Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Spáð er áframhaldandi hækkun fasteignaverðs fram að næsta ári. vísir/vilhelm Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira