Virkjum þann auð sem býr í háskólamenntuðu fólki Erna Guðmundsdóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016-2018 kemur ýmislegt áhugavert í ljós varðandi atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra. Greining stofnunarinnar á atvinnuleysistölum sýnir að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra, einkum háskólamenntaðra kvenna, hefur minnkað hægar undanfarin misseri en meðal fólks með minni menntun að baki. Staða háskólamenntaðra kvenna er mun verri en karla en í febrúar sl. var fjöldi háskólamenntaðra kvenna á atvinnuleysisskrá 677 en atvinnulausir háskólamenntaðir karlar voru 457 talsins. Það er ekki ásættanlegt að stórir hópar háskólamenntaðra séu atvinnulausir.Hvað veldur? Í skýrslu Vinnumálastofnunar eru tvær skýringar nefndar á þessari stöðu. Annars vegar sú að háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgi hlutfallslega meira en fólki með minni menntun þegar nýir árgangar útskrifaðra háskólanema koma inn á vinnumarkaðinn, en þeir sem hætta vegna aldurs hafa að jafnaði minni menntun að baki. Hins vegar hafi störfum fyrir háskólafólk ekki fjölgað að sama skapi. Margra ára uppsöfnuð þörf sé fyrir fjölgun starfsfólks í mörgum starfsstéttum, einkum hjá ríki og sveitarfélögum, bæði til að vinna upp niðurskurð og aðhald áranna í kjölfar hruns en einnig til að mæta aukinni þjónustuþörf vegna m.a. fjölgunar aldraðra.Þörf á breyttum áherslum Nýsköpun og vísindi skipta sköpum við uppbyggingu atvinnulífs og eflingu lífsgæða. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar um þennan málaflokk segir m.a. að myndarlega verði stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina. Hlutverk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf en tveir ráðherrar fara með málaflokka ráðuneytisins. Mikilvægt er að fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs – undir forystu ráðherranna – sameinist um að skapa ný störf fyrir háskólamenntaða með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi þeirra. Því miður sýna dæmin að fjármagni er aðallega beint til verklegra framkvæmda í stað þess að nota það til atvinnuuppbyggingar fyrir háskólamenntað fólk. Þessu þarf að breyta. Í menntun og hugviti liggur mikill auður sem mikilvægt er að virkja. Stjórnvöld þurfa að skapa skilyrði fyrir nýsköpun í atvinnulífinu sem stuðlar að fjölgun starfa fyrir þetta fólk. Einstaklingar verða að hafa hvata til að auka við þekkingu sína og skapa þannig samfélagsleg verðmæti. Verði ákjósanleg skilyrði ekki sköpuð getur það haft þau áhrif að yngri kynslóðir sjái sér ekki lengur hag í að fara í háskólanám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016-2018 kemur ýmislegt áhugavert í ljós varðandi atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra. Greining stofnunarinnar á atvinnuleysistölum sýnir að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra, einkum háskólamenntaðra kvenna, hefur minnkað hægar undanfarin misseri en meðal fólks með minni menntun að baki. Staða háskólamenntaðra kvenna er mun verri en karla en í febrúar sl. var fjöldi háskólamenntaðra kvenna á atvinnuleysisskrá 677 en atvinnulausir háskólamenntaðir karlar voru 457 talsins. Það er ekki ásættanlegt að stórir hópar háskólamenntaðra séu atvinnulausir.Hvað veldur? Í skýrslu Vinnumálastofnunar eru tvær skýringar nefndar á þessari stöðu. Annars vegar sú að háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgi hlutfallslega meira en fólki með minni menntun þegar nýir árgangar útskrifaðra háskólanema koma inn á vinnumarkaðinn, en þeir sem hætta vegna aldurs hafa að jafnaði minni menntun að baki. Hins vegar hafi störfum fyrir háskólafólk ekki fjölgað að sama skapi. Margra ára uppsöfnuð þörf sé fyrir fjölgun starfsfólks í mörgum starfsstéttum, einkum hjá ríki og sveitarfélögum, bæði til að vinna upp niðurskurð og aðhald áranna í kjölfar hruns en einnig til að mæta aukinni þjónustuþörf vegna m.a. fjölgunar aldraðra.Þörf á breyttum áherslum Nýsköpun og vísindi skipta sköpum við uppbyggingu atvinnulífs og eflingu lífsgæða. Í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar um þennan málaflokk segir m.a. að myndarlega verði stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina. Hlutverk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf en tveir ráðherrar fara með málaflokka ráðuneytisins. Mikilvægt er að fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs – undir forystu ráðherranna – sameinist um að skapa ný störf fyrir háskólamenntaða með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi þeirra. Því miður sýna dæmin að fjármagni er aðallega beint til verklegra framkvæmda í stað þess að nota það til atvinnuuppbyggingar fyrir háskólamenntað fólk. Þessu þarf að breyta. Í menntun og hugviti liggur mikill auður sem mikilvægt er að virkja. Stjórnvöld þurfa að skapa skilyrði fyrir nýsköpun í atvinnulífinu sem stuðlar að fjölgun starfa fyrir þetta fólk. Einstaklingar verða að hafa hvata til að auka við þekkingu sína og skapa þannig samfélagsleg verðmæti. Verði ákjósanleg skilyrði ekki sköpuð getur það haft þau áhrif að yngri kynslóðir sjái sér ekki lengur hag í að fara í háskólanám.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun