Krefjast ómerkingar í Stím-málinu vegna hugsanlegs vanhæfis dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:51 Lárus Welding og Jóhannes Baldursson hlutu dóma í málinu. vísir/anton brink Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu. Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Verjendur í Stím-málinu svokallaða hafa krafist þess fyrir Hæstarétti að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember 2015 verði ómerktur þar sem þeir telja að Sigríður Hjaltested, einn af þremur dómurum í málinu í héraði, hafi verið vanhæf til að sitja í dómnum. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í kvöldfréttum RÚV. Hæstiréttur mun fjalla sérstaklega um þessa kröfu verjendanna þann 22. maí næstkomandi. Í Stím-málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, ákærðir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík átján mánuði í fangelsi en þeir áfrýjuðu allir dómi héraðsdóms til Hæstaréttar þar sem þar fara fram á, eins og áður segir, ómerkingu vegna meints vanhæfis.Sagði sig frá markaðsmisnotkunarmálinu vegna vanhæfis Forsaga málsins er sú að í nóvember síðastliðnum lýsti Sigríður Hjaltested sig vanhæfa til að dæma í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þar sem hún hefði komist að því að í gögnum málsins væri að finna gögn sem tengdust fyrrverandi eiginmanni hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni. Þá upplýsti Sigríður jafnframt að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans hjá Glitni. Því taldi hún, með hliðsjón af þessum tengslum og aðstæðum, að draga mætti óhlutdrægni hennar í efa og vék hún því sæti í markaðsmisnotkunarmálinu.Að því er fram kemur í frétt RÚV voru svipaðar aðstæður uppi ári fyrr þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu en hvorki saksóknari né verjendur vissu af því. Þannig hafi nafn barnsföður hennar verið að finna í gögnum Stím-málsins og þegar dómur í málinu féll hafi maðurinn verið með stöðu sakbornings í þremur málum hjá sérstökum saksóknara sem nú hafa verið felld niður. Þar af leiðandi krefjast verjendur ómerkingar nú þar sem þeir telja að Sigríður hafi verið vanhæf til að dæma í Stím-málinu vegna þessara tengsla. Eins og áður segir mun Hæstiréttur fjalla sérstaklega um þessa kröfu en það hefur gerst tvisvar áður að rétturinn hafi fjallað um ómerkingarkröfu verjenda í hrunmálum, einmitt vegna meints vanhæfis dómara, og fallist á að ómerkja dómana og senda málin aftur í hérað. Það gerðist annars vegar í Aurum-málinu og hins vegar í Marple-málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00 Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41 Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Stím-málið: Lárus Welding dæmdur í fimm ára fangelsi Jóhannes Baldursson fékk tveggja ára dóm og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson átján mánaða dóm. 21. desember 2015 14:00
Hlaut dóm í Stím-málinu: „Ég gerði ekkert rangt og myndi breyta eins aftur“ Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fullyrðir að niðurstaða dómsins sé röng. 9. janúar 2016 15:41
Stím-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. desember síðastliðinn. 5. febrúar 2016 11:36