Opið bréf til Óttars Proppé heilbrigðisráðherra Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæll, Óttarr. Vegna ummæla landlæknis í fréttum fyrir helgina, um að þú lítir þannig á að Klíníkin í Ármúla sé ekki leyfisskyld frá þér, þar sem hún er eins og hver annar stofurekstur heilbrigðisstarfsmanna, ákvað ég að skrifa þér. Þú sagðir líka í fréttum eitthvað á þá leið að það væri bagalegt að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Embættis landlæknis og að skoða þyrfti lögin og athuga hvort skýra þyrfti eitthvað nánar í þeim. Í hnotskurn snýst málið um hvort Klíníkin í Ármúla sé kölluð „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“, sem ekki er leyfisskyld frá heilbrigðisráðherra, eða hvort hún sé skilgreind sem „sérhæfð heilbrigðistofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta“ og þarf þá starfsleyfi frá heilbrigðisráðherra. Fram undir þessa tíma, leyfi ég mér að fullyrða, hefur varla hvarflað að okkur sem höfum íslensku að móðurmáli, að þörf væri á að skilgreina orðin „sérhæfð heilbrigðisstofnun“ eða „sjúkrahús“ eða „starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns“. Við stöndum því greinilega á tímamótum. Þessi sértæku orð koma öll fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 40/2007). Þar segir um sérhæfða heilbrigðisstofnun: „Stofnun þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt.“ Um starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns segir: „Starfsstöðvar sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna þar sem heilbrigðisþjónusta er veitt með eða án greiðsluþátttöku ríkisins.“Vandi á höndum Hér er okkur landsmönnum vandi á höndum því að það hjálpar ekki einu sinni að „gúggla“ skilgreiningu á orðunum: sjúkrahús / spítali / sérhæfð heilbrigðisstofnun / sérhæfð heilbrigðisþjónusta eða starfsstofa heilbrigðisstarfsmanns, við lendum bara aftur í lögum Alþingis. Skilgreining sem ég legg til um sérhæfða heilbrigðisstofnun er: „Stofnun sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu þar sem einstaklingar eru lagðir inn vegna veikinda eða skurðaðgerða. Einstaklingarnir eru þar í mislangan tíma en oftast að minnsta kosti yfir eina nótt. Þar starfar fagfólk sem veitir hjúkrunarmeðferð og læknismeðferð eftir þörfum, hvenær sólahrings sem er, ef einstaklingarnir sem liggja inni, þurfa á að halda.“ Rökin eru þau að öðrum veikindum fólks / skurðaðgerðum er í dag sinnt (hægt að sinna) á starfsstofum úti í bæ. Orðið „starfsstofa“ er í raun vandinn. Hvernig áttu að skilgreina hana? Ég legg til að þú notir þessa skilgreiningu: Starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna er: „Heilbrigðisstarfsemi sem veitir heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma og hættir þjónustu eftir það, lokar dyrum og allir fara til síns heima. Þar er leyfilegt að gera aðgerðir / inngrip sem miðast við að ástand fólks leyfi að það fari samdægurs heim. Engin næturþjónusta er í boði á starfsstofu.“ Ég ráðlegg þér, heilbrigðisráðherra góður, að hlusta á rök landlæknis þegar kemur að starfsleyfi Klíníkurinnar í Ármúla. Jafnframt að þú hafir þessar skilgreiningar hér í þessu stutta bréfi mínu að leiðarljósi því að Klíníkin í Ármúla, þegar farið verður að leggja fólk þar inn, fellur undir skilgreininguna „sérhæfð heilbrigðisstofnun“. Að endingu legg ég til að þú lögfestir, að skilyrði þess að reka „heilbrigðisstofnanir“ eða „starfsstofur“ hér á landi, sé að heilbrigðisþjónustan sé rekin án þess að borga megi sér arð, þ.e. ekki í hagnaðarskyni. (sbr. non-profit á ensku). Því hvað réttlætir að fólk geti grætt á veikindum annarra, hvort sem peningarnir koma úr vasa þess veika, eða úr vasa ríkisins?Höfundur er doktorsnemi við Linné háskólann í Svíþjóð og er menntaður hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun