Tryggir skóli án aðgreiningar jöfn tækifæri nemenda? Valgerður Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2017 07:00 Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Flestir geta tekið undir að fólk eigi að hafa jöfn tækifæri til að njóta gæða samfélagsins. Hugtakið án aðgreiningar er gjarnan notað til að orða þessa hugsun og vísar til enska orðsins „inclusion“ í samfélagi, skóla, menntun, atvinnulífi og fleira. Hugtakið án aðgreiningar birtist í skólakerfinu í því að allir nemendur eigi að fá tækifæri til að ganga í grunnskóla í heimabyggð. Koma á til móts við náms- og félagslegar þarfir þannig að allir eigi jöfn tækifæri til náms. Ef nánar er að gáð tryggir svona skóli án aðgreiningar, þrátt fyrir góðan ásetning, ekki jöfn tækifæri til náms. Kennsla barna með heyrnarskerðingu er gott dæmi um þetta og þá sérstaklega barna sem tala íslenskt táknmál. Aðrir nemendur í heimaskóla tala íslensku og námsefni er sömuleiðis á íslensku. Þetta felur í sér hindrun fyrir heyrnarskert og táknmálstalandi börn. Þau njóta því ekki jafnra tækifæra og hin heyrandi. Þessa stöðu má yfirfæra á allt samfélagið. Á sambýlum og elliheimilum, sem eru heimili heyrnarlauss fólks, er ekki táknmálsumhverfi. Fólkið hefur því ekki sömu tækifæri til þess að njóta lífsgæða og aðrir. Í atvinnulífinu er réttur táknmálstalandi starfsfólks til túlkunar ekki tryggður og það á hvorki sama aðgang að símenntun og aðrir né framgangi í starfi og heldur ekki sama aðgang að samstarfsfólki eða yfirmönnum. Þetta þýðir að sjálfsögðu einnig að atvinnulífið getur ekki nýtt til fulls framlag táknmálstalandi fólks. Innan atvinnulífsins má þó benda á nýlegt jákvætt dæmi. Nú í byrjun febrúar valdi Startup Tourism viðskiptahugmyndina „Deaf Iceland“ til þátttöku í 10 vikna viðskiptahraðli. Með því gefst forsvarsmönnum Deaf Iceland tækifæri til að þróa viðskiptahugmynd, um sérsniðna þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn á táknmáli, undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustu og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Þess má geta að fyrirtækin sem farið hafa í gegnum viðskiptahraðal eru öll starfandi í ferðaþjónustu þannig að góðar líkur eru á að við sjáum táknmálstalandi framkvæmdastjóra í atvinnulífinu innan skamms (með táknmálstúlk sér við hlið?). Réttan skilning vantar Hugmyndin um samfélag án aðgreiningar lýsir vilja til að koma góðu til leiðar. Það sem á vantar er þó réttur skilningur og farsæl framkvæmd. Núverandi framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar getur til dæmis beinlínis hindrað nám og í henni getur falist alvarleg kerfislæg kúgun. Við þurfum því að endurskoða hvað felst í þessari hugmynd. Skóli þar sem táknmálstalandi börn eru í bekk með börnum sem tala íslensku er ekki skóli án aðgreiningar sem tryggir jafna stöðu nemenda. Atvinnulíf sem sér ekki til þess að tryggja fulla atvinnuþátttöku fólks, sem talar íslenskt táknmál, er ekki heldur atvinnulíf án aðgreiningar. Samfélag sem býður öldruðu og fötluðu heyrnarlausu fólki upp á heimili þar sem starfsfólk talar við hvert annað og heimilismenn á íslensku en ekki íslensku táknmáli er ekki samfélag án aðgreiningar. Til að fjarlægja hindranir fyrir námi, atvinnuþátttöku, starfsþróun og lífsgæðum fólks með skerta heyrn þarf skilning á því að fólkið heyrir ekki talaða íslensku. Það á hins vegar íslenskt táknmál sem ríkt og fallegt mál. Réttur þess til að njóta þess að lifa með íslensku táknmáli er verndaður í lögum. Sá réttur endurspeglast ekki í samfélaginu okkar. Merking enska orðsins „inclusion“hefur því miður ekki komist til skila með hugtakinu án aðgreiningar. Í stað þess hafa jafnvel orðið til meiri kerfislægar hindranir fyrir táknmálstalandi fólk heldur en áður voru. Forsenda jöfnuðar er að við skiljum að samfélagið er okkar allra en ekki bara sumra. Í því felst að gera skóla án aðgreiningar að skóla án hindrana, atvinnulíf án aðgreiningar að atvinnulífi án hindrana fyrir táknmálstalandi fólk og sömuleiðis elliheimili og sambýli. Þessu fylgir einnig sá ávinningur að samfélagið fær að njóta framlags táknmálstalandi fólks. Það er okkar ábyrgð að gera nauðsynlegar breytingar til að svo verði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar