Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku fjárfestingabanka, hefur tilkynnt stjórn fyrirtækisins ákvörðun sína um að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Sigurður Atli hefur verið forstjóri Kviku frá 1. júlí 2011, en bankinn hét þá MP banki.
„Sigurður Atli leiddi samruna MP banka og Straums árið 2015. Samruninn tókst framar öllum vonum á þessum tíma undir stjórn og leiðsögn Sigurðar Atla. Nýr, sjálfstæður og sérhæfður fjárfestingabanki varð til undir nafni Kviku,“ segir í tilkynningunni.
„Það er ánægjulegt hve vel hefur tekist til að búa til nýjan íslenskan banka. Þróun hans hefur tekist einstaklega vel. Einstakur árangur bankans grundvallast á skýrri framtíðarsýn um að vera sjálfstæður og sérhæfður fjárfestingabanki, samþættri stefnulegri áætlun, skipulegri uppbyggingu fyrirtækjamenningar og umfram allt frábæru starfsfólki," segir Sigurður Atli.
Sigurður Atli hættir hjá Kviku
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

Danir segja skilið við þúsund króna seðilinn
Viðskipti erlent

Viðskiptajöfnuður jákvæður um 62 milljarða króna
Viðskipti innlent

Krambúð og Huppa í Búðarkór í stað Nettó
Viðskipti innlent


Félag Sverris sem bauð 95 prósenta fasteignalán gjaldþrota
Viðskipti innlent

Verðskrá fyrir magnpóst lögð niður
Neytendur

Ístækni kaupir tæki Skagans 3X á Ísafirði
Viðskipti innlent

Skilur reiði fólks en segir tölfræðina tala sínu máli
Viðskipti innlent

Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat
Viðskipti erlent

Fjölmiðlamaður snýr sér að útförum
Viðskipti innlent