
Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu
Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið.
Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra.
Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma.
Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.
Skoðun

Hvalveiðiþversögnin
Micah Garen skrifar

Viltu elska mig?
Anna Gunndís Guðmundsdóttir,Húgó skrifar

Verum vel læs á fjármálaumhverfið
Sólveig Hjaltadóttir,Þórey S. Þórðardóttir skrifar

Nætursilfrið
Ingólfur Sverrisson skrifar

Nám snýst um breytingar
Arnar Óskarsson skrifar

Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn?
Mjöll Matthíasdóttir skrifar

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!
Arna Magnea Danks skrifar

Kverkatak
Gylfi Þór Gíslason skrifar

Jákvæðu áhrifin af komu flóttamanna
Ingólfur Shahin skrifar

Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Krónan, eða innganga í ESB og evran?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Um túlkun Mannréttindastjóra Reykjavíkur á kynrænu sjálfræði
Eva Hauksdóttir skrifar

Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar
Willum Þór Þórsson skrifar

Er mannekla lögmál?
Árný Ingvarsdóttir skrifar

Klingjandi málmur og hvellandi bjalla
Árný Björg Blandon skrifar

Tvíeðli ferðamennskunnar: Ferðalag heimsku og uppljómunar?
Guðmundur Björnsson skrifar

Árið 2016 þegar hatrinu var gefin rödd
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann
Jón Þór Ólafsson skrifar

Hinn grimmi húsbóndi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Þá er það #kennaravikan
Magnús Þór Jónsson skrifar

Óperudylgjur úr bergmálshelli og hálfkveðnar vísur
Pétur J. Eiríksson skrifar

Samkeppni – fyrir lýðræðið
Oddný Harðardóttir skrifar

Jóni Steinari svarað
Sævar Þór Jónsson skrifar

Ofbeldi á vinnustöðum
Jón Snorrason skrifar

Kísildalir norðursins
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Litla kraftaverkadeildin
Guðrún Pétursdóttir skrifar

Hvaða snillingur fann þetta upp?
Jón Daníelsson skrifar

Það er ekki hægt að stela hugmyndum
Klara Nótt Egilson skrifar

Á eldra fólk að hafa það skítt?
Helgi Pétursson skrifar