Íhald + aðhald = afturhald Torfi H. Tulinius skrifar 26. apríl 2017 07:00 Viðreisn vakti von um stjórnmálahreyfingu heiðarlegra hægri manna sem vildu sátt milli eignafólks og annarra landsmanna. Nafnið vísaði til sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hlúðu að menntun, velferð og framförum í lýðveldinu unga. Máske var leit að liðnum tíma límið milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Menn gátu ímyndað sér—og hlutaðeigandi kannski líka—að jafnaðarmaðurinn geðþekki Gylfi Þ. og íhaldsmaðurinn staðfasti Bjarni Ben eldri væru gengnir aftur í þeim Óttari og Benedikt. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi verið staðinn að því að segja ósatt í fréttum fáum dögum áður, héldu þeir í tálsýnina og mynduðu með honum ríkisstjórn sem telur sér og öðrum trú um að standi fyrir frjálslyndi og umbætur. En annað lím var fortíðarþránni yfirsterkara: stéttvísi auðmanna. Undanfarið hefur orðið æ ljósara að Óttarr, Björt og þingmennirnir tveir sem leiddu ríku frændurna til valda eru eins og illa sniðnir leppar sem ná ekki að hylja eðli ríkisstjórnarinnar sem birtist nú í fjármálaáætlun til fimm ára. Áætlun sú mun þrengja að velferð, heilbrigði, menntun, rannsóknum og nýsköpun um leið og hagvöxtur er meiri en í öðrum löndum OECD. Fjármálaráðherra talar um aðhald, en heilbrigðisráðherra brosir vandræðalega og segir að ekki séu til peningar fyrir öllu. Auðvitað er gott að eyða ekki um efni fram og lækka skuldir. En í góðæri er ámælisvert að veikja áfram innviði góðs samfélags og stefna framtíð þess í hættu með því að svelta menntun, rannsóknir og nýsköpun. Óttarr Proppé veit vel að peningarnir eru til. Það er hins vegar pólitísk stefna stjórnarmeirihlutans að halda auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti í lágmarki og koma ekki á þriðja skattþrepi hálaunafólks. Þó myndi breytt skattkerfi standa undir nauðsynlegum útgjöldum til framfaramála. Í staðinn er ríkisstjórninni stýrt af hvötum þeirra ríku sem halda fast í peninga sína og standa í vegi fyrir framþróun. Aðhald Íhaldsins er því ekkert annað en afturhald. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Viðreisn vakti von um stjórnmálahreyfingu heiðarlegra hægri manna sem vildu sátt milli eignafólks og annarra landsmanna. Nafnið vísaði til sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hlúðu að menntun, velferð og framförum í lýðveldinu unga. Máske var leit að liðnum tíma límið milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Menn gátu ímyndað sér—og hlutaðeigandi kannski líka—að jafnaðarmaðurinn geðþekki Gylfi Þ. og íhaldsmaðurinn staðfasti Bjarni Ben eldri væru gengnir aftur í þeim Óttari og Benedikt. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi verið staðinn að því að segja ósatt í fréttum fáum dögum áður, héldu þeir í tálsýnina og mynduðu með honum ríkisstjórn sem telur sér og öðrum trú um að standi fyrir frjálslyndi og umbætur. En annað lím var fortíðarþránni yfirsterkara: stéttvísi auðmanna. Undanfarið hefur orðið æ ljósara að Óttarr, Björt og þingmennirnir tveir sem leiddu ríku frændurna til valda eru eins og illa sniðnir leppar sem ná ekki að hylja eðli ríkisstjórnarinnar sem birtist nú í fjármálaáætlun til fimm ára. Áætlun sú mun þrengja að velferð, heilbrigði, menntun, rannsóknum og nýsköpun um leið og hagvöxtur er meiri en í öðrum löndum OECD. Fjármálaráðherra talar um aðhald, en heilbrigðisráðherra brosir vandræðalega og segir að ekki séu til peningar fyrir öllu. Auðvitað er gott að eyða ekki um efni fram og lækka skuldir. En í góðæri er ámælisvert að veikja áfram innviði góðs samfélags og stefna framtíð þess í hættu með því að svelta menntun, rannsóknir og nýsköpun. Óttarr Proppé veit vel að peningarnir eru til. Það er hins vegar pólitísk stefna stjórnarmeirihlutans að halda auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti í lágmarki og koma ekki á þriðja skattþrepi hálaunafólks. Þó myndi breytt skattkerfi standa undir nauðsynlegum útgjöldum til framfaramála. Í staðinn er ríkisstjórninni stýrt af hvötum þeirra ríku sem halda fast í peninga sína og standa í vegi fyrir framþróun. Aðhald Íhaldsins er því ekkert annað en afturhald.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar