Endursent til bankanna Birgir Örn Guðjónsson skrifar 12. apríl 2017 09:54 Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í þessari marg umtöluðu „það er hægt“ auglýsingaherferið fyrir Íslandsbanka. Ég sló að sjálfsögðu til og mun hér segja uppörvandi sögu mína af því hvernig ég keypti mér húsnæði. Grín. Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að taka þátt í því að safna ungu fólki í ævilangan þrældóm fyrir bankastofnanir. Ég sagði reynslu mína af okurlánastarfssemi bankanna alls ekki góða. Mín skoðun væri nefnilega sú að þetta sé ekki hægt. Og ekki ætla ég að ljúga að unga fólkinu með því að segja eitthvað annað. Ég man þegar ég fékk fréttamenn frá franskri sjónvarpsstöð í heimsókn til mín fyrir nokkrum árum, einmitt út af þessum lánamálum okkar Íslendinga. Þeir fengu að skoða reikningana af verðtryggðu húsnæðislánunum mínum og eftir að hafa séð hvað ég hafði borgað mikið á meðan lánið hafði hækkað þá klóruðu þeir sér í hausnum og sögðu með sínum franska hreim „that´s not possible“. Glöggir þessir Frakkar. Þeir voru ekki lengi að sjá að þetta er ekki hægt! Eftir hrunið var lánasnaran farin að þrengja all verulega að fjölskyldunni minni og við rétt náðum að tipla í gólfið. Framtíðin var óörugg og óljós. Eftir erfiðan óvissutíma kom að því að ríkið rétti okkur smá hálmstrá sem gaf okkur örlitla von. Í því fólst örlítil leiðrétting auk þess sem við fáum að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn okkar í húsnæðislánið. Smá piss í skóinn til að halda á okkur hita. Er það eðlilegt? Sýnir það að við búum í eðlilegu lánaumhverfi þar sem „það er hægt“. Er líka eitthvað eðlilegt við það að fyrirtæki séu að fara að byggja blokkir til þess að starfsmenn þess geti átt sér heimili? Nei, það er ekki hægt. Í dag höfum við fjölskyldan vissulega eignast meira í íbúðinni þar sem húsnæðisverð hefur hækkað. Sú eign er hinsvegar ekkert annað en einhver tala á tölvuskjá. Það eina sem við finnum fyrir er að vaxtabætur og barnabætur eru horfnar. Allt að þakka tölunni á skjánum. Tölunni sem nánast enginn græðir á nema fjárfestar sem versla með blokkir, lóðir og möguleika fólks, og svo banakstofnanir, framtíðaeigendur fjölskyldna Íslands. Við erum ekkert að borga minna hlutfall af laununum okkar eða neitt slíkt. Við erum alveg jafn miklir þrælar bankans. Það er ekki hægt. Það er virkilega ógeðfellt að ætla að hneppa fjölskyldur framtíðarinnar í þessa snöru íslenskra okurlána. Markaðsstjóri Íslandsbanka segir markmið herferðarinnar vera að stappa stálinu í ungt fólk. Ég mæli með því að við snúum herferðinni við. Ég legg til að við skilum skömminni þangað sem hún á heima og beinum orðunum til bankanna. Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur. Það er hægt að vinna að því að lækka vexti á lánum og útrýma verðtryggingu. Það er hægt að líta á fjölskyldur landsins sem fólk en ekki mjólkurkýr. Það er hægt að láta bankastarfsemi snúast meira um þjónustu og minna um ofurgróða. Það eina sem þarf er vilji. „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í þessari marg umtöluðu „það er hægt“ auglýsingaherferið fyrir Íslandsbanka. Ég sló að sjálfsögðu til og mun hér segja uppörvandi sögu mína af því hvernig ég keypti mér húsnæði. Grín. Ég þakkaði pent fyrir mig og sagðist ekki hafa mikinn áhuga á að taka þátt í því að safna ungu fólki í ævilangan þrældóm fyrir bankastofnanir. Ég sagði reynslu mína af okurlánastarfssemi bankanna alls ekki góða. Mín skoðun væri nefnilega sú að þetta sé ekki hægt. Og ekki ætla ég að ljúga að unga fólkinu með því að segja eitthvað annað. Ég man þegar ég fékk fréttamenn frá franskri sjónvarpsstöð í heimsókn til mín fyrir nokkrum árum, einmitt út af þessum lánamálum okkar Íslendinga. Þeir fengu að skoða reikningana af verðtryggðu húsnæðislánunum mínum og eftir að hafa séð hvað ég hafði borgað mikið á meðan lánið hafði hækkað þá klóruðu þeir sér í hausnum og sögðu með sínum franska hreim „that´s not possible“. Glöggir þessir Frakkar. Þeir voru ekki lengi að sjá að þetta er ekki hægt! Eftir hrunið var lánasnaran farin að þrengja all verulega að fjölskyldunni minni og við rétt náðum að tipla í gólfið. Framtíðin var óörugg og óljós. Eftir erfiðan óvissutíma kom að því að ríkið rétti okkur smá hálmstrá sem gaf okkur örlitla von. Í því fólst örlítil leiðrétting auk þess sem við fáum að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn okkar í húsnæðislánið. Smá piss í skóinn til að halda á okkur hita. Er það eðlilegt? Sýnir það að við búum í eðlilegu lánaumhverfi þar sem „það er hægt“. Er líka eitthvað eðlilegt við það að fyrirtæki séu að fara að byggja blokkir til þess að starfsmenn þess geti átt sér heimili? Nei, það er ekki hægt. Í dag höfum við fjölskyldan vissulega eignast meira í íbúðinni þar sem húsnæðisverð hefur hækkað. Sú eign er hinsvegar ekkert annað en einhver tala á tölvuskjá. Það eina sem við finnum fyrir er að vaxtabætur og barnabætur eru horfnar. Allt að þakka tölunni á skjánum. Tölunni sem nánast enginn græðir á nema fjárfestar sem versla með blokkir, lóðir og möguleika fólks, og svo banakstofnanir, framtíðaeigendur fjölskyldna Íslands. Við erum ekkert að borga minna hlutfall af laununum okkar eða neitt slíkt. Við erum alveg jafn miklir þrælar bankans. Það er ekki hægt. Það er virkilega ógeðfellt að ætla að hneppa fjölskyldur framtíðarinnar í þessa snöru íslenskra okurlána. Markaðsstjóri Íslandsbanka segir markmið herferðarinnar vera að stappa stálinu í ungt fólk. Ég mæli með því að við snúum herferðinni við. Ég legg til að við skilum skömminni þangað sem hún á heima og beinum orðunum til bankanna. Kæru bankar. Það er hægt að vera ekki svona gráðugur. Það er hægt að vinna að því að lækka vexti á lánum og útrýma verðtryggingu. Það er hægt að líta á fjölskyldur landsins sem fólk en ekki mjólkurkýr. Það er hægt að láta bankastarfsemi snúast meira um þjónustu og minna um ofurgróða. Það eina sem þarf er vilji. „Ekki gefast upp. Það er hægt. Ef þú hefur plan.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar