liggja, ekki hvaða stimpill er heppilegastur. Þó að þessi stutti pistill muni líklega ekki breyta hugarfari þjóðar vona ég samt sem áður að hann veki einhverja, nemendur, foreldra, kennara, alla til umhugsunar. Hvernig menntasamfélag viljum við hér á Íslandi? Viljum við einsleitt þramm í átt að bóknámi eða fjölbreytta möguleika þar sem við metum fólk jafnt að verðleikum hvort sem það er klárt á bókina eða hagt í höndunum eða jafnvel hvort tveggja. Því það getur bara líka alveg verið þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er kennari. Grunnskólakennari. Ég vinn við það að kenna unglingum samfélagsfræði og reyni eftir bestu getu að sinna því starfi af metnaði, áhuga og einlægni. Nú er ég í 5. skipti á mínum 10 ára kennaraferli að útskrifa umsjónarnemendur mína úr 10. bekk og að sjálfsögðu erum við að ræða um næsta vetur, framtíðina. Hvað ætla nemendur að gera að loknu grunnskólanámi? „Komast inn í góðan skóla“ er voða algengt svar. Gjarnan fylgir upptalning á einhverjum skólum. Frá fyrstu svona umræðunni minni hef ég farið eftir ákveðinni línu. Góður skóli er sá skóli sem er góður fyrir þig, sá skóli sem hentar þér best. Það er ekki flóknara. Ennþá er ég að taka sömu umræðuna, fara með sömu rulluna. „Ekki horfa á það hvað skólarnir heita. Byrjið á að hugsa hvort þið viljið fara í bóknám eða verknám. Ef bóknám hvort þá í bekkjarkerfi eða áfangakerfi? Ef verknám þá hvaða verknám? Farðu í þann skóla sem er á þínu áhugasviði. Ef þú vilt verða viðskiptafræðingur liggur vel við að fara í Verslunarskólann en fyrir þann sem vill verða bifvélavirki væri Verslunarskólinn afar slakur kostur.“ Það er nefnilega svo mikilvægt að velja ekki skóla út frá einhverju nafni eða einhverri stöðu heldur þann skóla sem mætir þörfum og áhugasviði nemandans. Þessi lenska að gera bóknámi oft hærra undir höfði en verknámi, sem að mínu viti er ekki bara bundin við Ísland, er án efa áhrifavaldur í því að við glímum við skort á iðnaðarmönnum. Þessi hugmyndafræði sem virðist vera ríkjandi, að stúdentspróf og háskólapróf séu eina rétta leiðin. Það virðist líka einhvern veginn vera orðræðan að þeir sem eru klárari fari í bóknám, hinir fari í verknám. Sjálf hef ég oftar en einu sinni lent í rökræðum um slíkt og það gerir mig alltaf jafn reiða! Það er talað um einstaklingsmiðað nám, mismunandi styrkleika, „enginn er góður í öllu, allir eru góðir í einhverju“ en raunin er svo önnur. Ég hef heyrt af nemendum sem veigra sér við að sækja um verknám þar sem þeir vilja ekki fá á sig einhvern stimpil, klárir krakkar sem fara bóknámsbrautina vegna utanaðkomandi pressu. Ég hef heyrt fleiri en eitt foreldri tala um að „auðvitað er mikilvægt að hafa iðnaðarmenn, einhverjir þurfa að sinna þessum störfum en ekki mitt barn.“ Þá opna ég venjulega munninn og læta í mér heyra (ekki að hann sér almennt lokaður og þegjandi svo sem). Stundum þegar ég ræði þetta, og fólk þekkir ekki minn bakgrunn, telur það mig bara vera einhverja bitra gellu sem gekk illa í skóla og er á móti kerfinu. Þvert á móti þá gekk mér mjög vel í skóla, ég er stúdent frá einum af „vinsælu skólunum“ og með þrjár háskólagráður, allt voða bóklegt og innrammað í normið. Það breytir því ekki að ég met verknám bróður míns ekkert minna en allt mitt bóknám og að sama skapi met ég bóknámið mitt ekkert minna en verknámið hans. Við höfum ólíka hæfileika, ólík áhugasvið. Þetta snýst nefnilega um það, hvar hæfileikar manns og áhugasvið liggja, ekki hvaða stimpill er heppilegastur. Þó að þessi stutti pistill muni líklega ekki breyta hugarfari þjóðar vona ég samt sem áður að hann veki einhverja, nemendur, foreldra, kennara, alla til umhugsunar. Hvernig menntasamfélag viljum við hér á Íslandi? Viljum við einsleitt þramm í átt að bóknámi eða fjölbreytta möguleika þar sem við metum fólk jafnt að verðleikum hvort sem það er klárt á bókina eða hagt í höndunum eða jafnvel hvort tveggja. Því það getur bara líka alveg verið þannig.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun