Tryggir skóli án aðgreiningar jöfn tækifæri nemenda? Valgerður Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2017 07:00 Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun