

Sníðum stakk til bóta
Þrátt fyrir það gífurlega öfluga starf sem fer fram innan veggja skólans er ekki annað hægt að segja en að aðstaða hans hefur verið óásættanleg um árabil, eða allt frá upphafi reksturs 1999. Ef til vill hefði mátt búast við að úr þessu ætti að bæta, með tilliti til mikilvægi þess að á landinu starfi stofnun eins og LHÍ, þá örlar ekki á vísbendingum um það. Í tillögu ríkisstjórnar að fjármálaáætlun fyrir árin 2018-2022 virðist ekki gert ráð fyrir nægjanlegum fjárútlátum til háskólanna til að standa við gefin loforð og að þeir, þar á meðal Listaháskólinn, eigi að halda áfram að lepja dauðann úr skel.
Vandræði Listaháskólans liggja víðs vegar, en helst koma þau fram í húsnæðismálum skólans, sem hafa verið í hálfgerðu lamasessi í 18 ár, þar sem sífellt hefur verið leitað til neyðarúrræða en engra langtímalausna. Skólinn er dreifður í fjögur húsnæði sem búa yfir misjöfnum kosti; engin kynding er á sumum stöðum, pípulagnir eru ónýtar á öðrum og hafa tvö húsnæði ekkert aðgengi fyrir hreyfihamlaða sem veldur því að skólinn getur ekki boðið upp á jafnan rétt til náms. Í núverandi húsnæði skólans geta hreyfihamlaðir einstaklingar hvorki sótt nám í tónlist, sviðslist, myndlist eða listkennslu með viðunandi hætti. Bókasafn skólans hefur, vegna niðurskurðar, þurft að færa sig til og er nú einungis niðurkomið í tveimur byggingum, fjarri stórum hluta nemenda. Einnig hefur niðurskurður orðið til þess að skólinn getur ekki lengur rekið eigið mötuneyti, heldur hefur þurft að leita til utanaðkomandi aðila til þess að sjá um rekstur.
Nú hefur staðfesting fengist á því að í einu húsnæði Listaháskólans er húsasótt, en 27. mars, fékkst staðfesting á myglusveppi í húsnæði tónlistar- og sviðslistabrauta á Sölvhólsgötu. Á meðan það er jákvætt að loks sé komin staðfesting á því sem nemendur og starfsfólk skólans hafa haldið frammi í lengri tíma, þá hefur þetta í för með sér lokun á hluta húsnæðis skólans og þar af leiðandi húsnæðisleysi kennslu og æfinga innan þeirra deilda sem þar eru. Það lítur því út fyrir það að nemendur sem sækja bakkalár- og meistaranám í tónlist þurfa nú að leita á náðir tónlistarskóla og í heimahús sín á milli til þess eins að geta haldið störfum sínum áfram. Það er með öllu ólíðandi að svona sé komið fyrir starfsemi skólans, sem hefur lengi barist fyrir að ná til eyrna yfirvalda vegna aðstöðu sinnar.
Sameining allra deilda í eitt húsnæði ætti að vera markmið í húsnæðismálum Listaháskólans, en slík úrlausn myndi ekki einungis styðja við þverfaglegt samtal á milli deilda, sem er gríðarlega mikilvægt í skapandi námi, heldur myndi það einnig leiða til betri og hagkvæmari samnýtingu á kröftum og fjármagni skólans sem væri þá hægt að nýta til enn öflugri uppbyggingar á námi og námsframboði. Með slíkri lausn yrði skólanum fært að sameina bókakost sinn og að reka stakt mötuneyti á einum stað fyrir allar deildir þar sem nemendum og starfsfólki yrði gert kleift að sameinast í samræðum um daglega þætti listalífsins og að skiptast á þekkingu utan kennslustunda. En það er einmitt í slíkum kringumstæðum sem viðbótarstarf og -fræðslumiðlun eiga sér stað og skila sér í sterkara starfi stofnunarinnar og eflir samstöðu og samskipti innan lista- og menningarheims hins íslenska samfélags. Með sameiningu allra deilda í eitt viðunandi húsnæði myndi skapast miðstöð skapandi greina, sem væri fær um að skila af sér til baka í ört vaxandi samfélag.
Þetta er einungis hægt með auknum fjárveitingum frá ríkisstjórn, það er því ekki að furða að það varð til mikilla vonbrigða að sjá engar vísbendingar í tillögu ríkisstjórnar að nýrri fjármálaáætlun um að bæta ætti úr núverandi stöðu mála. Það er þó ekki of seint að bæta úr því, þess vegna viljum við hvetja ríkisstjórn til þess að sjá bót á sínum málum og sníða háskólunum nýjan stakk sem gerir þeim kleift að hlúa að og efla nemendur sína á viðunandi máta og skila af sér í samfélagið með krafti.
Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Skoðun

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar