Samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar: Lærum af reynslu Dana Skapti Örn Ólafsson skrifar 25. apríl 2017 15:44 Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir Alþingi áform ríkisstjórnarinnar um rúmlega ellefu prósentustiga hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu ─ úr 11% í 22,5% með viðkomu í 24%. Það er ljóst að slík hækkun mun hafa mjög neikvæðar afleiðingar á samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu fjölda ára fram í tímann. Nægir að líta til reynslu Dana í þeim efnum. Í Danmörku var virðisaukaskattur hækkaður um þrjú prósentustig árið 1992, úr 22% í 25%. Það er vert að ítreka að hækkunin sem nú er lögð til á Íslandi er þrisvar sinnum meiri. Áhrifin á danska ferðaþjónustu létu ekki á sér standa en frá árinu 1992 til ársins 2009 fækkaði erlendum ferðamönnum til Danmerkur jafnt og þétt. Fjöldi gistinátta þeirra í Danmörku við breytinguna var um 27 milljónir en hafði fækkað í 20 milljónir árið 2009. Síðan þá hefur dönsk ferðaþjónusta verið að ná sér hægt á strik.Neikvæðar afleiðingar í rúm 20 ár Það er vert að taka eftir því hér að það tók dönsku ferðaþjónustuna heil 17 ár að ná að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem hófst með hækkun virðisaukaskattsins. En þrátt fyrir það var fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í Danmörku árið 2015, rúmum 20 árum eftir hækkunina, aðeins 24,7 milljónir samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni og átti því enn langt í land með að ná sama fjölda og fyrir breytinguna. Við Íslendingar berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd þegar þörf er á jákvæðum fyrirmyndum. Það er hins vegar full þörf á því að líta til reynslu nágranna okkar þegar kemur að neikvæðum áhrifum af illa grunduðum aðgerðum ríkisvaldsins, eins og nú er verið að boða í tilfelli ferðaþjónustunnar.Vegið að samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar Það er mikilvægt í þessu sambandi að átta sig á muninum á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir Danmörku annars vegar og Ísland hins vegar. Árið 2015 var ferðaþjónusta aðeins 3,6% af útflutningstekjum Danmerkur á meðan íslensk ferðaþjónusta hefur verið mikilvægasta útflutningsgreinin á Íslandi frá árinu 2014, stærri en bæði sjávarútvegur og álframleiðsla. Hlutfallslega meira mikilvægi ferðaþjónustunnar á Íslandi sýnir svo ekki verður um villst hve miklu meiri áhætta felst í slíkum neikvæðum áhrifum til langs tíma fyrir Ísland. Rúmlega ellefu prósentustiga hækkun virðisaukaskatts er glapræði sem mun stórskaða samkeppnishæfni ferðaþjónustu á Íslandi til langrar framtíðar og mun ef af verður aldrei skila þeim ávinningi sem til er ætlast. Danska dæmið gæti ekki verið skýrara. Lærum af því.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun