Virkjum þann auð sem býr í háskólamenntuðu fólki Erna Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016-2018 kemur ýmislegt áhugavert í ljós varðandi atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra. Greining stofnunarinnar á atvinnuleysistölum sýnir að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra, einkum háskólamenntaðra kvenna, hefur minnkað hægar undanfarin misseri en meðal fólks með minni menntun að baki. Staða háskólamenntaðra kvenna er mun verri en karla en í febrúar sl. var fjöldi háskólamenntaðra kvenna á atvinnuleysisskrá 677 en atvinnulausir háskólamenntaðir karlar voru 457 talsins. Það er ekki ásættanlegt að stórir hópar háskólamenntaðra séu atvinnulausir.Hvað veldur? Í skýrslu Vinnumálastofnunar eru tvær skýringar nefndar á þessari stöðu. Annars vegar sú að háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgi hlutfallslega meira en fólki með minni menntun þegar nýir árgangar útskrifaðra háskólanema koma inn á vinnumarkaðinn, en þeir sem hætta vegna aldurs hafa að jafnaði minni menntun að baki. Hins vegar hafi störfum fyrir háskólafólk ekki fjölgað að sama skapi. Margra ára uppsöfnuð þörf sé fyrir fjölgun starfsfólks í mörgum starfsstéttum, einkum hjá ríki og sveitarfélögum, bæði til að vinna upp niðurskurð og aðhald áranna í kjölfar hruns en einnig til að mæta aukinni þjónustuþörf vegna m.a. fjölgunar aldraðra.Þörf á breyttum áherslum Nýsköpun og vísindi skipta sköpum við uppbyggingu atvinnulífs og eflingu lífsgæða. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar um þennan málaflokk segir m.a. að myndarlega verði stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina. Hlutverk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf en tveir ráðherrar fara með málaflokka ráðuneytisins. Mikilvægt er að fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs – undir forystu ráðherranna – sameinist um að skapa ný störf fyrir háskólamenntaða með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi þeirra. Því miður sýna dæmin að fjármagni er aðallega beint til verklegra framkvæmda í stað þess að nota það til atvinnuuppbyggingar fyrir háskólamenntað fólk. Þessu þarf að breyta. Í menntun og hugviti liggur mikill auður sem mikilvægt er að virkja. Stjórnvöld þurfa að skapa skilyrði fyrir nýsköpun í atvinnulífinu sem stuðlar að fjölgun starfa fyrir þetta fólk. Einstaklingar verða að hafa hvata til að auka við þekkingu sína og skapa þannig samfélagsleg verðmæti. Verði ákjósanleg skilyrði ekki sköpuð getur það haft þau áhrif að yngri kynslóðir sjái sér ekki lengur hag í að fara í háskólanám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016-2018 kemur ýmislegt áhugavert í ljós varðandi atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra. Greining stofnunarinnar á atvinnuleysistölum sýnir að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra, einkum háskólamenntaðra kvenna, hefur minnkað hægar undanfarin misseri en meðal fólks með minni menntun að baki. Staða háskólamenntaðra kvenna er mun verri en karla en í febrúar sl. var fjöldi háskólamenntaðra kvenna á atvinnuleysisskrá 677 en atvinnulausir háskólamenntaðir karlar voru 457 talsins. Það er ekki ásættanlegt að stórir hópar háskólamenntaðra séu atvinnulausir.Hvað veldur? Í skýrslu Vinnumálastofnunar eru tvær skýringar nefndar á þessari stöðu. Annars vegar sú að háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgi hlutfallslega meira en fólki með minni menntun þegar nýir árgangar útskrifaðra háskólanema koma inn á vinnumarkaðinn, en þeir sem hætta vegna aldurs hafa að jafnaði minni menntun að baki. Hins vegar hafi störfum fyrir háskólafólk ekki fjölgað að sama skapi. Margra ára uppsöfnuð þörf sé fyrir fjölgun starfsfólks í mörgum starfsstéttum, einkum hjá ríki og sveitarfélögum, bæði til að vinna upp niðurskurð og aðhald áranna í kjölfar hruns en einnig til að mæta aukinni þjónustuþörf vegna m.a. fjölgunar aldraðra.Þörf á breyttum áherslum Nýsköpun og vísindi skipta sköpum við uppbyggingu atvinnulífs og eflingu lífsgæða. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar um þennan málaflokk segir m.a. að myndarlega verði stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina. Hlutverk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf en tveir ráðherrar fara með málaflokka ráðuneytisins. Mikilvægt er að fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs – undir forystu ráðherranna – sameinist um að skapa ný störf fyrir háskólamenntaða með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi þeirra. Því miður sýna dæmin að fjármagni er aðallega beint til verklegra framkvæmda í stað þess að nota það til atvinnuuppbyggingar fyrir háskólamenntað fólk. Þessu þarf að breyta. Í menntun og hugviti liggur mikill auður sem mikilvægt er að virkja. Stjórnvöld þurfa að skapa skilyrði fyrir nýsköpun í atvinnulífinu sem stuðlar að fjölgun starfa fyrir þetta fólk. Einstaklingar verða að hafa hvata til að auka við þekkingu sína og skapa þannig samfélagsleg verðmæti. Verði ákjósanleg skilyrði ekki sköpuð getur það haft þau áhrif að yngri kynslóðir sjái sér ekki lengur hag í að fara í háskólanám.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar