Hættum málflutningi og nýtum þekkinguna Gísli Sigurðsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar í Fréttablaðið 26. apríl og viðurkennir þar að umhverfinu stafi hætta af opnu sjókvíaeldi á fiski. Einar er bjartsýnn og áræðinn og lítur á þessar hættur sem áskorun. Grein hans var svar við varnaðarorðum mínum í Frbl. 19. apríl. Það væri frábært ef mönnum tækist að mæta þeim áskorunum sem Einar ræðir um. Engar vísbendingar eru þó um að þar sé nokkur von. Norska ríkisendurskoðunin tók saman skýrslu fyrir nokkrum árum um umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi: https://www.riksrevisjonen.no/en/Reports/Documents/Document_3_9_2011_2012.pdf. Þá rannsókn þarf ekki að vinna aftur fyrir takmarkað íslenskt rannsóknafé. Síðan hefur slysasleppingum eldisfiska að vísu fækkað. Í fréttum frá Skotlandi í aprílbyrjun kom fram að um 20.000 eldislaxar (um helmingur af meðalstangveiði hér á landi) hefðu sloppið hjá sama fyrirtæki og á stóran hlut í Arnarlaxi sem boðar sama „öryggis“búnað hér landi. Slysið í Skotlandi staðfestir að eldislax í sjókvíum mun alltaf sleppa út í náttúruna. Vísindarannsóknir hafa sýnt þá hættu sem villtu lífríki er búin af sjókvíaeldi. Af þeim nýjustu þekki ég til: „The major threats to Atlantic salmon in Norway“ í ICES Journal of Marine Science (https://www.researchgate.net/publication/314371961_The_major_threats_to_Atlantic_salmon_in_Norway) og „Gene flow from domesticated escapes alters the life history of wild Atlantic salmon“ í Nature (https://www.nature.com/articles/s41559-017-0124). Niðurstöðurnar eru svo ótvíræðar að við getum sparað okkur „málflutning“ með og á móti sjókvíaeldi eins og nú fer fram hér á landi. Allra síst ætti það að standa upp á íslenskufræðing með áhuga á stangveiði að þurfa að berjast með lyklaborðinu sínu við norsk stórfyrirtæki og auglýsingastofur í máli sem réttsýn stjórnvöld ættu fyrir löngu að hafa fært til betri vegar. Það er hluti af þeim boðorðum sem mannkynið hefur sett sér í umgengni við náttúruna að við skulum ekki útrýma villtum dýrastofnum með háttsemi okkar. Einu viðbrögðin við þeim áskorunum sem fólgnar eru í fiskeldi eru þau að stunda eldið í lokuðum kerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar í Fréttablaðið 26. apríl og viðurkennir þar að umhverfinu stafi hætta af opnu sjókvíaeldi á fiski. Einar er bjartsýnn og áræðinn og lítur á þessar hættur sem áskorun. Grein hans var svar við varnaðarorðum mínum í Frbl. 19. apríl. Það væri frábært ef mönnum tækist að mæta þeim áskorunum sem Einar ræðir um. Engar vísbendingar eru þó um að þar sé nokkur von. Norska ríkisendurskoðunin tók saman skýrslu fyrir nokkrum árum um umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi: https://www.riksrevisjonen.no/en/Reports/Documents/Document_3_9_2011_2012.pdf. Þá rannsókn þarf ekki að vinna aftur fyrir takmarkað íslenskt rannsóknafé. Síðan hefur slysasleppingum eldisfiska að vísu fækkað. Í fréttum frá Skotlandi í aprílbyrjun kom fram að um 20.000 eldislaxar (um helmingur af meðalstangveiði hér á landi) hefðu sloppið hjá sama fyrirtæki og á stóran hlut í Arnarlaxi sem boðar sama „öryggis“búnað hér landi. Slysið í Skotlandi staðfestir að eldislax í sjókvíum mun alltaf sleppa út í náttúruna. Vísindarannsóknir hafa sýnt þá hættu sem villtu lífríki er búin af sjókvíaeldi. Af þeim nýjustu þekki ég til: „The major threats to Atlantic salmon in Norway“ í ICES Journal of Marine Science (https://www.researchgate.net/publication/314371961_The_major_threats_to_Atlantic_salmon_in_Norway) og „Gene flow from domesticated escapes alters the life history of wild Atlantic salmon“ í Nature (https://www.nature.com/articles/s41559-017-0124). Niðurstöðurnar eru svo ótvíræðar að við getum sparað okkur „málflutning“ með og á móti sjókvíaeldi eins og nú fer fram hér á landi. Allra síst ætti það að standa upp á íslenskufræðing með áhuga á stangveiði að þurfa að berjast með lyklaborðinu sínu við norsk stórfyrirtæki og auglýsingastofur í máli sem réttsýn stjórnvöld ættu fyrir löngu að hafa fært til betri vegar. Það er hluti af þeim boðorðum sem mannkynið hefur sett sér í umgengni við náttúruna að við skulum ekki útrýma villtum dýrastofnum með háttsemi okkar. Einu viðbrögðin við þeim áskorunum sem fólgnar eru í fiskeldi eru þau að stunda eldið í lokuðum kerfum.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun