Tryggir skóli án aðgreiningar jöfn tækifæri nemenda? Valgerður Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2017 07:00 Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun