Að samræma kolefnisbindingu og aðra náttúruvernd Tómas Grétar Gunnarsson skrifar 3. apríl 2017 00:00 Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mannkyn stendur frammi fyrir stærstu áskorun sinni hingað til. Að koma böndum á loftslagsbreytingar af mannavöldum. Þetta er sameiginlegt verkefni sem krefst víðtækari og fjölbreyttari samvinnu en áður hefur þekkst. Ekki þarf að fjölyrða um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar nægir að nefna hækkandi sjávarstöðu, auknar öfgar í veðurfari, útdauða tegunda, súrnun sjávar, þurrka, hungursneyð, aukna flóttamennsku og fjölbreytta eymd sem af þessu leiðir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru dauðans alvara. Aukinn þungi hefur færst í umræðuna hérlendis í kjölfar Parísarsamkomulagsins sem kveður á um að halda verði hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Ýmsar leiðir eru færar, bæði til að draga úr losun og til að binda kolefni. Endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt eru helst nefndar. Þetta eru allt mikilvægar leiðir og líklega full þörf á þeim öllum. En nauðsynlegt er að kortleggja hvernig mismunandi aðgerðir skarast við önnur markmið í umhverfismálum því ábyrgð þjóða í samfélagi heimsins liggur víða. Ábyrgð Íslands í umhverfismálum kemur meðal annars fram í alþjóðlegum samningum á sviði Náttúruverndar. Þar má nefna Ramsarsamninginn um vernd votlendis, Ríósamninginn um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og Bernarsamninginn um vernd evrópskra dýra, plantna og lífsvæða (sjá yfirlit á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis). Samningarnir eiga það allir sameiginlegt að með undirritun þeirra hefur Ísland skuldbundið sig til að vernda sérstöðu íslenskrar náttúru. Hér má nefna hátt hlutfall af sjaldgæfum vistgerðum og stóra farfuglastofna sem við deilum með öðrum þjóðum. Í fljótu bragði virðast endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt allt vera leiðir sem geta fallið vel að markmiðum þessara samninga. Þó verður að gæta þess að aðgerðir vinni ekki hver á móti annarri, útfærsla þeirra hæfi markmiðinu og að þær styðji sem best við önnur markmið í náttúruvernd. Íslensk stjórnvöld eiga verkefni fyrir höndum sem vinna þarf hratt og vel. Það felst í að greina áhrif aðgerða gegn loftslagsbreytingum á önnur brýn umhverfismál. Slík vinna fer nú fram víða um heim bæði á vettvangi vísinda og stefnumótunar. Miklir möguleikar eru á að nýta opinberan stuðning vegna aðgerða í loftslagsmálum til að ná einnig fram öðrum markmiðum í náttúruvernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Forgangsraða þarf aðgerðum sem varða landnotkun, þvert á viðfangsefni í stjórnkerfinu, með framangreind sjónarmið að leiðarljósi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun